Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 18
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 25.–27. júlí 2015 Ég leik mjög skemmtilega týpu Eftir næstu helgi er ástandið mjög tvísýnt Þessi bið er lýjandi Ísland færist nær A-flokki Heiða Rún Sigurðardóttir leikur hlutverk í gamanþáttunum Toast of London. - DV Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur spáir fyrir um verslunarmannahelgarveðrið. - DVSigrún Eggertsdóttir beið í 20 mánuði eftir ADHD-greiningu. - DV A llt frá falli fjármálakerfisins haustið 2008 hafa fjármagns- höftin, eins nauðsynleg og þau voru við endurreisn ís- lensks efnahagslífs, verið einn helsti dragbítur á lánshæfiseinkunn Íslands og um leið aukið vaxtakostnað ríkis- sjóðs á alþjóðlegum fjármagnsmörk- uðum. Sú staða hefur einnig reynst afar íþyngjandi fyrir íslensku bankana enda haldast vaxtakjör þeirra hverju sinni í hendur við lánshæfi ríkisins. Fáar og litlar skuldabréfaútgáfur Arion banka og Íslandsbanka á erlendum lánamörkuðum á hlutfallslega háum vaxtakjörum hafa endurspeglað þessa stöðu. Erfitt er að leggja mat á þann óbeina kostnað sem höftin hafa valdið íslenska þjóðarbúinu, bæði ríkissjóði og íslensku atvinnulífi, með þessum hætti en líklega nemur hann tugum milljarða króna. Nú er hins vegar útlit fyrir að betri tímar séu í vændum. Í kjölfar þess að stjórnvöld kynntu áætlun sína um los- un fjármagnshafta hafa öll alþjóðlegu lánshæfismatsfyrirtækin – Moody's, Fitch og Standard & Poor's – tilkynnt á skömmum tíma um að lánshæfis- einkunn ríkissjóðs hafi verið hækkuð. Þá hefur S&P einnig hækkað alla stóru bankana í fjárfestingarflokk sem mun að óbreyttu hafa jákvæð áhrif á að- gengi og lánakjör þeirra á erlendum mörkuðum. Íslensk fyrirtæki munu njóta góðs af þessari þróun í formi lægri fjármögnunarkostnaðar. Fá fordæmi eru fyrir því að stóru lánshæfismatsfyrirtækin þrjú tilkynni nánast samtímis um slíka hækkun á lánshæfismati þjóðríkis. Ekki var sjálfgefið að lánshæfi íslenska ríkis- ins myndi hækka við það eitt að hafta- áætlun stjórnvalda væri opinberuð. Fram kemur í rökstuðningi allra mats- fyrirtækjanna að hækkun á lánshæf- iseinkunn ríkissjóðs grundvallist fyrst og fremst á því að áætlunin sem slík sé trúverðug. Þannig er gengið út frá því að stjórnvöldum muni takast að standa vörð um þann efnahagslega stöðugleika sem náðst hefur samtím- is því að forsendur skapist fyrir því að skuldir ríkissjóðs lækki verulega á komandi árum. Þá skiptir ekki síst máli að stærstu kröfuhafar slitabúa gömlu bankanna hafa nú þegar sam- þykkt stöðugleikaskilyrði stjórnvalda sem gefur fullvissu um að hægt verði að hefja almenna losun hafta á aðra innlenda aðila strax á næsta ári. Gangi áætlun stjórnvalda í megin- atriðum eftir er raunhæft að búast við því að lánshæfismat ríkissjóðs muni hækka um nokkra flokka til viðbótar á komandi misserum – og ætti að öllu eðlilegu að vera komið í A-flokk innan næstu tólf til átján mánaða. Slík láns- hæfiseinkunn ætti að þýða umtals- vert lægra vaxtaálag og vaxtakostn- að ríkisins. Staðan í dag er hins vegar sú að ýmsar þjóðir í Evrópu, sem eru jafnvel með mun verri skuldastöðu en Ísland, njóta talsvert hagstæðari kjara á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum en íslenska ríkið. Það mun án efa taka breytingum á næstu árum. Þrátt fyrir að óbeinu áhrifin við uppgjör slitabúanna og losun hafta séu hinn raunverulegi mælikvarði á hversu vel tekst til við að hrinda í fram- kvæmd haftaáætluninni – hærra láns- hæfismat og betri vaxtakjör – þá verð- ur ekki litið framhjá áhrifum þess á ríkið að kröfuhafar muni þurfa að gefa eftir eignir að fjárhæð hundruð millj- arða. Þannig er útlit fyrir að skuldir ríkissjóðs verði aðeins um fjórðungur af landsframleiðslu innan fimm ára. Slíkt skuldahlutfall er á pari við skuld- ir ríkissjóðs árið 2007 og verður Ísland því brátt í hópi þeirra Evrópuþjóða sem eru með lægstu ríkisskuldirn- ar. Það er öfundsverð staða fyrir þjóð sem gekk í gegnum eina dýpstu fjár- málakreppu sögunnar fyrir aðeins fá- einum árum. n Ólíkar áherslur Á fimmtudaginn lauk heimsókn Gunnars Braga Sveinssonar utan- ríkisráðherra til Malaví þar sem Ísland hefur starf- að í þróunarsam- vinnu í 25 ár. Á meðan heimsókn- inni stóð fundaði Gunnar Bragi með utanríkisráðherra Malaví, ráðherra sveitarstjórnarmála og ráðuneytis- stjóra fjármálaráðuneytisins vegna samstarfs ríkjanna í þróunarsam- vinnu en á fundunum var einnig rætt um viðræður um ný markmið í þróunarsamvinnu, jarðhitamál og mannréttindi. Áherslur Gunnars Braga eru alls ólíkar málflutningi flokkssystur hans, Vigdísar Hauksdóttur, sem sagði á sínum tíma um þróunar- aðstoð Íslendinga: „Tuttugu og fjórir milljarðar í erlendum gjald- eyri næstu fjögur ár, á meðan að íslenska þjóðin telur sig ekki hafa efni á því að gera hér þær bætur á Landspítalanum sem þarf til þess að bjarga lífi og limum lands- manna. Gjaldþrota maður getur ekki borgað fyrir aðra.“ Fyrrverandi forstjóri Baugs til Virðingar Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi for- stjóri Baugs í Bret- landi, hefur snúið aftur til Íslands og tekið til starfa hjá Virðingu. Eft- ir gjaldþrot Baugs 2009 var Gunnar um tíma stjórn- arformaður bresku leikfangaversl- unarkeðjunnar Hamleys auk þess að koma að ráðgjafarverkefnum í gegnum félagið Guru Capital sem var meðal annars í eigu hans og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Gunnar verður fjárfestingastjóri á framtakssjóðasviði Virðingar sem rekur sjóðina Eddu og Auður I. S taðan í heilbrigðiskerfinu hef- ur verið mál málanna þetta sumarið og kemur engum á óvart eftir illa ígrundaða laga- setningu stjórnarmeirihlutans á verkföll hjúkrunarfræðinga og BHM. Þá var varað við afleiðingum laga- setningar, að hún leysti engan vanda en skapaði enn meiri úlfúð inn- an þessa viðkvæma geira. Sú hefur raunin einmitt orðið; hundruð heil- brigðisstarfsmanna hafa sagt upp. Stjórnvöld virðast með öllu óvið- búin, ráðherra kvartar undan um- ræðunni en einstakir þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast telja að í stöðunni felist „tækifæri“ til þess að auka einkarekstur í heilbrigðiskerf- inu og styðjast þar við gamla kreddu frjálshyggjunnar; að áföll séu vel til þess fallin að koma sameiginlegum gæðum í hendur einkaaðila. Hjúkrunarfræðingar benda á að nánast sé verið að ýta hjúkrunar- fræðingum út í aðrar leiðir en hinn hefðbundna opinbera rekstur. For- maður hjúkrunarráðs Landspítalans hefur bent á að ef menn líti á þessa stöðu sem „tækifæri“ sýni það algjört þekkingarleysi á rekstri spítalans. Opinber rekstur hagkvæmari Í stuttu máli virðist svo vera að að að- gerðir stjórnarmeirihlutans ýti und- ir umræðu um aukna einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar sem er auðvitað í takt við stefnu Sjálf- stæðisflokksins til margra ára sem byggst hefur á tryggð við thatcher- ismann sem flestir aðrir hafa nú yf- irgefið. Þannig er skattastefna flokks- ins enn lituð af nýfrjálshyggjunni þar sem hinir ríku borga jafnvel hlut- fallslega minna en þeir sem minna hafa á milli handanna með því að fletja út skattkerfið. Stefna flokksins virðist vera sú að útvista sem flestum samfélagslegum verkefnum – og ýtt er undir það með óskynsamlegum ráðstöfunum í málefnum opinberra starfsmanna á borð við téða laga- setningu. Staðreyndin er sú að flest gögn benda til þess að opinber rekstur sé miklum mun hagkvæmari innan heilbrigðisþjónustunnar en einka- rekstur. Nægir þar að bera saman kostnað við ólíkar tegundir heil- brigðiskerfa. Þá virðast gögnin líka sýna að þjónustan sé almennt betri í slíkum opinberum kerfum. Þá benda gögnin til þess að þetta eigi ekki síst við um lítil ríki á borð við Ísland. Ákveðin hugsun Síðan má benda á að opinbert heil- brigðiskerfi snýst um ákveðna hugs- un, þá hugsun að við sem samfélag eigum eitthvað saman. Þetta hef- ur löngum verið þyrnir í augu ný- frjálshyggjumanna og má minna á kenningu Thatcher um að ekki sé til neitt samfélag, einungis einstak- lingar. Þetta má kalla trúarsetn- ingu nýfrjálshyggjunnar. Við sem stöndum fyrir aðra sýn í stjórnmál- um vitum hins vegar að það er mik- ilvægt að eiga eitthvað sameigin- legt sem tryggir öllum gott líf; það að eiga saman spítala og skóla og heilsugæslu og svo framvegis byggist á þeirri hugsun að við viljum tryggja öllum tækifæri til að geta lifað sem bestu og innihaldsríkustu lífi og að við lítum á það sem sameiginlegt verkefni okkar allra. Það kemur svo einstaklingunum best. Þess vegna hafa þau samfélög sem byggðust upp á öflugu velferðarkerfi og mikl- um jöfnuði; þ.e. Norðurlöndin, ít- rekað mælst þau samfélög sem eru farsælust fyrir borgara sína. Það er vegna þess að þar fá hlutfallslega fleiri tækifæri til að lifa góðu lífi og nýta hæfileika sína. Það má ekki nýta þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi í heilbrigð- iskerfinu til að taka enn eitt skrefið frá slíkri samfélagshugsun og ráðast í aukinn einkarekstur. Sjálfstæðis- flokkurinn sem fékk 26,70% atkvæða í síðustu kosningum og minntist ekki á slíkar hugmyndir fyrir þær kosn- ingar hefur ekkert umboð til þess – og sem betur fer virðist ráðherra flokksins ekki taka undir þær að- spurður. Ekki er nú líklegt að kjós- endur Framsóknarflokksins hafi verið að óska eftir slíkum breyting- um. Þess vegna verða stjórnvöld að ná samningum og tryggja öruggan rekstur Landspítala og heilsugæsl- unnar – en ekki að nýta „tækifærið“ til að innleiða trúarsetningu nýfrjáls- hyggjunnar. Á því hefur almenning- ur í landinu engan áhuga. n og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR Katrín Jakobsdóttir FormaðurVG Kjallari Almenningur vill öflugt heilbrigðiskerfi„Það er mikilvægt að eiga eitthvað sameiginlegt sem tryggir öllum gott líf. Áætlunin kynnt Lánshæfismatsfyrir- tækin hafa tekið vel í áætlun stjórnvalda um losun hafta. Mynd SiGtRyGGuR ARi „Fá fordæmi eru fyrir því að stóru lánshæfismatsfyrirtækin þrjú tilkynni nánast sam- tímis um slíka hækkun á lánshæfismati þjóðríkis. Leiðari Hörður Ægisson hordur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.