Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Síða 12
12 Fréttir Innlendur fréttaannáll Áramótablað 29. desember 2015
16. janúar
Datacell hjólar í
Valitor
DV greinir frá því að Datacell og
Sunshine Press Productions (SPP)
ætli að krefja Valitor um rúma tíu
milljarða króna í skaðabætur vegna
ákvörðunar fyrirtækisins um að loka
á greiðslur til vefsíðunnar Wikileaks
í júlí 2011. Lögmaður Valitor segir
bótakröfuna hreinan tilbúning.
18. janúar
Hné niður á
Hverfisgötu
Fréttir berast af
því að karl maður,
sem hné niður
á Hverfisgötu
vegna heilablæð-
ingar, væri lát-
inn. Fimm voru
handtekin og yfir-
heyrð vegna atviksins
en þeim var öllum sleppt.
Ekki var vitað hvort áverkar manns-
ins voru af mannavöldum eða
vegna slyss eða sjúkdóma.
20. janúar
„Mér líður illa“
Björgvin G. Sigurðsson stígur fram
í viðtali við DV eftir að hafa verið
sakaður um fjárdrátt í starfi sem
sveitar stjóri Ásahrepps. Hann keypti
meðal annars GoPro-myndavél,
hangikjöt og bækur með debetkorti
Ásahrepps. Heildarupphæðin var
421 þúsund krónur. „Það voru mis-
tök og rangt af mér að biðja ekki um
heimild frá oddvita,“ segir Björgvin
við DV og upplýsir að hann ætli að
leita sér hjálpar við áfengissýki á
Vogi. Honum líði illa. Hreppurinn
fellur frá kæru, gegn endurgreiðslu
Björgvins.
23. janúar
„Fór langt út fyrir
valdsvið sitt“
Umboðsmaður Alþingis birt-
ir frumkvæðisathugun
á samskiptum Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur,
fyrrverandi innanríkis-
ráðherra, og Stefáns Ei-
ríkssonar, fyrrverandi
lögreglustjóra á höfuð-
borgarsvæðinu, vegna
lekamálsins. „Ég lít svo á
að þarna hafi verið um að
ræða harða gagnrýni ráðherra á
ákvarðanir og störf lögreglunnar í
þessu máli. Í samræmi við framan-
greint er það niðurstaða mín að efni
samskipta innanríkisráðherra við
lögreglustjórann á höfuðborgar-
svæðinu hafi ekki samrýmst þeim
reglum sem ráðherra bar að virða
um sjálfstæði og hlutlægni lög-
reglunnar. Samskiptin voru því
ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem
yfirstjórnanda lögreglunnar,“ skrifar
umboðsmaður. Ráðherra hafi farið
langt út fyrir valdsvið sitt.
27. janúar
Rekin eftir að hafa
tilkynnt um áreitni
Emma Jóhanna Pálínu-
dóttir ber, í samtali við
DV, að hún hafi verið
rekin frá Aktu taktu
í kjölfar tilkynn-
ingar um kyn-
ferðislega áreitni
á vinnustaðnum.
„Hann var að
strjúka stelpunum
á bakinu og sagði við
mig, þegar ég var að
borða ísnál, að hann teldi mig
vera að hugsa um að sjúga eitthvað
annað en þessa ísnál,“ segir Emma
við DV en fyrirtækið hafnar því að
tilkynningin sé ástæða uppsagnar-
innar. „Við getum ekki rætt mál
einstakra starfsmanna.“
30. janúar
„Ég er bara svo
óheppinn“
Viðtal DV við meintan
mann með bleyjublæti
vekur mikla athygli.
Maðurinn, sem hlotið hef-
ur dóm fyrir kynferðisbrot og
vörslu barnakláms, ber að allt
sé málið á misskilningi byggt. Brot-
ist hafi verið inn á aðganginn hans
á bland.is og einhver óprúttinn sett
þar inn beiðnir um myndir af börn-
um á bleyjum. Hvað dómana varðar
þá hafi hann einfaldlega verið svo
óheppinn að tölvan hans sýktist
af vírus og fylltist fyrir þær sakir af
barnaklámi. Og dómurinn fyrir að
táldraga 14 ára þroskaskertan
dreng mun líka vera á
misskilningi byggður. „Ég
er bara svo óheppinn.“
FEBRÚAR
3. febrúar
Gústaf settur af
Gústaf Níelsson er settur af
sem varamaður í Mannréttinda-
ráði Reykjavíkurborgar en hann
hafði daginn áður verið tilnefndur
af borgarfulltrúum Framsóknar-
flokksins og kjörinn í embættið af
borgarstjórn. Skoðanir Gústafs,
sem er til dæmis and-
vígur mosku á Íslandi
og giftingu samkyn-
hneigðra, þykja ekki
samrýmast stöð-
unni. „Ég hefði átt
að gúggla betur,“
segir Sveinbjörg
borgarfulltrúi í við-
tali við Kastljós.
4. febrúar
Gleymdist í bílnum
Ólöf Þorbjörg, 18 ára þroskaskert
stúlka, skilar sér ekki í Hitt húsið
á tilskildum tíma. Þegar leit hefst
að stúlkunni, þremur tímum síðar,
finnst hún í bíl ferðaþjónustu fatl-
aðra, við heimili bílstjórans. Bílstjór-
inn segir við DV að dagurinn hafi
verið algjör martröð, of stutt hafi
verið á milli ferða.
5. febrúar
Kántríkóngur
í fangelsi
Hæstiréttur Íslands staðfestir þriggja
ára fangelsisdóm yfir tónlistar-
manninum Hallbirni Hjartarsyni
vegna kynferðisbrota gegn ungum
drengjum. Árið 1999 kyssti Hall-
björn annan drenginn tungukossi á
heimili sínu og fróaði honum. Þetta
gerðist líka tæpum tveimur árum
seinna en þá kyssti hann drenginn
tungukossi, strauk ber kynfæri hans,
hafði við hann munnmök og lét
drenginn fróa sér.
9. febrúar
Leynigögn afhjúpa
skattabrot
Vefritið Kjarninn greinir frá því að
útibú breska bankans HSBC í Sviss
hafi aðstoðað viðskiptavini sína við
að svíkja undan skatti og fela eignir
fyrir skattyfirvöldum. Sex aðilar,
tengdir Íslandi, komu 1,3 milljörð-
um króna undan skatti, samkvæmt
leynilegum gögnum. Pressa er sett
á fjármálaráðherra að kaupa gögn-
in en í kjölfarið hefst störukeppni á
milli skattrannsóknarstjóra og fjár-
málaráðherra.
12. febrúar
Fjórmenningar í
fangelsi
Magnús Guðmundsson, Ólafur
Ólafsson, Hreiðar Már Sigurðsson
og Sigurður Einarsson eru dæmdir
samtals til 18 mánaða fangelsisvistar
í Al-Thani-málinu. Hæstiréttur
þyngdi dóma Magnúsar og Ólafs.
Um að ræða þyngstu dóma sem fall-
ið hafa í efnahagsbrotamáli á Íslandi
og þá langþyngstu sem fallið hafa í
markaðsmisnotkunarmáli.
12. febrúar
#Siggifullur
Sérkennilegt viðtal sem Bogi Ágústs-
son tekur samdægurs við Sigurð í
beinni útsendingu í fréttatíma RÚV,
vekur mikla athygli á samfélags-
miðlum undir myllumerkinu #siggi-
fullur. Daginn eftir neitar Sigurður
því í viðtali við Vísi að hann hafi
verið drukkinn.
14. febrúar
Grunuð um morð
Kona er hneppt í varðhald vegna
gruns um að hafa orðið karlmanni
að bana í Hafnarfirði. Maðurinn var
látinn þegar lögregla kom á vett-
vang, en grunur lék á að maðurinn
hefði látist af völdum hnífstungu.
ÖRYGGI BÍLSINS
BYGGIST Á GÓÐUM
HÓLBÖRÐUM
www.gummivinnustofan.is
Gúmmívinnustofan
Skipholti 35 • S: 553-1055