Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Qupperneq 14
14 Fréttir Innlendur fréttaannáll Áramótablað 29. desember 2015 17. febrúar „Hvorki ólögmætt né óskynsamlegt“ Það var hvorki „ólög- mætt né óskyn- samlegt“ að stjórnvöld hafi farið þá leið við endurreisn bankakerfisins á árinu 2009 að slitabúin eignuð- ust yfirgnæfandi hlut í Arion banka og Íslandsbanka. Slíkt hafi verið eðlilegt enda var verið að færa skuldir og eignir gömlu bankanna yfir í þá nýju. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu Brynjars Níelssonar alþingismanns sem hann skilaði til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna erindis Víg- lundar Þorsteinssonar um samn- inga sem fyrrverandi ríkisstjórn gerði við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna. Hann segir að þegar horft sé til baka megi örugglega finna einhver mistök sem gerð hafi verið í ferlinu við endurreisn bank- anna þriggja, til dæmis hvað varðar starfsemi nýju bankanna við endur- skipulagningu skulda einstaklinga og fyrirtækja. „En það er auðveldara um að tala en í að komast þegar allt bankakerfið hrynur á einu bretti eins og gerðist í byrjun október 2008. Enginn var viðbúinn svona fordæmalausum að- stæðum á fjármálamark- aði,“ segir Brynjar. 17. febrúar Fannst hjá nágrannanum Ellefu ára fötluð stúlka fannst hjá ná- granna sínum eftir að ferðaþjónusta fatlaðs fólks fylgdi ekki verklags- reglum.Stúlkan skilaði sér ekki heim síðdegis en reyndist hafa farið til nágrannakonu sinnar í sama fjölbýlis- húsi og hún býr í. Málið var litið mjög alvarlegum augum, en bílstjórinn hafði ekki fylgt stúlkunni alla leið heim og komið henni í ör- uggar hendur foreldra. 24. febrúar Deilt um bólusetningar Íslendingar ræða af ákafa um bólu- setningar, en um það bil tíu prósent 18 mánaða barna á Íslandi hafa ekki hlotið viðteknar bólusetningar gegn helstu barnasjúkdómum. DV fjallar ítarlega um málið, frá öllum hliðum, og ræðir við þá sem telja bólusetn- ingar skaðlegar og þá sem telja and- stæðinga bólusetninga skaðlega. 25. febrúar Ólafur Ólafsson kominn í fangelsi Ólafur Ólafsson er kominn í fangelsið á Kvíabryggju. Hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrr í mánuðinum í Hæstarétti vegna þátttöku sinnar í stærsta markaðsmisnotkunarmáli sem dómur hefur fallið í hér á landi. Ólafur hefur lagt fram kvörtun til mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málið verði tekið upp á þeim vettvangi. 27. febrúar Græddu 9 milljónir á klukkustund Stóru viðskiptabankarnir þrír högn- uðust um samtals 81,2 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári sem var aukning um 16 milljarða milli ára. Til að setja þessar tölur í samhengi þá nam samanlagður hagnað- ur bankanna þriggja 222 milljónum króna á sólarhring. Það þýð- ir að fyrirtækin þrjú græddu samtals rúm- ar níu milljónir króna á hverri klukkustund síð- asta árs. 27. febrúar Braut lög Miðlun lögreglunnar á Suðurnesjum á gögn- um með persónuupplýs- ingum um Tony Omos og Eve lyn Glory Joseph til inn- anríkisráðuneytisins í nóvember 2013 studdist ekki við viðhlítandi heimild. Þá fór skortur á skráningu gagnanna í málaskrá lögreglunn- ar í bága við kröfur um upplýs- ingaöryggi. Þetta segir í úrskurði Persónuverndar, en Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglu- stjóri á Suðurnesjum og núverandi lögreglustjóri höfuðborgarsvæðis- ins, braut lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýs- inga, þegar hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, þáverandi aðstoðar- manni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, greinargerð vegna lekamálsins. Ólöf Nordal innanríkis- ráðherra segist treysta Sigríði Björk og sér ekki ástæður til að afhafast frekar vegna málsins. Fara verði yfir athugasemdirn- ar og laga verk- ferla. Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is Verum þjóðleg til hátíðabrigða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.