Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Síða 19
Áramótablað 29. desember 2015 Fréttir Innlendur fréttaannáll 19 fjárfestinga ráðherrans í fjölmiðlum og sögðu hann hafa beitt sér fyrir því að Vefpressan fengi vilyrði fyrir yfirdrætti hjá MP banka. Forsvars- menn Vefpressunnar, útgefanda DV, neita þessu sem og forsætisráðherra og MP banki. Málið bíður ákæru. Nokkrum dögum síðar eru systurn- ar færðar aftur í varðhald, grunað- ar um aðra fjárkúgun, sem tengist fyrrverandi samstarfsmanni Hlín- ar. Hún ásakar hann um nauðgun en mun hafa krafist þess að hann greiddi sér háar fjárhæðir gegn því að kæra ekki. Hún hefur nú lagt fram kæru. 2. júní Umsátur um tóma íbúð Lögregla og sér- sveit umkringja húsnæði við Hlíðarhjalla í Kópavogi. Um- sátrið stendur langt fram á kvöld og eru nærliggjandi íbúðir rýmd- ar. Lögregla telur að skotið hafi verið úr haglabyssu, en svo reynist ekki vera. Íbúðin reyndist á endanum vera mannlaus. Högl höfðu fund- ist í garði blokkarinnar og ummerki voru um haglaskot í girðingu. Eig- andi íbúðarinnar var ekki heima og vildi lögregla ekki greina frá því hvar eða hver hann væri. 8. júní Stöðugleikaskatturinn verður 850 milljarðar Stöðugleikaskattur verður lagður á slitabú uppfylli þau ekki ákveðin stöðugleikaskilyrði. Hann getur numið allt að 850 milljörðum króna. Heildarumfang aðgerðanna nemur aftur á móti 1.200 milljörðum króna og þar af er 900 milljarða króna vandinn vegna slitabúa föllnu bank- anna og 300 milljarða aflandskrónu- vandinn. 9. júní Búið að kaupa skattaskjólsgögnin DV greinir frá því að búið sé að ganga frá kaupum á skattaskjóls- gögnum sem eiga að tengja Ís- lendinga við félög í erlendum skattaskjólum. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland greiðir fyrir gögn um ís- lenska skattborgara. 9. júní #Þöggun Gular og appelsínugular myndir af broskörlum sem þaggað hefur verið niður í vekja heimsathygli, en um er að ræða verkefni íslenskra kvenna á samfélagsmiðlum. Breska stór- blaðið The Independent fjallar um íslenska Face- book-hópinn Beauty Tips á vefnum sínum og þá byltingu sem hefur átt sér stað í kjöl- far umræðu um kyn- ferðisofbeldi. Þeir sem bera gular-myndir sem forsíðumynd hafa ekki orðið fyrir kynferðisofbeldi en vilja styðja við aðra þolend- ur, en þeir sem bera appelsínugula mynd hafa orðið fyrir kynferðisof- beldi. Notendur nota myllumerkið #þöggun á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á málstaðnum. 11. júní Lög á verkföll Ríkisstjórnin ákveður á fundi að setja lög á verkfallsaðgerðir BHM og hjúkrunarfræðinga. Er verkfalli frestað til 1. júlí. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir að ríkisstjórnin hafi ætlað sér að svelta félagsmenn hans til hlýðni. Þegar það tókst ekki var ákveðið að grípa til verkfalls. Hann kallar ríkis- stjórnina „ofbeldismenn“. 17. júní Mótmæli á 17. júní Erfitt reyndist að greina ræðu for- sætisráðherra fyrir hávaða í mót- mælendum á Austurvelli á sjálfan þjóðhátíðardaginn, en 2.000–3.000 mótmælendur söfnuðust saman og púuðu á forsætisráðherrann. 19. júní Börn brenndust við Geysi Pétur Reynisson birtir myndband á samfélagsmiðlum þar sem sést hvernig vatn úr Geysi brennir börn- in hans tvö. Börnin hlutu fyrsta og annars stigs brunasár á fótum, en þau stóðu fyrir utan merkt öryggissvæði. 20. júní Gísli Pálmi kýldi Bam Margera Myndband sem sýnir rapp- arann Gísla Pálma og tvo aðra karlmenn ráðast á tónlistarmann- inn og Jackass-meðliminn Bam Margera birtist á vefnum. Í mynd- bandinu má sjá Gísla, í gulum jakka og gallabuxum, ýta vini Margera frá áður en hann grípur Jackass- meðliminn og kýlir hann með hægri hendi. Þar á eftir er Margera kýldur af tveimur öðrum karlmönn- um. Margera strengir þess heit að ná fram hefndum og minnir á að „karma er raunverulegt“. 26. júní Sex af níu dæmdir til refsingar Héraðsdómur Reykjavíkur sakfell- ir sjö af níu sakborningum í mark- aðsmisnotkunar- máli Kaupþings. Alls voru níu kærðir í málinu sem er eitt viðamesta mál sem lent hefur á borði sér- staks saksóknara og tók aðal- meðferð þess í héraðsdómi tæplega mánuð. Nímenningarnir kærðir fyrir umfangsmikla markaðsmis- notkun sem starfsmenn Kaupþings á árunum 2007–2008, fyrir að halda uppi verði hlutabréfa bankans með stórfelldum kaupum bankans í eig- in bréfum. Hreiðar Már Sigurðs- son, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er sakfelldur en fær ekki frekari refsingu vegna fyrri dóms, Sigurð- ur Einarsson, fyrrverandi stjórnar- formaður Kaupþings, er dæmd- ur til árs fangelsisvistar, Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, er dæmdur í fjögurra ára og sex mánaða fangelsi. 26. júní Pétur Blöndal látinn Pétur H. Blöndal, þing- maður Sjálfstæðis- flokksins, fellur frá. Pétur, sem var 71 árs að aldri, hafði um nokkurt skeið glímt við krabba- mein og lést hann á heimili sínu í faðmi fjölskyldu sinnar. JÚLÍ 1. júlí Lúsmý lék okkur grátt Fólk í sumarhúsabyggðum beggja vegna Hvalfjarð- ar finnur fyrir áhrif- um árásargjarnrar nýrrar mýtegund- ar á Íslandi þegar lúsmý lætur til skarar skríða. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi til- tekna tegund finnst á Íslandi, en talið er að veðurfarslegar aðstæður sem sköpuðust í Hvalfirðinum TERTUR PAKKAR RAKETTUR SMÁVARA OPNUNARTÍMAR 28.- 29.- 30. des. 10–22 31. desember 9–16 www.stjornuljos.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.