Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Síða 22
Áramótablað 29. desember 201522 Fréttir Innlendur fréttaannáll tónlistarmaður í samtali við DV, en skiptum á búi hans var þá nýlokið eftir að hann var úrskurðaður gjald- þrota. Lýstar kröfur í búið voru tæp- lega 142 milljónir króna. 10. júlí Banaði sambýlis- manni sínum Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Danutu Kaliszewska í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið sambýlismanni sín- um að bana í febr- úar. Banamein hans var stungusár. Konan bar fyrir sig minnisleysi og sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir því sem hefði gerst þann 14. febrúar þegar maðurinn lést. 14. júlí Struku af Kvíabryggju Tveir ungir fangar struku frá Kvía- bryggju. Mennirnir skiluðu sér ekki á herbergið sitt kvöldið áður og uppgötvaðist þá strokið. Leit- að var að mönnunum og gefin út handtökuskipun. Mennirnir höfðu verið dæmdir fyrir minniháttar mál, neyslu- og auðgunar- brot. Þeir voru ekki tald- ir hættulegir og í fyrstu sagði fangelsismála- stjóri að líklegast væri að þeir hefðu hrein- lega „dottið í það.“ Mennirnir fundust á Þingvöllum síðar sama dag og höfðu þá brotist inn í sumarbústað þar. Mennirnir voru fluttir úr opna fangelsinu á Kvíabryggju og á Litla- Hraun. 15. júlí Kastaðist út úr skotti bifreiðar og lést Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag mann í þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn var ökumaður bifreiðar þar sem einn farþegi lést eftir að bílinn valt í apríl 2014. Of margir voru í bílnum þegar hann valt, og kona sem var í farangurs- geymslu bifreiðarinnar lést af áverkum sem hún hlaut þegar hún kastaðist út úr bílnum. 23. júlí Grunaður um HIV smitútbreiðslu Karlmaður á þrítugsaldri er úr- skurðaður í gæsluvarðhald, grunað- ur um að hafa smitað ungar konur af HIV-veirunni. Maðurinn er úr- skurðaður í gæsluvarðhald á grund- velli rannsóknarhagsmuna, síbrota og hættusjónarmiða. Grunur leikur á að margar ungar konur hafi smit- ast vegna samskipta sinna við manninn. 25. júlí Þau greiða mest Þórður Rafn Sigurðsson út- gerðarmaður er efstur á lista ríkisskatt- stjóra yfir þá sem greiða hæstu op- inber gjöldin, en Þorsteinn Sig- urðsson fylgir honum þar á eftir og þriðja sætið skipar Kári Stefáns- son, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar. 27. júlí Hraustasta kona heims Katrín Tanja Davíðsdóttir sigrar á crossfit heimsleikunum í Los Angeles og er krýnd hraustasta kona heims. 29. júlí Þagnarskylda á þjóðhátíð Í bréfi sem Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vest- mannaeyjum, sendir öllum við- bragðsaðilum leggur hún til að fjölmiðlar verði alls ekki upplýstir um hugsanleg kynferðisbrota- mál sem gætu komið upp á Þjóð- hátíð í Vestmannaeyjum, sem fer fram um verslunarmannahelgina. Málið vekur mikla reiði og er Þórey sökuð um þöggunartilburði. ÁGÚST 9. ágúst Flugslys á Tröllaskaga Lítil eins hreyfils flugvél hrapar með tveimur mönnum innanborðs á Tröllaskaga. Um 200 björgunarsveit- armenn í 43 sveitum leita að vélinni. Kanadískur farþegi vélarinnar er lát- inn þegar vélin finnst en flugmaður hennar, Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri flugfélagsins Atlanta, kemst lífs af en hlýtur alvar- lega brunaáverka. KR flugeldaR KR Heimilinu Frostaskjóli Opið til kl.22 í dag Og til kl.16 á gamlársdag
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.