Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 25
Áramótablað 29. desember 2015 Fréttir Innlendur fréttaannáll 25 á landsvæði Palestínumanna var­ ir. Um er að ræða síðustu tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur sem borg­ arfulltrúi og fagnar hún ákvörðun­ inni ákaft á samfélagsmiðlum. Ákvörðunin fellur í grýttan jarðveg og síðar í mánuðinum dregur borg­ arstjórn ákvörðunina tilbaka. 16. september Nagdýr um borð í vél Icelandair Nafnlaus ábending berst DV um að rotta sé um borð í vél Icelandair. Vélin er tekin úr umferð og yfirfar­ in. Í samtali við DV segist Guðjón Arn­ grímsson telja að um hamstur sé að ræða, sem sennilega hafi komist um borð í vélina á flugvelli erlend­ is. Síðar í mánuðinum er staðfest að rotta hafi verið á vappi í vélinni. 19. september Tveimur milljörðum varið í að aðstoða flóttamenn Ríkisstjórn Íslands tilkynnir um áætlanir sínar um að verja tveimur milljörðum króna til að aðstoða flóttamenn og hælisleitendur á næstu tveimur árum. Fénu verður meðal annars varið til fjárstuðnings við alþjóðastofnanir og hjálpar­ samtök og til móttöku flóttafólks og hælisleitenda til Íslands. Forsætis­ ráðherra, Sigmundur Davíð Gunn­ laugsson, segir að framlagið standist allan samanburð við það sem aðrar þjóðir hafa gert. 21. september Bieber-æði Justin Bieber kem­ ur til landsins og vekur gríðarlega athygli. „Ég er í fríi og það eru afskap­ lega fáir sem vita að ég er staddur hér á landi. Ég er ekki að milli­ lenda heldur er ég að taka tvo daga í frí á Ís­ landi áður en ég flýg til Bandaríkjanna,“ segir söngvarinn í tímamóta­ viðtali við blaðamann DV. Meðan á dvöl söngv­ arans stendur hafa atorku­ samar íslenskar stúlkur uppi á honum eins og frægt varð. 21. september Mynddreifing af banaslysi Banaslys á sér stað við Rauðhóla. Fljótlega eftir slysið, áður en lögregla kemur á vettvang, tekur kona ljósmynd af brennandi bílnum og deilir á samfélags­ miðlum. Fleiri deildu myndinni, líklega án þess að gera sér grein fyrir því að þarna hefði maður látið lífið. Kallað er eftir vakningu um notk­ un snjallsíma á slysstað og tillitssemi. 22. september Bubbi í stríð við Útvarp Sögu Bubbi Morthens bannar Útvarpi Sögu að spila lög eftir sig í kjölfar umdeildrar könnunar á heimasíðu útvarpsstöðvarinnar. „Treystir þú múslimum?“ er spurningin sem fer fyrir brjóstið á Bubba og fjölmörg­ um öðrum landsmönnunum. Í kjöl­ farið er sett inn könnunin: „Treystir þú Bubba Morthens?“ á vef útvarps­ stöðvarinnar. Bubbi bregst ókvæða við og spyr hvort næsta spurning sé hvort að eigandi útvarps­ stöðvarinnar sé fyllibytta. 28. september „Ég er komin með nóg“ Sigrún Norðfjörð Þorvaldsdóttir stígur fram og segir frá hrotta­ legu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem þáverandi kærasti hennar hafði beitt hana. „Ég hræðist hann kannski á einhvern hátt, en ég dæmi hann ekki, mér þykir vænt um hann og vil honum allt það besta. Hann hefur bara farið af sporinu sem krakki eða unglingur sem hefur gert skap hans og hegðun kannski öðruvísi en hjá flestum öðrum,“ seg­ ir hún og bætir við. „Ég vil ekki að þegja lengur. Ég er komin með nóg.“ OKTÓBER 7. október Morð á Akranesi Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri sem varð Karli Birgi Þórðarsyni að bana föstudaginn 2. október. Við skýrslutökur hjá lög­ reglu nokkrum dögum síðar játar árásarmaðurinn að hafa hert að hálsi Karls með berum höndum og skóreim. Játningin kemur heim og saman við lýsingu vitna á vettvangi sem DV hafði þá rætt við. Reimin fannst í frystikistu í eldhúsi íbúðar­ innar ásamt blóðugu og hvítu belti. 10. október Útrýma lifrarbólgu C Ríkisstjórnin samþykkir á fundi að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis­ ráðherra gangi frá samkomulagi um samstarfsverkefni heilbrigðis­ yfirvalda og lyfjafyrirtækis­ ins Gilead um átak til að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi. Þetta kemur fram á blaðamanna­ fundi í húsakynnum Landspítalans. Þar kemur fram að einstaklingum sem eru smitaðir af lifrarbólgu C muni bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100% tilvika. 22. október Vopnað skartgriparán Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna sem frömdu rán í Gullsmiðjunni við Lækjargötu í Hafnarfirði. Ræningjarnir, sem voru grímuklæddir og ógnuðu starfs­ manni með bareflum og gasbyssu, brutu upp hirslur og höfðu á brott með sér umtalsverð verðmæti. Þeir fundust og voru síðar úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þetta var í annað skiptið á tæpum mánuði sem Gull­ smiðjan varð fyrir barðinu á skartgriparæningjum og þriðja skartgriparán­ ið í Hafnarfirði á skömmum tíma en það var í ágúst sem maður á fer­ tugsaldri játaði á sig milljóna króna þjófnað úr verslun í Firðinum. 22. október Morð við Miklubraut Maður er hand­ tekinn grunaður um morð eftir að átök brjóstast út á milli manna í búsetukjarna fyr­ ir fatlaða við Miklubraut. Karlmað­ ur um sextugt fannst látinn þegar lögreglumenn komu á staðinn og var lagt hald á eggvopn. Meintur árásarmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald. 27. október Handtekinn í Noregi Kaj Anton Arnarsson, 23 ára Ís­ lendingur, er handtekinn af lög­ reglunni í Stavenger í Noregi grun­ aður um að hafa veitt tveggja ára barni alvarlega áverka. Kaj kom sjálfur með barnið á sjúkrahús en samkvæmt heimildum DV hafði honum verið treyst fyrir barninu á meðan móðir þess, sem er íslensk, sótti vinnu. Saksóknari lögreglunnar í Stavenger ítrekar við Aftonbladet, sem vann að frétta­ flutningi um málið í samstarfi við DV, að hún líti málið alvarlegum augum. Sameinuð rannsóknardeild henn­ ar lögreglunnar í Rogaland sá um rannsókn þess. NÓVEMBER 2. nóvember Perlan sekkur Sanddæluskipið Perlan sekkur í Reykjavíkurhöfn. Verið var að sjó­ setja skipið þegar slysið varð en um borð voru 13 þúsund lítrar af olíu. Ekki tókst að ná skipinu upp fyrr en þann 16. nóvember og var þá ljóst að ekki yrði hægt að sigla því aftur. Stjórnendur Borgunar, eiganda skipsins, lýstu í kjölfarið yfir altjóni. 9. nóvember Fjölmenn mótmæli Töluverður fjöldi fólks mótmælir fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu vegna ákvörðunar um að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um hrottalegar nauðganir. Fréttablað­ ið hafði þá greint frá því að annar mannanna hefði haft til umráða íbúð sem að sögn blaðsins var „út­ búin til nauðgana“. Facebook logaði í kjölfarið og mennirnir voru nafn­ greindir. 12. nóvember Létust í flugslysi Tveir menn, Hjalti Már Baldursson og Haukur Freyr Agnarsson, missa lífið þegar lítil kennsluflugvél Flug­ skóla Íslands brotlendir í hraun­ inu við Vallahverfið í Hafnarfirði. Þeir voru báðir kennarar við skól­ ann en aðstæður til björgunarstarfa á vettvangi voru erfiðar. Flugvélin var af gerðinni Tecnam og var ein af fimm nýju vélum Flugskóla Ís­ lands sem komu til landsins í upp­ hafi mánaðarins. Samband við vél­ ina rofnaði upp úr klukkan þrjú en lögreglu barst tilkynning um slysið um klukkan 15.10. Flak hennar fannst hálftíma síðar 7. nóvember Goðsögn fellur frá Hryllingsmyndagoð­ sögnin Gunnar Han­ sen andast á heimili sínu í Maine í Bandaríkjun­ um. Gunnar, sem var 68 ára, var þekktastur fyrir að hafa leikið Leðurfés í goðsagnakenndu hryll­ ingsmyndinni Texas Chainsaw Massacre. Hann hafði barist við krabbamein í brisi. 23. nóvember Margrét segir upp Margrét Frímannsdóttir, fangelsis­ stjóri á Litla­Hrauni, hefur sagt upp störfum. Þetta hefur DV hefur heimildum en Margrét hefur gegnt embættinu undanfarin sjö ár. Eins og kom fram í helgarviðtali DV við Margréti var henni ekki fleygt á dyr eða hurðum skellt. Ákvörðunin var tekin að vel ígrunduðu máli, eftir að hún hafði ráðfært sig við fjölskyldu sína. 30. nóvember #Nakinníkassa Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi við Lista­ háskóla Íslands, fer inn í glerkassa sem hann ætlar að dvelja í næstu vikuna. Upp­ átæki hans vekur mikla athygli og landsmenn fylgjast með beinni út­ sendingu af gjörningnum á Youtu­ be. Skiptar skoðanir eru um ágæti verksins og skólanum berast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.