Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Qupperneq 26
Áramótablað 29. desember 201526 Fréttir Innlendur fréttaannáll
hótanir vegna þess. Viku síðar kom
listneminn út úr kassanum og var þá
orðinn þjóðþekktur.
DESEMBER
9. desember
Ásta sýknuð
Ásta Kristín Andrésdóttir, hjúkr
unarfræðingurinn sem var ákærður
fyrir manndráp af gáleysi í starfi, var
í dag sýknuð af ákærunni.
Ástu var gefið að sök
að hafa láðst að
tæma loft úr belg
barkaraufar rennu
þegar hún tók Guð
mund Má Bjarna
son úr öndunar
vél og setti hann á
svokallaðan talventil
3. október 2012 með
þeim afleiðingum að hann kafn
aði. Ríkissaksóknari tók síðar
ákvörðun um að áfrýja ekki
niðurstöðu Héraðs dóms
Reykjavíkur
9. desember
Sviptur
fálkaorðu
Sigurður Einarsson, fyrr
verandi stjórnarformað
ur Kaupþings, hefur
verið sviptur fálka
orðunni sem Ólaf
ur Ragnar Gríms
son, forseti Íslands,
sæmdi hann í árs
byrjun 2007. Þetta
gerði Ólafur Ragnar,
sem er stórmeistari
íslensku fálkaorðunn
ar, á grundvelli 13. greinar
forsetabréfs um hina íslensku fálka
orðu frá 31. desember 2005. Forset
inn var í kjölfarið gagnrýndur fyrir
að sparka í liggjandi mann, fanga
sem hefði hlotið dóm og refsingu.
10. desember
Send úr landi
Kevi, þriggja ára langveikum dreng
frá Albaníu, var vísað ásamt fjöl
skyldunni sinni úr landi aðfara
nótt 10. desember. Ákvörðun
Útlendingastofnunar um að vísa
hælisleitendunum úr landi, ásamt
fleiri Albönum, vakti mikla athygli
enda þjáist drengurinn af slím
seigjusjúkdómnum sjaldgæfa. Al
þingi ákvað síðar að veita fjölskyldu
Kevis, og annarri albanskri fjöl
skyldu, ríkisborgararétt. Sögðu for
eldrar hans að það væri besta jóla
gjöf sem Kevi hefði getað óskað sér.
13. desember
Lést eftir árekstur
Banaslys varð á Suðurlandsvegi eft
ir harðan árekstur sem átti sér stað
nærri Lögbergsbrekku við Gunnars
hólma. Alls voru þrír einstaklingar
í bílunum sem lentu í árekstrinum
og lést einn. Maðurinn sem lést hét
Árni Grétar Árnason, fæddur árið
1934.
21. desember
Hjólreiðamaður
lést
Hjólreiðamaður lést
í umferðarslysi í Ár
túnsbrekku í Reykja
vík. Maðurinn varð
fyrir bíl rétt fyrir
klukkan sjö að morgni.
Loka þurfti veginum
fyrir umferð í rúma eina
og hálfa klukkustund með
an á rannsókn á vettvangi stóð.
Mekka
Smiðsbúð 2, 210 Garðabæ • Sími: 577 6670 • mbvg@mbvg.is • www.mbvg.is
LOSUM SPÍSSA!
Getum tjakkað spíssa úr mörgum gerðum bíla
án þessa að taka heddin af. Getum borað spíssa
úr 2.0L Renault, Nissan og Opel ef spíss slitnar.
Við óskum
landsmönnum
gleðilegs nýs árs!
Fljót og góð þjónusta!
Yfirförum og
gerum við tíma-
reimar, bremsur,
kúplingar, stýris-
ganga, dempara,
gírkassa eða
gangverkið eins
og það leggur sig.
Færum í skoðun
sé þess óskað.