Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Page 28
Áramótablað 29. desember 201528 Fréttir Erlendur fréttaannáll
Árið sem isis rændi okkur hugarró
JANÚAR
7.–14. janúar
Je Suis Charlie
Evrópa og heimsbyggðin stendur á
öndinni þegar tveir grímuklæddir
hryðjuverkamenn með alvæpni
ryðjast inn á ritstjórnarskrifstofu
hins umdeilda franska skopmynda-
blaðs Charlie Hebdo í París. Tíu
starfsmenn blaðsins eru myrtir auk
tveggja lögreglumanna. Fimm aðr-
ir særast alvarlega. Tveimur dög-
um eftir ódæðið eru árásar-
mennirnir króaðir af með
gísla í iðnaðarhúsnæði.
Árásarmennirnir eru
drepnir af sérsveitum
og gíslarnir frelsaðir.
Þann 11. janúar
tekur hátt í ein og
hálf milljón manna,
þar af rúmlega 40
þjóðarleiðtogar, þátt í
samstöðugöngu í París
gegn ofbeldisverkum öfga-
manna, til stuðnings tjáningar-
frelsinu og til minningar um þá sem
létust í árásunum á Charlie Hebdo.
Þremur dögum síðar, og viku eftir
ódæðið, lýsa al-Kaída-hryðjuverka-
samtökin í Jemen, ábyrgð á árás-
unum í París á hendur sér. Töldu
forsvarsmenn samtakanna að starfs-
menn Charlie Hebdo væru réttdræp-
ir vegna skopmyndateikninga þeirra
af spámanninum Múhammeð.
8. janúar
Dauðasveitir Boko
Haram
Hryðjuverkasamtökin
Boko Haram ráð-
ast inn í bæinn
Baga í Nígeríu
og jafna hann
nánast við
jörðu. Brenna
þeir nánast
hvert einasta
hús til grunna
og myrða hund-
ruð, ef ekki þús-
undir, saklausra borg-
ara í einni mannskæðustu árás
öfgamannanna hingað til. Forseti Ní-
geríu, Goodluck Jonathan, er harð-
lega gagnrýndur fyrir að fordæma
ekki árásina.
20. janúar
Vopnahlé að
engu orðið
Átök milli aðskilnaðarsinna og
stjórnvalda í austurhluta Úkraínu
gera nánast út um vopnahlé stríð-
andi fylkinga. Uppreisnarmenn ná
flugvellinum í Donetsk á sitt vald
og sannanir fyrir því að Rússar sjái
aðskilnaðarsinnum fyrir háþróuð-
um vopnum hrannast upp. Forseti
Úkraínu fullyrðir í kjölfarið að níu
þúsund rússneskir hermenn berjist
með uppreisnarmönnum í Luhansk
og Donetsk, en Rússar hafna því al-
farið.
21. janúar
Umdeilt boð í banda-
ríska þinginu
Forseti þingdeildar
bandaríkjaþings, John
Boehner, býður for-
sætisráðherra Ísraels,
Benjamin Netanya-
hu, að ávarpa þingið
án samráðs við Barack
Obama Bandaríkja-
forseta og ríkisstjórn
hans. Nokkuð sem álitið
er brot á starfsreglum. Þetta
skapar mikla spennu í samskiptum
Hvíta hússins og Boehner. Netanya-
hu samþykkir að ávarpa þingið í
mars, tveimur vikum fyrir kosn-
ingar í Ísrael. Boðið er álitið tilraun
repúblikana til að grafa undan utan-
ríkismálastefnu Obama sem hyggst
sniðganga heimsókn forsætisráð-
herrans.
23. janúar
Konungur fellur frá
Abdullah, konungur Sádi-Arabíu,
fellur frá níræður að aldri. Hálf-
bróðir hans, Salman prins, tekur við
stjórnartaumunum og heitir því að
halda áfram á sömu braut og for-
veri sinn.
FEBRÚAR
3.–15. febrúar
ISIS-liðar
myrða gísla
Hryðjuverkasamtökin alræmdu
taka flugmanninn Muath Kasabeh,
frá Jórdaníu, af lífi en hann hafði
verið tekinn höndum eftir loftárás-
ir sem skipulagðar voru af Banda-
ríkjamönnum. Stjórnvöld í Jórdaníu
svara með því að taka af lífi tvo ISIS-
liða og heita hefndum. ISIS taka tvo
japanska gísla af lífi.
6. febrúar tilkynnir ISIS að
bandarískur gísl, hin 26 ára gamla
Kayla Mueller, hafi látið lífið í loft-
árásum Jórdaníumanna þegar hús
sem henni var haldið í hrundi. Fjór-
um dögum síðar staðfesta banda-
rísk stjórnvöld og foreldrar Kaylu að
hún sé látin en að óvíst sé hvernig
dauða hennar bar að.
15. febrúar eru rúmlega 20 eg-
ypskir kristnir gíslar afhöfðaðir af
hópi skæruliða hliðhollum ISIS.
Þeim hafði verið rænt frá Sirte í
Líbíu. Egyptar svara með loftárásum
á Derna, höfuðvígi ISIS í austur-
hluta Líbíu.
6. febrúar
Kosningum frestað í
Nígeríu
Ákveðið er að fresta forsetakosn-
ingum, sem áttu að fara fram 14.
febrúar, um sex vikur þar sem yfir-
kjörstjórn telur að herinn geti ekki
tryggt öryggi kjósenda í norðaustur-
hluta Nígeríu. Ógnin er Boko
Haram. Grunsemdir vakna um að
forsetinn, Goodluck
Jonathan, hafi haft
talsvert um mál-
ið að segja enda
tvísýnt með úr-
slitin þar sem
hann sætir mót-
framboði frá
hershöfðingj-
anum fyrrver-
andi Muhammadu
Buhari.
12. febrúar
Vopnahlé í Úkraínu
Leiðtogar Rússlands, Úkraínu,
Þýskalands og Frakklands hittast á
neyðarfundi til að reyna að endur-
reisa vopnahlé í átökunum í Úkra-
ínu sem undirritað hafði verið í
september 2014 í Minsk. Eftir sextán
klukkustunda samningafund er nýr
sáttmáli undirritaður um vopnahlé
til að binda enda á átökin í austur-
hluta landsins.
14.–15. febrúar
Hryðjuverk í
Danmörku
Tveir eru myrtir í tveimur árásum
í Kaupmannahöfn í verstu hryðju-
verkaárásum í Danmörku í þrjátíu
ár. Í fyrri árásinni skýtur árásarmað-
ur inn á kaffihús þar sem sænski
skopmyndateiknarinn Lars Vilks
flytur erindi. Vilks er á dauðalista
al-Kaída vegna teikninga sinna af
Múhammeð spámanni, en hann
sleppur ómeiddur. Þrír lögreglu-
þjónar særast í árásinni sem kostaði
einn lífið. Árásarmaðurinn sleppur
en er hundeltur. 15. febrúar er önn-
ur árás gerð fyrir utan samkunduhús
gyðinga. Einn lætur lífið og tveir lög-
regluþjónar særast. Árásarmaðurinn
sleppur sömuleiðis. Síðar sama dag
er maður sem grunaður er um báðar
árásirnar skotinn til bana í skotbar-
daga við lögreglu.
16. febrúar er upplýst um að
árásarmaðurinn, Omar Abdel Ha-
mid El-Hussein, hafi verið sleppt úr
fangelsi tveimur vikum fyrir árásina.
Hafði hann setið inni fyrir að ráðast
á mann í lest vopnaður hnífi. Talið
er að El-Hussein hafi orðið róttækur
íslamskur öfgamaður í fangelsi.
27. febrúar
Stjórnar-
andstæðingur
myrtur
Einn helsti stjórn-
arandstæðingur
og gagnrýn-
andi Vladimírs
Pútín Rússlandsfor-
seta, Boris Y. Nemtsov,
er skotinn til bana á brú í
Moskvu skammt frá Kreml
í árás sem virðist þaulskipu-
lögð. Pútín fordæmir morðið
á Nemtsov og lofar því að finna
morðingjana í fjöru. Nemtsov hafði
gagnrýnt forsetann og stjórnarhætti
hans ítrekað opinberlega og naut
mikillar hylli andstæðinga Pútíns.
Af þeim sökum beindust böndin og
samsæriskenningar vegna morðsins
að Pútín. Tugþúsundir
komu saman í mót-
mælagöngu í
Moskvu daginn
eftir.
MARS
2.–13. mars
Skera upp herör gegn
ISIS
Með stuðningi frá Íran sker Írak
og íraski herinn upp herör gegn
hryðjuverkasamtökunum ISIS í Tik-
rit, heimabæ Saddam Hussein, sem
ISIS náði á sitt vald í júní 2014. Ríf-
lega tuttugu þúsund manna herlið
lætur til skarar skríða og tæpum
tveimur vikum síðar tekst að hrekja
ISIS úr Tikrit. Ósigurinn er álitinn
mikið áfall fyrir ISIS en sömuleiðis
tákrænn og mikilvægur sigur fyrir
Íraka þar sem Bandaríkjamenn
komu hvergi að aðgerðunum.
3. mars
Söguleg ræða
Forsætisráðherra Ísraels, Benjam-
in Netanyahu, ávarpar bandaríska
þingið og skýtur föstum skotum að
Barack Obama Bandaríkjaforseta.
Gagnrýnir hann harð-
lega samningavið-
ræður Obama-
stjórnarinnar við
Íran varðandi
kjarnorku-
áætlun þeirra.
Netanyahu
segir það afleit-
an samning að
reyna að fá Írani
til að stöðva áætl-
anir sínar. Segir hann
að samningurinn gæti boðað enda-
lok þjóðar sinnar þar sem hann
nær gulltryggi að Íranir muni koma
sér upp kjarnavopnum sem þeir
hyggist beita gegn Ísraelum. Tugir
demókrata sniðgengu ávarpið og
Obama fundaði ekki með forsætis-
ráðherranum meðan á heimsókn-
inni stóð.
18. mars
Skotárás í Túnis
Að minnsta kosti tuttugu
létu lífið þegar tveir vopnað-
ir árásarmenn hófu skothríð í
safni National Bardo-safninu í
höfuðborg Túnis. Upphaflega var
n Hryðjuverkasamtökin myrtu hundruð saklausra borgara n Hundruð þúsunda flýðu ISIS-ógnina og leituðu hælis í Evrópu n Móttökurnar gengið misjafnlega
Þ
að er óhætt að segja að
árið 2015 hafi verið árið
sem hryðjuverkasamtök-
in Íslamska ríkið (ISIS)
létu til skarar skríða svo
um munaði og rændu hinn vest-
ræna heim sem og aðra hugarró
og öryggi. Ítrekaðar og mann-
skæðar árásir öfgamanna í París,
víðar í Evrópu og annars staðar í
veröldinni hafa verið áberandi í
heimsfréttunum á árinu sem senn
rennur sitt skeið.
En á sama tíma og öfgaöfl hafa
ráðist gegn öllum þeim gildum og
frelsi sem siðmenntuð lýðræðis-
ríki halda í heiðri þá hafa þessir
harmleikir sýnt að samtakamáttur
og samstaða þjóða og íbúa þeirra
þjóða verður ekki svo auðveldlega
brotin á bak aftur. Ein birtingar-
mynd þeirrar skálmaldar sem ISIS
hefur tekist að vekja upp er að
hundruð þúsunda íbúa í höfuð-
vígjum þeirra, á borð við Sýrland,
hafa neyðst til að yfirgefa rústir
heimila sinna og halda í leit að ör-
yggi, friði og skjóli í Evrópu og ná-
grannalöndum. Sitt sýnist hverjum
um hvernig Evrópuþjóðum hefur
tekist til við að taka á móti þess-
um gríðarlega fjölda hælisleitenda
og flóttamanna. Sumar þjóðir hafa
staðið sig betur en aðrar, en sagan
mun vafalaust dæma þá sem dreg-
ið hafa lappirnar og gert minna en
þeir geta í þeim efnum.
Hér stiklar DV á stóru í helstu
heimsfréttum ársins 2015. Listinn
er hvergi nærri tæmandi eins
og gefur að skilja en gefur okkur
þó ágæta upprifjun á því helsta
fréttaefni sem verið hefur í kast-
ljósi fjölmiðla hverju sinni. n