Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Qupperneq 36
Áramótablað 29. desember 20152 Völvuspáin 2016 harður vetur Veturinn verður harður og snjó- þungur víða. Snjóflóð verða daglegt brauð á köflum, einkum fyrir norðan og á Vestfjörðum. Sveitarfélög víða um land munu þurfa að nýta tæki, tól og mannskap til hins ítrasta. Þetta verður kostnaðarsamt og erf- iður biti fyrir mörg sveitarfélög. Höfuðborgarbúar munu finna á eigin skinni hve mjög er búið að skera niður í grunnþjónust- unni, þar sem einfaldlega verða ekki nógu margar gröfur og ýtur til að halda borginni greiðfærri í vetrarhörkunum. Hún lítur upp og skrifar um leið og hún segir. „Ég sé nístandi sársauka.“ Hún svarar ekki frekari spurning- um en segir þó mánuðinn vera mars. Vorið kem- ur með meiri krafti en við höfum þekkt í nokkur ár. Það hikar en þó þannig að þetta verður gott vor. Kal mun hrjá bændur einkum norðanlands og klakasvellin verða þykk og þrautseig. Sumarið verður gott. Ólíkt því sem oft hefur verið munu lands- hlutarnir allir fá sína góðu hluta sumars. Akureyringar, sem hafa kvartað yfir sumrum hin síðari ár, geta tekið gleði sína á ný. Hitamet falla í einum landshluta. Það koma þannig dagar á Suðvesturlandi að rjómablíðan á vart sinn líka, í Reykjavík til dæmis. En það koma rigningakaflar sem taka á taugarnar. Hvað er íslenskara en það? Haustið verður milt en mikil haustlægð, sem kemur snemma, mun valda búsifjum. Krappasta lægð sem hefur komið svo snemma til Íslands. Veturinn gengur rólega í garð utan mikils frostakafla í nóv- ember sem ætlar engan endi að taka. En þessum kafla fylgir stað- viðri, logn og frost í hálfan mánuð. Góðæri oG verðbólGa „Það er komið góðæri.“ Það er engin tónn í röddinni, hún talar eins og hún sé fjar- ræn. Hún skrifar eitt stakt orð á blaðið, stórum stöfum. Orðið er bál. Hún segir verðbólgu ná sér á strik síðari hluta ársins. Það mun ekki takast að slökkva það bál á þessu ári segir hún. Fyrirtæki hagnast í auknum mæli. Fjárfesting er þó víða það mikil að ástæða er til að óttast. Upp- gangurinn verður hraður og hann verður mikill og á flestum sviðum. Áður en síld fer að veiðast verðum við laus undan viðskiptabanni Rússa. Það verður hátíðisdagur í sjávarútvegi. Niðurstaðan verður túlkuð sem mik- ill ósigur fyrir Gunnar Braga Sveins- son utanríkisráðherra sem vill fylgja ESB í málinu í einu og öllu. Lands- menn eru almennt ekki á sama máli, ekki heldur samflokksmenn ráðherrans eða aðrir ráðherrar í rík- isstjórninni. Hann er eyland og fleiri gerast vinir Pútíns en fyrirfram hefði þótt líklegt. Loðnuvertíðin verður erfið. Nóg af loðnu en verð lágt og markaðir erfiðir. Helstu nytjastofnar, svo sem þorskur, karfi og rækja, verða á eðli- legu róli. Makríll verður áfram ólGa oG umbrot - 2016 Árið 2016 er ár ólgu, uppgangs og umhleyp-inga. Á sama tíma er það ár öfga á svo mörgum sviðum. Það er líka ár sigra og glæsileika en í bland við hörmungar.“Svona talar völva DV eftir að hafa um nokkurt skeið rýnt inn í framtíðina með skyggnigáfu sinni. Hún er kona sem nýtur aðstoðar víða að og sú aðstoð er ekki bundin við þennan heim. Hún vill ekki ræða í smáatriðum hvernig hún safnar vit- neskju sinni. Það má þó vera ljóst að þetta tekur á hana. Hún skrifar niður í stílabók og stundum biður hún um spurningar en þess á milli skrifar hún sem væri hún óð. Rithöndin breytist. Stundum er hún kven- leg og samfelld. Eitt blaðið er óskiljanlegt krass. Stundum skrifar hún með prentstöfum og það grófum. Loftið er þrungið spennu og lykt af höfugu reykelsi eykur á dulúðina. Hún hefur áður spáð fyrir DV um framtíðina, en ekki síðustu ár. Um hvað á spyrja þegar maður sest niður í þeirri forréttindaaðstöðu að fá upplýsingar um framtíðina? Skipulag er lykilatriðið og að fara yfir allt sviðið. Ég er búinn að skipta umræðuefnunum upp í flokka til að einfalda verkið. Hún setur fyrirvara. „Ég er að túlka það sem mér er sýnt og sagt.“ Ég glotti. „Þú treystir þér samt alveg í þetta, er það ekki?“ Hún játar því og lofar að gera þetta eins vel og aðstæður leyfa. „Það er nógu gott fyrir mig. Byrjum á veðrinu. Það er klassískt.“ Eggert Skúlason settist niður með Völvunni og skráði. TERTUR PAKKAR RAKETTUR SMÁVARA OPNUNARTÍMAR 28.- 29.- 30. des. 10–22 31. desember 9–16 www.stjornuljos.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.