Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Síða 42
Áramótablað 29. desember 20158 Völvuspáin 2016 nútímanum. Sjálfstæðisflokkurinn 2.0. Nefndinni tekst ágætlega til og fylgi við flokkinn eykst eftir því sem líður á árið – ekki í neinum stökk- um en það er stígandi í kortunum. Grundvallarbreytingarnar sem framtíðarnefndin leggur til eru að leggja grunn að sátt í málum sem hafa klofið þjóðina í herðar niður. Þar er sérstaklega sjávarútvegskerfið undir og átökin um nýtingu náttúru landsins. Þetta verður gott ár fyrir Bjarna. Forsætisráðherrastóllinn gæti verið framundan. Helstu ógn- irnar í þeim efnum eru innan Sjálfstæðisflokksins sjálfs og tengj- ast menntamálaráðherranum Illuga Gunnarssyni, sem sleikir sár sín eftir pólitísk axarsköft og kemst að því að pólitíkin getur verið algjör tík. svartipétur Ólöf Nordal situr uppi með svarta- pétur. Það er nánast ómögulegt að vera innanríkisráðherra á Íslandi þegar kemur að flóttamannavand- anum. Fjölmiðlar beita sér af krafti og segja sögur þess fólks sem leitar til Íslands í von um framtíð. Ólöf og hennar fólk verða alltaf skrefi á eft- ir og gera ekki annað en að slökkva elda. Ástandið skánar þó þegar kemur fram í maí og norska að- ferðin, eða 48 stunda reglan, verð- ur tekin upp. Ólöf er samt löskuð í pólitík eftir flóttamannamálin. Hún styrkir stöðu sína undir lok árs. prófkjör og ný andlit Síðla árs fer að hylla undir prófkjör hjá flokkunum. Þar koma ýmis ný nöfn fram á sjónarsviðið. Einnig nöfn fólks sem var hætt en hyggur á endurkomu. Sérstaklega verður þetta áberandi á vinstri vængnum. Nokkuð verður um að frétta- og fjöl- miðlamenn reyni fyrir sér í þessum prófkjörum. Framundan eru átök. Bræður munu berjast. Hjaðninga- vígin verða blóðug. Með vinstri vænginn í uppnámi og óvissu um sameiningaráform stefna flestir hátt í prófkjörum og oft hærra en raun- hæft er. Frostavetur er framundan í stjórnmálum undir lok árs. Það frost mun snerta alla flokka en mestur verður gaddurinn á vinstri vængn- um. Athygli vekur að ólíklegasta fólk meldar sig sem Pírata og vill fram- gang á þeirra vegum. Ekki gleðjast allir sem þar eru fyrir á fleti. Ýmsir úr hópi stuðningsmanna Össurar Skarphéðinssonar vilja sjá hann í framboði næst undir merki sjó- ræningjaflokksins. forseta- kosningar Það verður brotið blað í forsetakosningum. Margir bjóða sig fram og dramatík- in verður mikil. Eftir alls konar beygjur og mikið álag á langlundargeð margra mun Ólafur Ragnar áfram sitja á Bessastöðum. Hann mun þó lýsa því yfir að hann muni ekki sitja fjögur ár. Hann ætlar sér að fylgja nýrri stjórn- arskrá úr hlaði áður en hann segir skilið við embættið. En beygjurnar verða margar á leiðinni og á köflum verður kosningabaráttan harðari en áður hefur sést í slíkum kosningum hér á landi. Ólafur mun gefa í skyn að hann ætli ekki fram. Helstu texta- sérfræðingar munu ekki geta sagt afdráttarlaust hvað hann á við. En spyrjum að leikslokum. reykjavík Meirihlutinn á í vök að verjast allt árið. Kúturinn sem Dagur B. held- ur í raun í og heldur honum á floti, er máttlaus stjórnarandstaða í borginni. Sú lélegasta um áratuga- skeið. Fjárhagsstaða borgarinnar er myllusteinn Dags og þegar sí- fellt kemur betur í ljós að embættis- menn og kjörnir fulltrúar draga ekki úr utanlandsferðum og dagpeninga- greiðslum molnar úr undirstöðum sem Dagur hefur treyst á. Orkuveita Reykjavíkur sætir gagnrýni og fram koma ásakan- ir um bruðl. OR þráast við að lækka gjaldskrá og setur fram rök sem flestir sjá í gegn- um. Þarna er Íslandi rétt lýst. Einu sinni hækkun – aldrei lækk- un. Nýtt afl lítur dagsins ljós í borginni og til Með svarta pétur Ólöf Nordal er með flóttamannamál á sinni könnu. Hún verður alltaf skrefi á eftir umræðunni. Þar til … TERTUR PAKKAR RAKETTUR SMÁVARA OPNUNARTÍMAR 28.- 29.- 30. des. 10–22 31. desember 9–16 www.stjornuljos.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.