Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Qupperneq 56
Áramótablað 29. desember 201510 Völvuspáin 2016 að byrja með virðist það ekki lík­ legt til stórræðanna. En oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Í þessu nýja afli munu á endanum ná saman borg­ araleg öfl þvert á flokka. Völvan sér hér áberandi tengsl við stóru út­ hverfin sem hafa fengið nóg af því að borgarfulltrúar komi allir úr 101 Reykjavík eða Vesturbænum. Ný dögun er framundan í Reykja­ vík en það átta sig ekki allir á þeim mikla krafti sem þetta nýja afl mun virkja. Flugvallarmálið verður enn eitt árið í deiglunni. Átökin harðna en undir lok árs verður gert samkomu­ lag sem bindur endi á þessar deilur. Flugvöllurinn verður í Vatnsmýri. KR Íslands- meistaRi Ísland fær verðlaun á Ólympíuleik­ unum í Ríó. Þar er einstaklingur á palli og eins og gefur að skilja gleðst lítil þjóð. Á sömu leikum kemur upp lyfjahneyksli sem tengist ekki ís­ lenskum keppendum, en leikarnir fá á sig svartan blett. Kylfingar halda áfram að gera góða hluti á erlendri grund. Þar eru afreksmenn í mótun og einn eldri kylfingur sem nær eftirtektarverð­ um árangri. Hvað með fótboltann? Sérðu hverjir verða Íslandsmeistarar? Völvunni okkar er sýnilega ekki vel við svona beinskeytt­ ar spurningar. Hún grettir sig. En skrif­ ar þó; KR verður Íslandsmeistari. Svarthvítir girða sig í brók og stjórnin, sem oft er helsta vandamálið í Vesturbænum ásamt ómann­ eskjulegum kröf­ um stuðnings­ manna, verður ekki til trafala. KR kemst yfir þetta og verður Íslandsmeistari 2016. Lagið hans Bubba ómar hátt og snjallt. „Við höfum styrk á við hvaða foss.“ Handboltastrákarnir okkar fara til Póllands á EM og mun þetta mót ekki fara í sögubækurnar. Þeir verða sér alls ekki til skammar en þetta mót er ekki eitt af þeim sem íþróttasagan mun geyma sérstak­ lega. Bara einn dálkur í tölfræðinni. Í framhaldinu verða miklar breytingar á handknattleiksforyst­ unni og fleiri en einn lykilmaður munu hætta. Þetta gerist þó án ein­ hverra átaka. Endurnýjunin er tíma­ bær að mati svo margra. Stelpurnar okkar í fótboltanum gera góða hluti og kynslóðaskipt­ in í landsliðinu eru að ganga upp. Slagurinn um að vinna riðilinn er við skosku stelpurnar. Ísland tap­ ar að öllum líkindum fyrri leiknum en vinnur þann síðari og það með meiri mun. Þannig tryggir liðið sig áfram á úrslitakeppni EM 2017. Þær gefa strákunum ekkert eftir og eru flott lið. dRamatÍK og dómaRa- sKandall Þjóðin flytur til Frakklands í sumar til að horfa á karlalandsliðið okkar í fótbolta spila í fyrsta skipti á stór­ móti. Þetta verður ævintýra­ för. Dramatíkin verður alls ráðandi. Dómara­ hneyksli er við það að kosta Ísland sæti í útsláttarkeppn­ inni en á undra­ verðan og ótrú­ legan hátt kemst liðið upp úr riðlin­ um. En það verð­ ur dýrkeypt og það verður dramatískt. Þar verðum við slegin út á auðveldan hátt af einu af stóru liðunum sem síðar á eftir að leika til úrslita um titilinn. Hverjum er ekki sama um það? Við höfum náð stórkostlegum ár­ angri og fyrirliðinn Aron Einar mun koma mjög sterkur út úr mótinu. Horft er til hans úr öllum áttum. Landsliðsþjálfarinn Lars Lager­ bäck mun fallast á að gera nýjan samning við KSÍ en hann verður styttri en vonir stóðu til. Snillingur­ inn segist vera orðinn latur með aldrinum. Lars verður sæmd­ ur orðu frá ís­ lenska ríkinu á árinu. Svíinn ró­ legi hefur unnið sér ævarandi sess meðal þjóðarinnar. Frímerki verður einnig gefið út af þessu tilefni. ÖnnuR leifs- stÖð og lest Hvað með samgöngur? Spyr hún allt í einu. Viltu ekki vita eitthvað um þær? Jú, endilega. Hvalfjarðargöngin verða í sviðs­ ljósinu og grænt ljós verður gefið á að bæta við göngum. Sú fram­ kvæmd kemst á kortið og menn flýta sér. Og loksins kemst skriður á verkefnið um Sundabraut. Sömu aðilar munu vilja stækka göngin og gera Sundabrautina. Það verður víða mikil umferð, sérstaklega á Suðurlandi með alla þessa ferðamenn. Kynnt verða stór­ felld áform um að tvöfalda hring­ veginn á stórum kafla á Suðurlandi. Þetta verður gríðarstór og mikil framkvæmd. Og löngu tímabær. Leifsstöð heldur áfram að vera of lítil, alveg sama hvað menn stækka hana hratt. Fram koma hugmyndir um að byggja aðra stöð við hliðina til að anna áframhaldandi hröðum vexti og aukinni eftirspurn frá mörg­ um flugfélögum. Þessar hugmyndir eru ræddar í fullri alvöru. Hugmynd um lest milli Keflavík­ ur og Reykjavíkur nýtur vaxandi vinsælda og margir vilja ólmir hefj­ ast handa. Stórt skref verður stigið á árinu í átt að því að lestin verði að veruleika. Hugmyndir um að endurvekja Akraborgina milli Reykjavíkur og Akraness fá góðan hljóm­ grunn. Ráðist verður í athugun á málinu og allar líkur eru á að siglingar hefjist á ný. Skemmti­ ferðaskipum fjölgar enn og þröng verður á þingi í Reykja­ víkur­ höfn og á Akur­ eyri. Íslensk ferðaskrifstofa veltir fyrir sér að kaupa skemmti­ ferða­ skip og hefja siglingar héðan um sumartímann. Þessar hugmyndir vekja mikla athygli en eru ekki ann­ að en hugmyndir á þessu ári. PútÍn KemuR og Hollywood- bRúðKauP Vladimír Pútín mun óvænt og með stuttum fyrirvara koma til Ís­ lands. Hann verður ber að ofan við laxveiðar og skellir sér einnig á gæsaskytterí. Hann á fund með ráðamönnum sem verður ár­ angursríkur. Þessi heimsókn mun eðlilega vekja heimsathygli og styrkja stöðu Íslands á al­ þjóðavettvangi. Mikil mótmæli verða í tengslum við komuna en Pútín hristir þau af sér og lætur engan bilbug á sér finna. Sig­ mundur Davíð fær að kenna á því að hafa tekið á móti þess­ um umdeilda leiðtoga stórveldisins í austri. En til lengri tíma litið mun hann græða á málinu. Það kemur sér vel í þessu máli, að forsætisráðherr­ ann er eini valdamað­ urinn sem forseti Íslands treystir. Ólafur Ragnar er ekki fædd­ ur í gær og spilar meistaralega úr sínum spilum þegar leiðtogi Rússa mætir til landsins. Tvær af stór­ stjörnum hvíta tjaldsins velja Ís­ land til að gifta sig. Þetta verður ÍslandsmeistaRaR 2016 Svartir og hvítir KR-ingar fagna titlinum á nýju ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.