Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 60
Áramótablað 29. desember 201514 Völvuspáin 2016 Eurovision – hvEr fEr út? Forkeppnin verður með æsilegra móti, þó svo að hún sé öll tónuð niður vegna niðurskurðar. Gömlu skemmtikraftabrýnin verða meira áberandi en oft áður. Sá sem fer fyrir okkar á hönd á endanum hefur farið áður. Okkur gengur ekki vel í keppninni að þessu sinni. Því miður. Bara ekki okkar ár í Eurovision. Eins og svo oft áður verður þetta keppni milli fyrrver- andi Sovétlýðvelda og Norðurland- anna – nema Íslands og Noregs. Austurblokkin vinnur í ár. Dómsmál Jón Ásgeir Jóhannes son mun velta þungu hlassi þegar hann vinnur dómsmál í útlöndum og mun það hafa veruleg áhrif hér á landi og skipta tugi einstaklinga miklu máli. Gagnrýni á Hæstarétt heldur áfram og einkum er það forseti réttarins sem situr undir ásökunum. Seint á árinu dregur til tíðinda og er allt út- lit fyrir að forseti Hæstaréttar dragi sig í hlé til að bjarga orðstír réttar- ins. Margir munu sækja að honum áður og úr mörgum áttum. Hneykslismál úr herbúðum sér- staks saksóknara mun fara hátt og víða. Ástamál innan embættisins og háar greiðslur til starfsmanna valda hneykslun. Fleiri bankamenn verða dæmd- ir og fá þeir þunga fangels- isdóma. Símon grimmi verður í essinu sínu. Kvíabryggja verður eins barinn á Hótel 101 var árið 2007. Endurupp- tökunefnd mun komast að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á einum útrásarvík- ingi í nýlegum dómi Hæstaréttar. Það verður erfitt fyrir hæst- ráðendur þar að kyngja þeirri niðurstöðu. Skattrannsóknastjóri nær ekki að gera sér mat úr þeim upplýsingum sem keyptar voru af upp- ljóstrurum. Í ljós kemur að upplýs- ingarn- ar eru of gamlar og málin fyrnd. Emb- ættið mun í framhaldi af þessu þurfa að gera grein fyrir af hverju þessi leið var farin á sínum tíma. Þetta verð- ur erfitt ár fyrir Bryndísi og hennar fólk. mafía og hryðju- vErkamEnn Upp kemur alvarlegt mál innan fangelsis á Íslandi. Lögregla mun rannsaka málið en fangavörður er grunaður um að vera samstarfs- maður þeirra fanga sem um ræðir. Málið er umfangsmikið og teygir anga sína út fyrir landsteinana. Eitt mest hrollvekjandi mál sem upp kemur á Íslandi á árinu verður handtaka tveggja eftirlýstra hryðju- verkamanna þegar þeir koma til landsins. Gríðarlegur við- búnaður verður vegna þessa og nánast allt lögreglulið á suðvestur- horni lands- ins tekur þátt í aðgerðunum. Mennirnir eru yfirbugaðir og í ljós kemur að þeir áttu bara leið um Ísland en voru ekki að koma hingað til lands til að fremja ódæði. Íslensk lögreglu yfirvöld fá hrós fyrir málið í hinu alþjóðlega samfélagi. En Keflavíkurflugvöllur verður oftar miðdep- ill alþjóðlegra mála. Upp kemst um fangaflug sem stundað hef- ur verið um nokkurt skeið í gegnum völlinn. Þetta mál skek- ur íslenska kerfið og opinber rannsókn er sett af stað. Ekki sér fyrir endann á mál- inu í lok árs, en fæstir í stjórnkerfinu hér virðast hafa haft hugmynd um mál- ið. Mikil um- ræða verður um skipulagða glæpa- starfsemi á Íslandi. Mafía sem kennd er við Eystrasaltslöndin verður upprætt og mörgum meðlimum hennar vísað úr landi. Þetta mun ekki gerast átakalaust og mun lögregla þurfa að beita skot- vopnum í uppgjöri við þessi öflugu samtök sem síðar er upplýst að hafi staðið að baki margvíslegum glæp- um. Eftir þetta mun gagnrýni á vopnaburð lögreglu almennt heyra sögunni til. Baltasar mEð stóran samning Þetta verður frjótt ár hjá listamönn- um á Íslandi og erlendum lista- mönnum sem munu koma til Íslands. Samstarf íslensks lista- manns og erlendrar stór- stjörnu mun vekja mikla athygli. Þetta samstarf mun verða upphafið að ein- hvers konar nýrri list. Justin Bieber mun gera allt vitlaust á Íslandi á tón- leikum sem hann heldur og hann mun ekki bara halda eina tónleika – heldur mun hann bæta við aukatónleikum. Á þá mun einnig seljast upp á örskotsstund. Íslensk stúlka kennir Bieber barn og munu þær frétt- ir vekja heims- athygli. Bieber talar fallega um Ísland og tengsl hans við landið munu verða áber- andi. Björk Guð- mundsdótt- ir verður mikið í fréttum. Og þá ekki fyrst og fremst fyrir list. Hún gerir sig æ meira áber- andi í stjórnmálum og skiptir sér af Íslandi úr fjarlægð. Fjármál hennar verða til umfjöllunar og reiðist söngkonan og hennar hirð vegna þeirr- ar umfjöllunar. Heift hleyp- ur í málið. En listamaður með rætur í Þýska- landi stendur eins og klettur við hlið hennar. Leikhúslífið blómstrar og sækir í sig veðrið. Þó nokk- ur ný samtímaverk njóta vin- sælda og gera góða hluti. Bæði Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið njóta góðs af. Nýir leikarar koma fram á sjónarsviðið í þessum stykkjum og eru komnir til að vera. Baltasar kvikmynda- gerðarmaður heldur áfram sinni Everestgöngu í Hollywood. Hann landar risavöxnum samningi á þessu ári um gerð stærstu myndar sem hann hefur komið ná- lægt á sínum ferli. Myndin er hörð gagnrýni Hæstiréttur sætir harðri gagnrýni á árinu og það úr mörgum áttum. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is M.BENZ C 180 CDI 07/2014, ekinn 39 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. OKKAR BESTA VERÐ 5.490.000 kr. Raðnr.254586 BMW 520D XDRIVE M-PACK F10 04/2015, ekinn 5 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. OKKAR BESTA VERÐ 8.750.000 kr. Raðnr.254416 AUDI A6 2.0 TDI S-LINE 08/2014, ekinn 16 Þ.km, disel, sjálfskiptur, gríðarlega vel búinn! Verð: 7.980.000 kr. Raðnr.254356 M.BENZ E 200CDI T BLUETEC AVANTGARDE 11/2014, ekinn 28 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur. Verð: 6.990.000 kr. Raðnr.254418 AUDI A6 2.0 TDI 05/2012, ekinn 50 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. OKKAR BESTA VERÐ 6.290.000 kr. Raðnr.254089
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.