Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 68
Áramótablað 29. desember 201540 Fólk Viðtal Ég er örugglega klárari en margir því ég er búin að finna út hvar best er að vera. Hvar best er að ganga. Ég geng um á hælum og er mjög ánægð með það,“ segir Alma nokkuð stolt af sjálfri sér. Skerðingin stoppar ekki Aðspurð segir hún fötlunina ekki láta stoppa hana í neinu sem hana langar að gera. Nánast engu. „Þessi spurning getur verið viðkvæm meðal fatlaðs fólks. Því í raun er það aldrei mín skerðing sem stoppar mig, held- ur frekar umhverfið,“ útskýrir Alma. „Ég fer reyndar ekki í sund þó að ég geti alveg synt. Ég bara nenni því ekki. Það er vesen. Ég á ekki safn af fótum, þó að ég gæti eflaust fengið fleiri fætur, en það getur verið basl að eiga við Tryggingastofnun. Ef ég vildi fá sérstaka baðfætur þá þyrfti ég að senda bréf með rökstuðningi fyrir því að ekki sé um lúxusvöru að ræða. Ég nenni því ferli ekki.“ Alma segist þó fara í heita pottinn með vinkon- um vinum sínum, en þá notar hún gamla fætur. Alma segir eðlilegt að fólk stari á eitthvað sem það er ekki vant að sjá og því sé ekki óeðlilegt að fatlað fólk mæti starandi augum í sundi. Hún bendir jafnframt á að þetta sé eitt- hvað sem samfélagið geti breytt. Ef fatlað fólk væri meira áberandi, til dæmis í auglýsingum, þá væri það ekki jafn framandi í augum annarra. Hún tekur sem dæmi auglýsingu frá snyrtivörufyrirtækinu Dove, sem einsetti sér að fagna fjölbreytileik- anum með konum af öllum stærð- um og gerðum og af mismunandi kynþáttum. Alls konar konum, nema fötluðum. Var sögð vera „frík“ „Það er líka staðreynd að fatlaðar konur þykja ekki vera kynverur. Þær þykja ekki fallegar eða aðlaðandi. Þær passa ekki inn í þetta svokallaða norm. Þetta er mjög þreytandi,“ segir Alma. Hún viðurkennir að vissulega spái hún stundum í þetta hvað hana sjálfa varðar. „Ég sé til dæmis aldrei konur sem eru eins og ég auglýsa fal- leg nærföt. Auðvitað hugsa ég stund- um: „Já, þetta hlýtur að vera rétt, ég hlýt að vera eitthvert ógeð. Ég hlýt að vera bara frík, eins og var einu sinni sagt við mig.“ Ef við sæjum oftar fólk sem fellur ekki undir það sem við skilgreinum sem norm, þá myndum við kannski hætta að hugsa svona – að maður sé ógeðslegur, frík eða ekki aðlaðandi,“ segir Alma en hún á orðið gott safn óviðeigandi ummæla sem karlmenn hafa látið falla á stefnumótum í gegnum tíðina. Hún kallar safnið Kokteilhandbókina sína, sem er lýsandi fyrir hennar léttu lund og gamansömu sýn á lífið. „Þetta hefur verið að gerast snemma í stefnumótaferlinu. Þetta eru sem betur fer ekki menn sem ég hef átt í sambandi við. Ég hef verið kölluð frík. Sögð algjör tímasóun. Sögð hafa ráðskast með tilfinningar manns, hafa logið, fyrir að hafa ekki opinberað mig strax. En af hverju ætti ég að gera það? Þetta skilgrein- ir mig ekki sem persónu. Ekki frekar en gleraugu gera fyrir þá sem stund- um nota linsur og villa þannig á sér heimildir. Mér var einu sinni sagt að ég skyldi ekki halda að ég væri eitt- hvað merkilegri. Ég var líka einu sinni spurð að því hvort börnin mín myndu fæðast án fóta, ef ég eignað- ist börn. „Þú sagðist vera 172 senti- metrar á hæð, hvernig geturðu verið það?“ var einu sinni sagt við mig. Það var svolítið gott líka. Fólk virðist halda að það megi segja hvað sem er við mann ef maður er fatlaður. En þegar fólk segir svona þá er það greinilega bara útlitið sem það sæk- ist eftir.“ Alma tekur þó fram að svona framkoma sé svo sannarlega ekki al- gild hjá karlmönnum sem hún hefur hitt í gegnum tíðina. Því fer fjarri. En slík hegðun aðgreini sem betur fer rotnu eplin fljótt frá hinum. „Svona „app deitmenning“ hentar mér til dæmis ekki. Þá gæti ég verið að ljúga til um vöru. Mér var allavega einu sinni sagt að ég væri að selja ranga vöru. Ég vil ekki svekkja fólk, eyða tíma þess eða selja ranga vöru,“ segir hún kímin. Fötlunin kemur málinu ekki við Alma bendir á að máttur fjölmiðla, tískuheimsins og auglýsenda sé mjög mikill þegar kemur að því breyta viðhorfi fólks til hins betra. Það sé nauðsynlegt að sýna fjöl- breytileikann í samfélaginu, leyfa fólki að njóta lífsins á eigin forsend- um, ekki annarra. „Ég vil sjá þetta breytast. Út með þessar staðalímyndir og þessa for- dóma. Og þessa neikvæðu hugs- un um að fatlað fólk sé einhverjar kerfissugur eða góðgerðaþiggjendur. Að fatlað fólk eigi bara að vera þakk- látt fyrir það sem það hefur. Ég þarf ekki að vera þakklát fyrir eitt eða neitt, ekki frekar en næsti maður. Það á heldur ekki að vera eðlilegt að vera klappað á bakið og fá að heyra að maður sé duglegri en einhver annar bara af því maður er fatlaður. Það má auðvitað gera það ef maður afrekar eitthvað stórbrotið í lífinu. En ekki á þeim forsendum að mað- ur sér fatlaður. Fötlunin kemur mál- inu ekkert við. Ég er bara dugleg, því mér finnst gaman að vera til og hafa margt fyrir stafni. Ég hefði verið það hvort sem er, með eða án gervifóta,“ segir Alma, en tekur fram að það séu alls ekki allir sammála henni hvað þetta áhrærir. „Mér finnst ótrúlega merkilegt að minn líkami sé mæli- stika. Að það sé tikkað í box, þetta vantar og hitt vantar, og að útkoman sé 75 prósent öryrki. Það er ekkert verið að spá í hvað ég get. Bara hvað ég get ekki.“ Ekkert klapp á kinnina Fólk er stundum forvitið um gervi- fæturna og skilur jafnvel ekki hvernig Alma getur gengið á þeim. Sérstak- lega fólk af eldri kynslóðinni. „Það er ekki vant þessu. Amma og afi áttu til dæmis mjög erfitt með allt það sem gerðist. Þau náðu því ekki hvernig þetta væri hægt og ég skil það mjög vel. Fólk má líka alveg spyrja að vild. Ég hef ekkert að skammast mín fyrir. Svona er ég bara og ég er mjög stolt af því. Ef fólki finnst þetta ógeðslegt eða hræðilegt þá verður það að eiga það við sjálft sig. Ég finn frekar til með því fólki.“ Hún segist reyndar mjög heppin að upplifa ekki dagsdaglega þetta neikvæða viðhorf sem margt fatlað fólk upplifir. „Það er enginn að klappa mér eða strjúka mér um kinnina og segja greyið. Ég slepp við það. Ég skil ekki af hverju fólki finnst það hafa rétt á því að ganga upp að manneskju sem er öðruvísi en normið, strjúka henni um kinnina, brosa frama í hana og segja „greyið, en hvað þú ert dugleg“. Hver leyfir sér það?“ Alma hefur einsett sér á nýju ári að læra að þykja vænna um sjálfa sig. Þó að hún sé sátt í eigin skinni, þá líður henni stundum eins og hún falli ekki undir skilgreiningu á norm- inu. Það getur angrað hana, þó að hún vilji ekki láta það hafa áhrif. „Þetta er kannski í þversögn við það sem ég hef verið að segja. Stund- um er ég minn versti óvinur. En ég ætla að reyna að elska mig eins og ég er og njóta þess. Það hefur ekki bara með gervifæturna og líkam- legu skerðinguna að gera, heldur líkamann almennt.“ n Sátt í eigin skinni Alma hefur einsett sér að á nýju ári muni hún læra að þykja vænna um sjálfa sig. Þó að hún sé sátt í eigin skinni, þá líður henni stundum eins og hún falli ekki undir skilgreiningu á norminu. Það getur angrað hana, þó að hún vilji ekki láta það ná til sín. Mynd Sigtryggur Ari „ Í janúar þurfti ég að staðfesta enn og aftur að ég væri 75 prósent öryrki, að Alma væri enn aflimuð fyrir neðan hné og framan af níu fingrum. „Þú sagðist vera 172 sentimetrar á hæð, hvernig geturðu verið það? og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.