Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Side 72

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Side 72
Áramótablað 29. desember 201544 Umræða Á tímum samfélagsmiðla, fréttanetmiðla og síaukinna samskipta á netinu fer fátt sem fólk lætur frá sér fram hjá almenningi. Hvort held- ur sem er í opinberri umræðu, í fréttum, á þingi, á Facebook eða Twitter. Minnsti logi getur orðið að miklu báli ef deildar meiningar eru um inntak þess sem sagt er. Á meðan einn getur hrósað þeim sem mælti fyrir ummælin eru alltaf hundrað reiðubúnir að hneykslast á þeim í netheimum. Árið 2015 var ekki frábrugðið fyrri árum hvað það varðar að það féllu mörg gullkorn, fleyg ummæli og jafnvel afar um- deild ummæli sem komust í kast- ljós fjölmiðla. DV hefur tekið saman brot af þeim ummælum sem fengu fólk til að tala á árinu. Listinn er þó hvergi nærri tæmandi. n „Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna. n Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, í Facebook-færslu um Björk Guðmundsdóttur.„Malín átti í miklum fjárhagserfið­ leikum og ég líka. Þessi hugmynd kom út frá þessari stöðu sem við vorum í. Malín gisti hjá mér eitt kvöldið og þessi hugmynd kviknaði. n Hlín Einarsdóttir í samtali við DV í júní en hún og systir hennar, Malín Brand, voru handteknar af sérsveit lögreglunnar í Hafnarfirði, eftir að hafa reynt að kúga fé úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráð- herra og eiginkonu hans.„Þetta er ábyggi­ lega gildra. n Malín Brand lýsti því í viðtali við Stundina í nóvember hvað hún hefði hugsað þegar þær systurnar ætluðu að inn- heimta peningana, sem þær voru að reyna að kúga út úr forsætisráðherra. „Ég hefði átt að gúggla betur, ég hefði átt að skoða betur forsendur og ástæður, hvað hann væri búinn að vera að skrifa. Gerði það ekki. n Sveinbjörg Birna Sveinbjörns­ dóttir viðurkenndi í Kastljósi í mars að það hefðu verið mistök að skipa Gústaf Níelsson sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar. Ræða Sveinbjargar var klippt saman í popplag af Nútímanum og sló mynd- bandið rækilega í gegn. „Svona áburður er óþolandi. n Þorsteinn Sæmundsson, þing- maður Framsóknarflokks, á þingi um ummæli Lilju Rafneyjar Magnús- dóttur, þingmanns VG, um að ónafn- greindur þingmaður væri ölvaður í vinnunni.„Hvaða kynvill­ ingur hefur haft svona slæman smekk? n Guðbergur Bergsson rithöf- undur í kjallara- grein í DV í október um kollega sinn, Hallgrím Helgason, sem hafði lýst kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir á sínum yngri árum í bók- inni Sjóveikur í München. „Hefur bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Ís­ landi verið kannaður og hvort einhverjir „ íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðju­ verkamanna eða barist í Afganistan, Sýrlandi eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima. n Ásmundur Friðriksson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, í Facebook- færslu í janúar. „Hann er óþverri sem veður í menn áður en hann spyr svo ekki er hægt að svara stungum hans sem eru jafnan í bakið á fólki. n Ásmundur Friðriksson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, var allt annað en sáttur við skrif Björns Vals Gíslasonar, varaformanns VG, á Face- book nú í desember. Björn Valur hafði gagnrýnt Ásmund fyrir að taka sér frídag til að árita bók sína í Ey- mundsson í Vestmannaeyjum. „Ég fékk einhverja magakveisu þenn­ an dag og hélt engu niðri. Ég ældi út um allt. Ekki bara á leiðinni út heldur í Washington og í flugvél­ inni á leiðinni heim. Ég er á leiðinni til læknis núna seinna í vikunni. n Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Fram- sóknarflokksins, um hastar lega magakveisu sem hann fékk á ferðalagi utanríkis- málanefndar til Bandaríkjanna í maí.„Þið teljið að þið séuð ekki nas­ istar af því þið eruð góða fólkið. n Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, um vinnubrögð meirihlutans í borginni í umræðum um sniðgöngu á vörum frá Ísrael.„Þetta er skelfilega vond fyrirmynd fyrir litla drengi. n Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, í samtali við DV, um Gunn- ar Nelson eftir að tvenn slagsmál brutust út í skólanum í desember, eftir bardaga Gunnars.„Ég tel að það séu töluvert margir sem myndu vilja hafa Arnarnesið lokað. Það er ekki flókið að setja upp hlið. n Friðrik Ingi Friðriksson, íbúi á Arnarnesi, í samtali við DV. Hann hef- ur áhyggjur af þjófnuðum í hverfinu.„Að einhverju leyti skýrist þetta kannski á þessu rofi milli raunveruleika og skynjun­ ar eða umfjöllunar. n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í samtali við Eyjuna í maí þar sem hann reyndi að skýra minnkandi fylgi við ríkisstjórnina þrátt fyrir góðan árangur í efnahagsmálum. „Ég er ekki skyldug til að fara í læknis­ tékk reglulega. n Sveinbjörg Birna Sveinbjörns­ dóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, í Facebook-færslu um af hverju það er skylda að skoða bíla.„Þú getur troðið þessu lífsstílsbloggi upp í rassgatið á þér. n Útvarpsfólkið Andri Freyr Viðars­ son og Guðrún Sóley Gestsdóttir hnakkrifust í Morgunútvarpinu á Rás 2 í nóvember og lauk þeim orðaskipt- um með því að Andri rauk á dyr.„En við látum ekki svona andlegt of­ beldi neitt ná til okkar því það er náttúrlega verið að leggja á okkur gríðarlega pressu. n Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, um kröfur stofnana á borð við Landspítalann um aukið fé.„Troðið því upp í feðra­ veldið á ykkur. n Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, var ein fjöl- margra íslenskra kvenna sem tóku þátt í brjóstabyltingunni #FreeTheNipple á Twitter í mars og lét þessi sterku skila- boð fylgja sinni brjóstamynd.„Hefur einhver spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn? n Gísli Marteinn Baldursson reitti landsbyggðafólk til reiði með Twitter- færslu þar sem hann varpaði fram spurningu um 2,5 milljarða sem verja átti í snjóflóðavarnir í Neskaupstað.„Hvar er kjarkurinn? n Gunnar Bragi Sveins­ son sakaði stjórnarandstöðuna um hræsni í heitum umræðum um laga- setningu á verkfallsaðgerðir á Alþingi í júní. Ræða Gunnars Braga var klippt saman í popplag af Nútímanum og sló myndbandið rækilega í gegn. „Ég hefði átt að gúggla betur“ n DV tók saman ummæli sem umtöluð voru á árinu 2015 n Framsóknarmenn áberandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.