Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Síða 77
pyntaður hroðalega og síðan myrtur.
Tilviljun ein réð því að Gary
O'Dwyer var drepinn – Bunting,
Wagner og Vlassakis myrtu hann á
heimili hans í nóvember.
Bunting og Wagner myrtu Eliza
beth Haydon, eiginkonu Marks, kvöld
eitt þegar Mark var að heiman.
Eina fórnarlambið sem myrt var
í Snowtown var David Johnson, enn
einn hálfbróðir Vlassakis. Hann var
myrtur í bankanum í Snowtown eftir
að Bunting og kumpánar hans höfðu
flutt tunnurnar þangað til geymslu.
Felgujárn og stjörnuljós
Síðustu andartök Ray Davies voru
óhugnanleg. Honum var fleygt í
baðkar, hann barinn ítrekað með
kylfum í kynfærin og tærnar kramd
ar með töngum. Að lokum var hann
kyrktur með snarvöndli.
Ekki voru síðustu mínútur Frede
ricks Brooks á jarðríki skárri. Hann
fékk rafstraum í getnaðarliminn og
eistun, logandi stjörnuljósi var troðið
í þvagrásina, tærnar voru kramdar,
nef hans og eyru brennd með síga
rettu og að lokum kafnaði hann af
völdum tusku sem hafði verið troðið
upp í munn hans.
Sagan segir að Bunting og
Wagner hafi steikt kjötflís af síðasta
fórnarlambinu, David Johnson, og
sest að snæðingi.
Málalok
Vlassakis fékk fjórfaldan lífstíðar
dóm 21. júní, 2001, eftir að hafa játað
sig sekan um fjögur morð. Síðar um
sumarið lýstu Bunting, Haydon og
Wagner sig saklausa af tíu morðum
sem þeir voru ákærðir fyrir.
Réttarhöldin yfir Bunting og
Wagner hófust í október 2002 og
gengu brösuglega. Samkvæmt sum
um heimildum báðust þrír kviðdóm
arar lausnar – þeim var um megn að
hlusta á lýsingar og sjá sönnunargögn
sem vörðuðu morðin.
Hvað sem því líður voru Wagner
og Bunting sakfelldir í september
2003; Bunting fyrir ellefu morð og
Wagner fyrir sjö. Þeir fengu lífstíðar
dóm fyrir hvert morð sem þeir voru
sakfelldir fyrir. Þeir áfrýjuðu dómun
um en höfðu ekki árangur sem erfiði.
Í máli Haydons komst kviðdómur
að þeirri niðurstöðu að hann hefði
aðstoðað við fimm morð en var tví
stígandi varðandi tvö morð sem
hann var ákærður fyrir. Þegar upp
var staðið, í september 2005, var fall
ið frá morðákærunum gegn því að
hann viðurkenndi aðild að morðinu
á eiginkonu sinni, Elizabeth, og Troy
Youde, og hlaut hann dóm í samræmi
við það.
Þannig er nú það. n
Áramótablað 29. desember 2015
HamraHlíð 17, 105 reykjavík
Hús Blindrafélagsins / sími 552-2002
Vönduð
lesgleraugu
frá 3.900 kr.
sama verð í 8 ár!
linsur
fyrir öll
tækifæri
2500 kr.
Skrýtið Sakamál 49
Líkin í tunnunum
n Aðeins eitt Snowtown-morðanna var framið í Snowtown n Sum líkin voru grafin, önnur sett í tunnur og komið fyrir í geymslu
Fórnarlömb … og gerendur Efsta röð; Barry Lane, Clinton Tresize, David Johnson. Miðröð; Elizabeth Haydon, Frederick Brooks, Gary
O'Dwyer. Neðsta röð; Michael Gardiner, Ray Davies, Troy Youde.
Bankinn Í þessari
byggingu fundust
líkin í tunnunum.