Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Page 81
Menning 53Áramótablað 29. desember 2015
fullum blóma hefur spurning vakn-
að: hvar eru kvikmyndagerðarkon-
urnar? Íslenskar kvikmyndir hafa
verið mjög karllægar á undanförnum
árum, leikstjórarnir og aðalpersón-
urnar oftar en ekki karlmenn. Bent
hefur verið á nauðsyn þess að sögur
kvenna séu einnig sagðar svo allir
geti speglað sig í þessu listformi.
„Umræðan um jöfn tækifæri
kynjanna í íslenskri kvikmyndagerð
gaus upp með miklum hvelli, með-
al annars á Facebook-síðu Dags Kára
Péturssonar. Það er hressandi að sjá
að umræðan er að komast á nýtt
stig, enda held ég að aukið jafnrétti
og víðsýni víða um lönd sé loksins
að hagga þeirri ráðandi stöðu sem
hvítir karlar hafa haft í listum,“ segir
Heiða Jóhannsdóttir, kennari í kvik-
myndafræði við íslensku- og menn-
ingardeild Háskóla Íslands.
Rökrætt var hvort hentugt væri að
setja kynjakvóta á úthlutun úr kvik-
myndasjóði eins og gert hefur verið
í Svíþjóð. Karlar fá þar mun fleiri
styrki úr kvikmyndasjóði (þó að kon-
ur fái hlutfallslega fleiri ef miðað er
við fjölda umsókna). Baltasar Kor-
mákur veitti hugmyndinni meðal
annars brautargengi, og viður-
kenndi að hann hefði ekki hugs-
að út í þetta þegar hann réð aðeins
karlkyns leikstjóra í Ófærð, stærstu
sjónvarpsþáttaframleiðslu allra
tíma á Íslandi. Það er þó ljóst að ís-
lenskar kvikmyndagerðarkonur eru
að sækja í sig veðrið því fimm af sex
íslenskum tilnefningum á Nordisk
Panorama, norrænu stutt- og heim-
ildamyndahátíðinni, voru eftir kon-
ur. Það var hins vegar mikill missir
þegar ein fremsta kvikmyndagerðar-
kona þjóðarinnar, hin fransk-ís-
lenska Sólveig Anspach, lést fyrir
aldur fram á árinu.
Gjöfult en
erfitt ár
Björk Guðmundsdóttir var áber-
andi í menningarfréttum á árinu. Í
janúar kom áttunda hljóðversplata
tónlistarkonunnar, Vulnicura, óvænt
út eftir að henni hafði verið lekið
á netið. Á plötunni gerir hún upp
skilnaðinn við fyrrverandi eigin-
mann sinn. Platan fékk góða dóma
og birtist víða á árslistum yfir bestu
plötur ársins, auk þess sem hún var
tilnefnd til Grammy-verðlaunanna.
Það tók hins vegar á að syngja lög-
in og fór svo að hún hætti
við fjölmarga tónleika,
meðal annars á Iceland
Airwaves.
Fjölmargir álitsgjaf-
ar DV nefna Vulnicura
sem eitt eftirminni-
legasta listaverk ársins.
Valur Antonsson heim-
spekingur segir til að
mynda: „Góð list býður
upp á sálnaflakk.
Og tónlistin býður
upp á að upplifa til-
finningar í líkama
annarrar manneskju.
Ég hef hlustað á plötu
Bjarkar í nokkur skipti.
Ég geri það ef til vil ekki
aftur. Þetta eru sárar og
hrikalegar tilfinningar
sem birtast í skilnaðinum.
Í mínum skrokki myndu
þær draga mig ofan í kæf-
andi þögn; í líkama Bjarkar
brjótast þær fram í krafti
söngs, strengja og trommu-
heila. Í þessu er hin listræna
endurlausn fólgin. Óbærilegar
tilfinningar verða bærilegar –
einnig fyrir þann sem hlýðir á.“
Í mars var svo opnuð sýn-
ing í virtasta nútímalistasafni
heims, MoMA, um feril
tónlistar konunnar. Sýningin
var tilraun til að gera einstök-
um ferli Bjarkar skil innan sýn-
ingarhefðar myndlistarstofn-
unarinnar. Tilraunin hlaut mjög
misjafnar viðtökur, þó að margir
hafi verið jákvæðir voru slæmu
dómarnir mun meira áberandi –
þó að gagnrýnin hafi ekki beinst að
Björk sjálfri heldur sýningarstjórn-
inni. Á árinu hefur Björk einnig nýtt
þá athygli og virðingu sem hún nýtur
til að berjast fyrir hugðarefnum sín-
um, hún hefur talað um kynjamis-
rétti í tónlistarbransanum og barist
fyrir verndun íslenska hálendisins.
Rapparar fundu
sinn hljóm
Sterk undiralda í íslensku rappsen-
unni blandaðist endanlega megin-
straumnum og skall á landinu með
miklum krafti í vor. Íslenskir rapp-
ar eru ekki lengir að feta í fótspor
erlends hip-hops heldur farnir að
móta sinn eigin hljóm, senan er
gríðarlega fjölbreytt í umfjöllunar-
efnum og framsetningu.
Það var augljóst að eitthvað nýtt
var að gerast þegar Gísli Pálmi gaf út
sinn fyrsta geisladisk í apríl og rað-
ir mynduðust við plötubúð Smekk-
leysu. Tónlistin, textarnir og persóna
rapparans eru umdeild enda kveðst
hann koma beint úr undirheimum
Reykjavíkur. Hann hrifsaði kórón-
una og var á einu augnabliki orðinn
konungur rappsenunnar. Úlfur Úlfur
náði einnig eyrum almennings með
sinni annarri plötu, Tvær plánetur,
og á eflaust popplag ársins, Brenn-
um allt.
Nýjar sveitir náðu einnig eyrum
fjöldans, svo mikið að ítrekað hefur
verið að fjallað um íslensku rapp-
senuna í erlendum fjölmiðlum. Frá
Reykjavíkurdætrum til Shades of
Reykjavík, frá GKR til Kött Grá Pjé,
frá Sturla Atlas til Hera Hnetusmjörs.
Heiða Jóhannsdóttir, kennari í
kvikmyndafræði við íslensku- og
menningardeild Háskóla Íslands,
nefndi rappið þegar hún var spurð
um eftirminnilegustu listaverk
ársins: „Það er áhugavert að fylgjast
með hvernig rappgrúppur á borð
við Reykjavíkurdætur, Úlfur Úlfur og
Emmsjé Gauti virkja íslenskt mál á
skapandi og kraftmikinn hátt í þeirri
óheftu og valdeflandi sjálfstjáningu
sem rappið gengur út á.“
Hostelvæðing
menningarinnar
Aukinn straumur ferðamanna á
undanförnum árum hefur sett svip
sinn á öll svið íslensks mannlífs og er
menningin þar engin undantekning.
Árið 2015 varð svolítill viðsnúningur
á umræðunni og nokkur gagnrýni á
iðnaðinn kom fram: lundabúðir og
hostelvæðing urðu að blótsyrðum.
Eftir því sem miðbærinn verður
eftirsóttari undir ferðamannatengda
starfsemi er hætta á að tónleikastað-
ir og sýningarrými eigi erfiðar upp-
dráttar. Nánast engin sjálfstæð sýn-
ingarrými eru eftir í miðborginni og
fólk brást ókvæða við fréttum um
möguleikann á að skemmtistaða-
þyrping í Grófinni myndi víkja fyrir
svokölluðum lundabúðum. „Það
olli uppnámi þegar fréttir bárust um
að mögulega ætluðu eigendur að
breyta byggingunni sem hýsir Gauk-
inn, Húrra og fleiri tónleikastaði í
eitthvað „túristavænna,“ en erum
við virkilega hissa? Iðnaður íslensks
menningarútflutnings hefur marser-
að í takt við ferðamannaiðnaðinn í
áraraðir og hefur sjálfur – oft og tíð-
um óafvitandi – haft áhrif á umrót
og endurhönnun á vörumerkinu 101
Reykjavík,“ segir Bob Cluness.
Á sama tíma eru margir af virk-
ustu tónleikastöðunum í Reykja-
vík um þessar mundir gistiheimili
sem vilja laða að menningarsinnaða
ferðamenn og sérstök áhersla hef-
ur verið lögð á ferðamannatengda
menningarstarfsemi víða um land.
En sú staðreynd að Ísland þykir
töff og forvitnilegt hefur einnig góð-
ar afleiðingar fyrir menningarlífið
eins og Harpa Þórsdóttir, safnstjóri
Hönnunarsafns Íslands, bendir á:
„Afleiðing þess hefur meðal annars
verið að við höfum fengið aðgang
að mikilvægu fólki að utan. Það er
tilbúið að koma hingað og miðla af
reynslu sinni og þekkingu. Við njót-
um þess innan háskólakerfisins, hjá
ýmsum félagasamtökum og í menn-
ingarstofnunum og víðar. Ég vil í
þessu samhengi nefna fyrirlestradag
Hönnunarmiðstöðvar á Hönnunar-
Mars með valinkunnu fólki víðs
vegar að úr heiminum, með mikil-
væg erindi.“
Náttúran notuð
sem strigi
Íslensk náttúra hefur verið
notuð í menningarframleiðslu í
nokkur ár og enn meira í ár. Ís-
land er búið að festa sig í sessi
sem sviðsmynd, hvort sem er í
myndböndum Justins Bieber,
frönskum rappmyndböndum eða
Bollywood-kvikmyndum.
En það skiptir mál hver það er
sem notar náttúruna og hvernig.
Þetta varð augljóst þegar dansk-
síleski listamaðurinn Marco
Everetti notaði bleikan ávaxta-
lit til að mála Strokk bleikan.
Var hann kærður fyrir verkið –
sem skildi ekki eftir sig nein um-
merki – og úthrópaður af fjölda Ís-
lendinga sem skemmdarvargur.
Aðrir bentu á að Ólafur Elíasson hafi
ekki verið fordæmdur fyrir svipað
verk þegar hann málaði á á Nyrðri-
Fjallabaksleið græna.
Það var þó ekki íslensk náttúra
sem Ólafur notaði í einu eftirminni-
legasta verki sínu í ár. Ólafur og jarð-
fræðingurinn Minik Rosing fluttu
grænlenskan ísjaka til Parísar til
að nota í ísklukku sína sem átti að
hvetja þátttakendur á COP21, lofts-
lagsráðstefnunni í París í nóvember,
til að bregðast við hlýnun jarðar.
„Ísklukkan, heimspólitískt verk
Ólafs Elíassonar kveikti fjölmargar
spurningar um vist-siðferði þess að
flytja grænlenska ísjaka á loftslags-
ráðstefnu í París. Á Íslandi er sagan
einmitt varðveitt í vatnsformi. Árleg
pílagrímsferð á Vatnasafn Roni Horn
í Stykkishólmi, þar sem hún geymir
ískjarna úr jöklum landsins, undir-
strikar þannig spár jöklafræðinga
um að íslenskir jöklar muni hverfa
innan 100 ára,“ segir skáld- og lista-
konan Angela Rawlings.
Flóttamenn
stíga á sviðið
Eitt stærsta verkefni sem samfélög
heims kljást við um þessar mundir
er stórtækir flutningar fólks milli
landa og heimshluta – vegna ófriðar
og efnahagslegrar örbirgðar. Frétta-
ljósmynd síðasta árs á Íslandi var
af afgönskum hælisleitanda í mót-
mælasvelti, en ár voru það tvær
myndir af ungum börnum, flótta-
mönnum, sem vöktu mesta athygli
hér og í Evrópu.
„Umræðan verður áþreifanlegri
þegar hún fer að snúast um raun-
verulegt fólk, með andlit, og einstak-
linga sem fólk getur tengt við.
Þannig eru sterkustu myndir þessa
árs annars vegar af af látnum dreng
í flæðarmáli og hins vegar af dreng
í dyrum með tuskudýr, myndir sem
minna okkur á hve sterkur miðill
ljósmyndin er og hvernig mynd get-
ur breytt heiminum,“ segir Njörður
Sigurjónsson, dósent í menningar-
stjórnun við Háskólann á Bifröst.
Íslenskir listamenn hafa reynt
að hafa áhrif á gang mála með ýms-
um hætti og hafa sviðslistamenn lík-
lega verið þar fremstir meðal jafn-
ingja. „Það hefur verið í boðið upp
á fræðslu, fyrirlestra og rými til að
hugsa saman um samfélagið sem
við búum í, til dæmis Opnum okkur
í Borgarleikhúsinu, Málþing um Hina
nýju Evrópu á Reykjavík Dance Festi-
val, þar sem hluti ágóðans rann í að
hjálpa flóttamönnum, og verkið Atlas
sem var líka sýnt á Lókal og RDF,“ seg-
ir Aude Busson sviðslistakona.
Kvennalist
kemst inn undir
Barátta fyrir jafnrétti kynjanna var
áberandi á árinu, bæði í grasrót og
stofnunum. Rapphópurinn Reykja-
víkurdætur var í framvarðasveit
yngri kynslóðarinnar, sem tók til
sín valdið með „byltingum“ á sam-
félagsmiðlum. Nánast hver einasta
menningarstofnun landsins tileink-
aði að minnsta kosti eina sýningu
eða verkefni kynjamálum, en á árinu
var hundrað ára kosningaafmæli ís-
lenskra kvenna haldið hátíðlegt.
Listahátíð í Reykjavík einbeitti sér
að listakonum (og munu gera aftur á
næsta ári) og fékk til að mynda lista-
aktívistana í Guerilla Girls til lands-
ins. Þær bentu meðal annars á
aðstöðumun kynjanna í kvikmynda-
geiranum.
Einn síðasti hluti afmælisársins,
stór sýning í ráðhúsi Reykjavík-
ur, vakti hins vegar hörð viðbrögð
– af ástæðum sem skipuleggjendur
höfðu ekki séð fyrir. Þegar gras-
rótin og stofnunin komu saman varð
sprenging. Einn hluti sýningarinnar,
sem var skipulagður af gallerí
Ekkisens í matsal starfsfólks, vakti
hneykslun og umtal – var sagður
klám og jafnvel kynferðisleg áreitni
í garð starfsfólks. Ingólfur Gíslason,
ljóðskáld og annar aðstandenda
ljóðavefgallerísins 2015 er gildra,
nefnir sýninguna sem eitt það mark-
verðasta í menningarlífinu í ár:
„Ögrandi sýning ungra listakvenna
sem vakti gamalkunna hneykslan og
setti tóninn fyrir hina eilífu er-þetta-
nú-list umræðu og væl borgara legra
dagblaða vegna meints kostnaðar
við list í samfélaginu. Eiginlega náði
lágkúran eftirminnilegu þroti í mein-
fýsinni umfjöllun Fréttablaðsins um
þessa sýningu.“
Játningakúlturinn
blómstrar
Á bókmenntasviðinu var nokkuð rætt
um játningabókmenntir, ævisögu-
legar opinberanir rithöfunda. Hall-
grímur Helgason, Jón Gnarr, Bjarni
Bernharður, Mikael Torfason, Bubbi
og Þórunn Jarla geta eflaust öll verið
sett undir þennan hatt.
„Listamenn hafa gefið sjálfum
sér aukið rými í sköpun sinni. Skilin
milli sköpunar og heimildaefnis hafa
Moska, hrútur og maður í kassa
Hosteldjass Tónleikahald hefur færst yfir á gistiheimili með auknum straumi ferða-
manna. Hér leika Tómas R. og félagar á KEX Hostel. Mynd Sigtryggur Ari
Einlægt uppgjör
Björk gaf út plötuna
Vulnicura og sýndi í
MoMA á árinu.
Kynferðisleg áreitni Listasýningin
Kynleikar í matsal Ráðhúss Reykjavíkur
vakti hörð viðbrögð.
umdeilt framlag til
Feneyjatvíæringsins
Moskan – fyrsta moskan í
Feneyjum eftir Christoph
Büchel.
Flóttamenn í fókus
Íslenskir listamenn og
fréttaljósmyndarar hafa
fengist við flóttamanna-
vandann í verkum sínum í ár.
Mynd KriStinn MAgnúSSon / Stundin