Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 86

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 86
Áramótablað 29. desember 201558 Fólk N okkrar erlendar stjörnur sóttu Ísland heim á þessu ári líkt og síðustu ár. Það var þó ekki eins mik- ið um kvikmyndatöku- fólk frá Hollywood og oft áður, en Bollywood-iðnaðurinn virðist vera að uppgötva Ísland sem hent- ugan tökustað. Eftirsóttustu leik- arar Bollywood, Shah Rukh Khan og Kajol, voru hér á landi í sumar við tökur á kvikmyndinni Dilwale, sem beðið var með mikilli eftir- væntingu. Var hún talin geta orðið ein tekjuhæsta Bollywood-kvik- mynd frá upphafi. Leikararnir eru gríðarlega vin- sælir í heimalandi sínu, sem og leikstjóri myndarinnar, Rhoit Shetty. Hann sló öll með árið 2013 með kvikmynd sinni Chennai Ex- press, en í aðalhlutverki þar var enginn annar en Shah Rukh Khan. Engin önnur kvikmynd hefur halað inn jafn miklum tekjum jafn skjótt. Óáreittur á Íslandi Í atriðinu sem tekið var upp hér á landi sungu leikararnir róman- tískt lag umvafðir náttúru Íslands. En það var samt ekki náttúran sem greip augu stórleikarans Shah Rukh Khan við komuna til landsins held- ur álverið í Straumsvík. Leikarinn birti færslu á Twitter með mynd af álverinu og sagði frá fyrsta íslenska orðinu sem hann lærði: „Glugga- veður.“ Það hefur líklega ekki verið mjög hlýtt við komuna til landsins þó að veðrið hafi verið fallegt. Fögrum orðum var farið um Ísland í indverska miðlinum Bollywood Presents þegar sagt var frá ferðalagi annars Bollywood-leik- ara um landið. Aamir Khan hefur heimsótt Ísland að minnsta kosti tvisvar og kann vel við land og þjóð. Hann kann sérstaklega vel að meta að á Íslandi getur hann gengið um göturnar óáreittur. Honum finnst hressandi að geta lifað eðlilegu lífi einhvers staðar, en það hefur hann ekki upplifað í langan tíma. Aamir er ein skærasta Bollywood-stjarn- an á Indlandi. Hann hefur leikið, leikstýrt, skrifað handrit og fram- leitt kvikmyndir. Þá er hann einnig þekktur fyrir að láta til sín taka í góð- gerðamálum. Bieber gerði allt vitlaust Ein fyrirferðarmesta stjörnuheim- sókn ársins er þó án nokkurs vafa heimsókn kanadíska söngvarans Justins Bieber sem sótti landið heim í september. Tilgangurinn var að taka upp tónlistarmyndband við lagið I'll Show You af plötunni Pur- pose. Í fyrstu þóttist Bieber þó ein- göngu vera kominn hingað til lands í smá frí, en síðar kom í ljós að tilgangurinn var annar. Blaðamaður DV náði viðtali við söngvarann fyrir utan bensínstöð á Selfossi en þar stökk söngvarinn inn til að kasta af sér vatni. Stelpurnar í afgreiðsl- unni hlógu mikið að því að söngv- arinn hefði skilið setuna eftir uppi og tóku ljósmynd af almennings- salerninu. Og að sjálfsögðu gekk myndin manna á milli á samfélags- miðlunum. „Ísland er dásamleg eyja,“ var það fyrsta sem hann sagði við blaðamann DV. Það má með sanni segja að Bieber hafi sett Ísland á hliðina með veru sinni hér. Það varð bókstaflega allt vitlaust þegar fréttist að hann væri á Keflavíkurflugvelli og ætlaði sér að dvelja á landinu í nokkra daga. Það þarf engan að undra að þær fréttir snertu helst við unglingsstúlkum sem gerðu hvað þær gátu til að elta hann uppi. Einhverjar virðast hafa fundið hann, eða öfugt því fljótlega fréttist að Bieber hefði átt næturgaman með nokkrum stúlkum á Hótel Rangá. Birtu þær myndir af gleðinni á sam- félagsmiðlinum Instragram sem olli nokkru fjaðrafoki. Og tóku þær myndirnar út í kjölfarið. Stjörnur á Íslandi 2015 n Nokkrir Íslandsvinir bættust í hópinn á árinu n Líka óvinir n Bollywood uppgötvar Ísland Ísland er dásamleg eyja Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Svalur Justin Bieber var þokka- lega slakur þegar blaðamaður og ljósmyndari DV hittu hann á Selfossi. Mynd ÞoRMaR VigniR gunnaRSSon Bollywood-stjörnur Bollywood virðist vera að uppgötva Íslands sem heppilegan stað fyrir tökur. V A R M A D Æ L U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.