Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Síða 16
Vikublað 28.–29. apríl 201516 Fréttir Erlent Vesturhrauni 5 Garðabæ S: 530-2000 Bíldshöfða 16 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 Akureyri S: 461-4800 Grjótharður vinnufatnaður Vatteraður, frá- losanleg hetta með rennilás, teygja í mitti Til í XS – 5XL. Vatteraður, teygja í baki, frá- losanleg hetta með rennilás, loftgöt með rennilás undir höndum. Til í XS – 5XL. Flísfóðraður kragi, afrenn- anleg hetta, tveir brjóst og hliðarvasar , innanávasi með rennilás fyrir hnépúða. 65% Merino ull, 20% Polyester, 15% Polyamide. Þunnir og þægilegir ullarsokkar, 64% ull, 21% polyester, 15% nylon, 2 pör í pakka. Hlýir ullar- sokkar, 64% ull, 18% polyester, 18% nylon, 2 pör í pakka. Vatteraðar, rassvasar, farsímavasi, vasi fyrir tommu- stokk, rennilás neðst á skálmum. Til í XS – 4XL. Mjúk og hlý húfa, Micro-fibre fleece, 100% Polyester. Fæst í Lyfjum & Heilsu Austurveri og í Kringlunni og á heimkaup.is Dreymir þig um að grennast? DRAUMAR GETA RÆST MEÐ LYTESS ÞRÍÞÆTT ÁHRIF: - Grennir - Stinnir - Minnkar appelsínuhúð Sleep & Slim kvartbuxurnar minnka ummál þitt á 10 nóttum Stærstu skjálftar sögunnar n Íslensku skjálftarnir smámunir miðað við þá stærstu n 230 þúsund fórust á öðrum degi jóla árið 2004 E nn liggur ekki fyrir hversu mikið manntjón varð í Nepal þegar jarðskjálfti upp á 7,9 skók landið á laugardag. Þó að skjálftinn sé miklu kraft- meiri en stærstu skjálftar sem orðið hafa á Íslandi (7,1 1784 og 7 stig á Rangárvöllum 1912) á hann langt í land með að skipa sér í hóp þeirra allra stærstu. Hafa ber í huga að 31 sinni meiri orka losnar úr læðingi í skjálfta sem er 7 stig en skjálfta sem er 6 stig. Margföldunaráhrifin eru því gríðarleg á milli stiga. Bandaríska jarðvísindastofnun- in, USGS, heldur utan um upplýs- ingar um stærstu jarðskjálfta sem orðið hafa á sögulegum tíma. Taka ber fram að tölur um nákvæma stærð, sem og manntjón, eru nokk- uð á reiki. n 1 Chile Dagsetning: 22. maí 1960 Stærð: 9,5 á Richter Manntjón: 2.000 Eignatjón: 550 milljónir dollara Stærsti skjálfti frá upphafi mælinga. Skjálftamiðjan var 160 kílómetra úti fyrir strönd landsins. Skjálftinn olli verulegu tjóni, aðallega syðst í Chile en tjón varð líka á Hawaii, í Japan, í Bandaríkjunum og á Filippseyjum. Auk þeirra sem létust slösuðust um þrjú þúsund manns og tvær milljónir urðu heimilislausar. 2 Alaska Dagsetning: 28. mars 1964 Stærð: 9,2 á Richter Manntjón: 128 Eignatjón: 311 milljónir dollara Þessi risaskjálfti olli ekki meira manntjóni vegna þess að hann varð á afskekktu og strjálbýlu svæði. Hann olli þó gríðarlegu eignatjóni á þeim byggðu svæðum sem voru nálæg. Þannig varð tjónið næstum helmingur af tjóninu í Chile fjórum árum fyrr. Fregnir herma að jörðin hafi skolfið í þrjár mínútur. 3 Indónesía Dagsetning: 26. des. 2004 Stærð: 9,1 á Richter Manntjón: 227.898 Skjálftinn er jafn-framt því að vera þriðji stærsti skjálfti síðan mæl- ingar hófust sá þriðji í röðinni yfir þá sem ollu mestu manntjóni. Það skýrist af gríðarlegri flóðbylgju sem myndaðist og skolaði á land. Næstum tvær milljónir misstu heimili sín í skjálftanum og flóðinu sem fylgdi í kjölfarið en þess gætti í fjórtán löndum. 4 Japan Dagsetning: 11. mars 2011 Stærð: 9,0 á Richter Manntjón: 29.000 Líkt og skjálftinn stóri við Súmötru olli skjálftinn úti fyrir Japan gríðar-legri flóðbylgju, um 30 metra hárri. Um er að ræða stærsta skjálfta sem orðið hefur í Japan. Í kjölfar þess stóra urðu 50 skjálftar af stærðinni 6,0 eða yfir – og þrír yfir 7,0 á Richter. Flóðbylgjan ruddist 10 kílómetra upp á landi og olli feiknalegu tjóni – til dæmis á kjarnorku- verum og járnbraut- um. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is 9,08,07,06,0543 Mikil eyðilegging og hörmungar Stórtjón Eyði- leggjandi Alger eyðilegging Náttúruhamfarir geta leikið fólk ansi grátt. MynD REutERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.