Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Qupperneq 26
Vikublað 28.–29. apríl 20158 Garðurinn Gróðurhús eru góð viðbót í garðinn og við bústaðinn Klif ehf. flytur inn og þjónustar gróðurhús F yrirtækið Klif ehf. hefur frá því á áttunda áratug síðustu aldar flutt inn bresk-dönsk gróðurhús, en einn af stofn- endum fyrirtækisins flutti þá inn eitt hús til eigin nota. „ Eftir fyrirspurn frá nágrönnum sem vildu hús til eigin nota vatt inn- flutningurinn fljótlega upp á sig og í dag telur þetta um tvö þúsund hús víðs vegar um landið,“ segir Krist- ján Jónas Svavarsson, sölustjóri hjá Klif ehf. Sala gróðurhúsanna hefst á vor- in í tveimur stærðum: 6 og 10 fer- metra, en önnur hús má sérpanta. Öll húsin koma með þriggja milli- metra hertu gleri. Húsin eru bæði stök hús og eins hliðarhús, sem tengjast við húsvegginn. Gróður- húsin má skoða á heimasíðunni edengreenhouses.com. Hjá Klif ehf. er lögð mikil áhersla á að sinna varahlutaþjónustu vegna gróðurhúsanna. Klif ehf. gefur einnig viðskipta- vinum góðar ráðleggingar um staðarval og undirstöður fyrir húsin. „Ef fólki finnst að þurfi að styrkja húsin eitthvað, þá veitum við einnig leiðbeiningar um það,“ segir Kristján. n Klif ehf. sér ekki um uppsetn- ingu, en veitir góðar ráðleggingar hvað hana varðar. „Þetta er bara eins og Lego. Þú ert svona einn laugardag að setja húsið upp þegar undirbúningsvinnu er lokið,“ segir Kristján. „Flestir setja húsið á pall sem er fyrir eða grafa holur og setja staura og ramma og húsið ofan á. Sumir ganga alla leið og steypa ein- faldlega grunn.“ Klif ehf. er að Grandagarði 13 í Reykjavík, síminn er 552-3300, net- fangið er klif@klif.is Opnunartími er mánudaga til föstudaga frá kl. 8.30–17.00. n V erslunin Signature hefur frá árinu 2003 boðið upp á breiða línu af garðhús- gögnum í hæsta gæða- flokki, sem þola vel íslenskt veðurfar og mega í mörgum tilvik- um standa úti allan ársins hring. Húsgögnin koma flest frá Hollandi og er komin góð reynsla á þau hér á landi. „Við erum einnig með útilukt- ir, olíulampa og pallahitara,“ segir Böðvar Friðriksson eigandi Signa- ture. Hinar vinsælu Fatboy-vörur fást hjá Signature. „Það nýjasta hjá okk- ur eru Fatboy-vörurnar; hengirúm, sólhlífar og útipúðar,“ segir Böðvar. Útigrill og eldstæði eru einnig nýjung hjá Signature. Einnig er til sölu gott úrval af smávöru til að hafa úti á palli: bakkar, luktir, olíulamp- ar og fleira. Í seinni tíð hafa Íslendingar lagt meiri áherslu á garðinn, búið sér til skjólgóðan reit sem oft er í beinu framhaldi af stofu eða eldhúsi. Oftar en ekki vill fólk hafa falleg og endingargóð húsgögn sem geta staðið úti allt árið. „Aðalnýjungin í ár er blanda af útisófasetti og borði, þú situr hærra í sófasettinu en venjulega,“ segir Böðvar. „Hægt er fá allt í stíl á pallinn, það er sófasett og garðsett til að borða við, sömu gerðar og í sama lit. Við veitum einnig ráðgjöf þar að lútandi ef óskað er,“ segir Böðvar að lokum. Signature er að Kauptúni 3, Garðabæ, síminn er 771-3800, net- fangið er bf@signature.is, heima- síða signature.is Opnunartími er mánudaga til föstudaga kl. 12–18, laugardaga kl. 12–16 og sunnudaga kl. 13–16. n Hágæða garðhúsgögn fyrir íslenskt veðurfar Verslunin Signature Kauptúni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.