Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Page 40
28 Menning Vikublað 28.–29. apríl 2015
U
ppsetning verksins Peggy
Pickit sér ásýnd Guðs er
einstaklega vel tímasett
nú þegar fjöldi dauðs
falla á Miðjarðarhafi bein
ir sjónum okkar enn og aftur að
íbúum Afríku. Þó að verkið fjalli um
Vestur lönd og Afríku ber þess þó að
geta strax að hér er ekki á ferð áróð
ur um hvað við hefðum átt að gera,
eða ekki gera, fyrir Afríku. Þess í
stað vekur verkið upp spurningar
um hjálpariðnaðinn, hvort hann
þjóni gefendum frekar en þiggj
endum og hvort við höfum yfirhöf
uð þekkingu eða möguleika á að
bæta lífsgæði íbúa sem búa á stríðs
hrjáðum eða harðbýlum svæðum
órafjarri réttlæti og lögum. Þrátt
fyrir að verkið sé í styttra lagi, eða
um 80 mínútna langt, ættu áhorf
endur að reikna með því að eyða
nokkrum tíma til viðbótar til þess
að ræða efni þess sín á milli eftir
að leikhúsheimsókn lýkur. Þetta er
einfaldlega þannig verk að það leit
ar á mann. Kannski ekki síst vegna
þess að það er svo skratti skemmti
legt og fyndið.
Kristín Þóra fer á kostum
Verkið fjallar um þýsk vinahjón um
fertugt sem að loknu læknisnámi
hafa tekið ólíka stefnu í lífinu. Ann
að parið, Lísa og Frank, hefur kom
ið sér vel fyrir í góðu húsi og eignast
bíl og barn. Lísa hugsar um heim
ilið og Frank um starfsframann.
Saman hafa þau eignast dóttur,
reyndar gegn vilja Franks og ljóst
er að börnin verða ekki fleiri. Hitt
parið, Katrín og Marteinn, hélt til
Afríku í hjálparstarf að loknu námi.
Þau hafa dvalið þar í sex ár, eða
þar til þau þurftu að flýja landið
vegna átaka. Karen og Marteinn
hafa tekið ákvörðun um að eignast
ekki börn en þau hafa hins vegar
tengst munaðarlausri stúlku við
hjálparstörfin og fengið Lísu og
Frank til þess að styðja umönnun
hennar með fjárframlögum. Lísa
hefur tekið hjálparbeiðnina mjög
alvarlega, þær mæðgur hjálpast
að við að skrifa stúlkunni bréf og
senda henni smádót í pakka. Við
fylgjumst með endurfundum hjón
anna þegar fyrrverandi Afríku
búarnir mæta í matarboð til Lísu
og Franks.
Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á
kostum í hlutverki Lísu. Þrátt fyrir
að vera mjög kómískur og kannski
ekkert sérlega klár karakter þá hélt
hún trúverðugleikanum og hennar
persóna varð stöðugt áhugaverðari.
Hún leggur sig alla fram um að láta
endurfundina heppnast vel þrátt
fyrir að ljóst sé frá fyrstu mínútu að
þetta sé gjörsamlega misheppnað
samkvæmi. Valur Freyr Einarsson
var ekki síðri í hlutverki Marteins.
Einlæg eintöl hans við áhorfendur
þar sem hann meðal annars talaði
um það hversu mjög hann hataði
svona vinaboð, hittu þráðbeint í
mark. Hann gerir sér alveg ljóst
að árin sex í Afríku voru nánast til
einskis og breyttu litlu fyrir þá sem
hann annaðist. Frank og Katrín voru
svolítið flatari persónur í meðförum
þeirra Maríönnu Clöru og Hjartar Jó
hanns. Hlutverk þeirra eru ef til vill
ekki eins vel skrifuð af hálfu höfund
ar. Eintöl Hjartar voru þó áberandi
vel unninn og þar náði hann góðri
tengingu við áhorfendur. Þegar leið
á sýninguna snerist boðið svo nán
ast upp í kappleik um hvert þeirra
hefði tekið verstu stefnuna í lífi sínu
og hvort hjónabandið væri mislukk
aðra.
Vel leikið en ekki gallalaust
Vignir Rafn Valþórsson, leikstjóri
sýningarinnar, fær í hendurnar frá
bært verk og framúrskarandi leik
ara. Á stöku stað hefði hann mátt
vinna betur með endurtekningar
texta eftir eintöl leikara við sal. Þær
voru margar hreint og beint leiðin
legar þrátt fyrir að sumar hefðu virk
að ágætlega. Þá var einnig óbæri
legt, í þessu litla rými, að þurfa að
hlusta á leikara öskra heilu ræð
urnar yfir salinn. Vignir fer þá leið
að færa staðsetningu verksins nær
Íslandi með því að nota þekkt ís
lensk lög í verkið. Þetta gekk ekkert
sérlega vel upp þar sem persón
ur verksins eru á margan hátt mjög
þýskar. Leikmyndin er bæði vel og
illa heppnuð. Frumskógarflækjan
að baki leikurunum er gríðarlega
falleg og skapaði sterka umgjörð.
Hins vegar var ávala bungan sem
skar sviðið í tvennt full fyrirferðar
mikil og skilaði í raun engu fyrir
verkið. Leikmunir á barnum voru
líka viðvaningslegir. Freyðivíns
flaska, kampavínsflöskur og tvær
vodkaflöskur hvor af sinni tegund
inni hljóta að teljast til fábrotinna
áfengisveitinga í læknaboði. Bún
ingarnir voru líka mistækir, klæðn
aður þeirra Marteins og Franks var
eðlilegur og ekkert út á hann að
setja. Lísa var hins vegar í pokaleg
um kjól sem samanstóð aðallega
af tveimur risastórum slaufum að
aftan og framan, líkt og hún hefði
ákveðið að bregða sér í klossaðan
búning sem „Big Mama“ í tilefni
endurfunda við fólk sem hún hafði
ekki hitt í sex ár. Katrín var í svartri
buxnadragt sem bæði fór henni
illa og skapaði auk þess undar
legt ójafnvægi við aðra búninga á
sviðinu. Ég held að vandfundnar
séu þær fertugu konur sem hefðu
valið sér þennan fatnað fyrir matar
boð hjá vinahjónum, hvorki hér á
landi né í Þýskalandi.
Í heildina litið þá er þetta snjallt
og mjög fyndið verk sem kemur
skemmtilega á óvart. Þá er vert
að benda á að í leikskránni er
finna hárbeitta háðsgrein sem ber
nafnið Hvernig skrifa á um Afríku,
eftir rithöfundinn Binyavanga
Wainaina. Þessi grein gerir leik
skrána auranna virði og hana ættu
allir að lesa. Uppsetningin er ekki
gallalaus en verkið er vel leikið,
efnistökin koma á óvart og vekja
tilefni til umhugsunar um stóru
vandamálin í Afríku. n
Afríka afgreidd
með ferskum hætti
n Peggy Pickit sér andlit Guðs í Borgarleikhúsinu n Kristín Þóra fer á kostum
Hverjum er verið að hjálpa? Peggy Pickit sér andlit Guðs vekur upp spurningar um hjálpariðnaðinn, hvort hann þjóni gefendum frekar
en þiggjendum.
Peggy Pickit sér
andlit Guðs
Höfundur: Roland Schimmelpfennig
Leikstjóri: Vignir Rafn Valþórsson
Leikarar: Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hjörtur
Jóhann Jónsson, Maríanna Clara Lúthers-
dóttir og Valur Freyr Einarsson
Þýðing: Hafliði Arngrímsson
Leikmynd og búningar: Anna Rún
Tryggvadóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Sýnt í Borgarleikhúsinu
Bryndís Loftsdóttir
ritstjorn@dv.is
Leikhús „Ég held að vand-
fundnar séu þær
fertugu konur sem hefðu
valið sér þennan fatn-
að fyrir matarboð hjá
vinahjónum, hvorki hér á
landi né í Þýskalandi.
Heill heimur af pylsum!
Hrísateig 47
Pylsur á pönnuna
en einnig úrvals skinkur og álegg á veisluborðið
að ógleymdri svínasultunni, beikoninu og ýmsu öðru góðgæti.
Gæðapylsur og skinkur án allra auka-
og fylliefna og án MSG. Framleiddar eftir
uppskriftum frá öllum heimshornum.
Íslenskt kjöt – íslensk framleiðsla!
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
UPPFYLLIR
SKILYRÐI
NÁLARAUGANS
Paleo
GABS
SCD