Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 12
Helgarblað 28.–31. ágúst 201512 Fréttir Þegar þú teflir í klukkutíma notarðu jafn mikla orku og skákklukka þarf til að ganga í næstum 100 ár Opið 10-17 alla daga. Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir Það er kraftur í þér. Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar við Ljósafoss varpar ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum. Ljósafossstöð er í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Verið velkomin. A ðalmeðferð í máli tímenn­ inganna sem höfðuðu skaðabótamál gegn ríkinu vegna handtöku sinnar í Gálgahrauni árið 2013, hefst 21. september í Héraðsdómi Reykjavíkur. Teknar verða vitna­ skýrslur eins og hefðbundið er í mál­ flutningi sem þessum. Búist er við að dómur verði kveðinn upp fljótlega eftir að málið verður tekið til dóms. Hver og einn úr hópnum krefst tveggja milljóna króna í skaðabætur vegna þeirrar meðferðar sem hann fékk af hálfu lögreglu. Ekkert af þessu fólki var ákært fyrir mótmæli sín. Skaðabótamál, ekki sakamál „Þetta er ekki sakamál, heldur skaða­ bótamál. Fólkið er að sækja rétt sinn á hendur ríkinu fyrir þá meðferð sem það hlaut í hrauninu þennan dag,“ segir Ragnheiður Elfa Þorsteins­ dóttir, lögmaður tímenninganna sem voru að mótmæla framkvæmd­ um vegna nýs Álftanesvegar yfir Gálgahraun. Ómar vill tvær milljónir Málin tíu voru höfðuð fyrir um ári á hendur ríkinu til greiðslu miska­ bóta vegna ólögmætrar handtöku, frelsissviptingar og vistunar í fanga­ klefa. Þeir sem höfðuðu málið voru Eydís Lára Franzdóttir, Kári Waage, Lárus Vilhjálmsson, Margrét Péturs­ dóttir, Ómar Þ. Ragnarsson, Ragnar Unnarsson, Reynir Ingibjartsson, Sigmundur Einarsson, Sverrir Kr. Bjarnason og Sævar Siggeirsson. Fordæmalaus meðferð Spurð hvernig hún meti möguleika þeirra í málinu segir Ragnheiður að erfitt sé að segja til um það. „Þetta snýst um það að hljóta ekki svona meðferð bótalaust af hálfu ríkis­ ins. Við eigum rétt á því að vera ekki handtekin og vistuð í fangageymslum að ósekju. Meðferðin á þessu fólki er fordæmalaus og það er ekki að ástæðulausu sem farið er út í aðgerð­ ir af þessu tagi,“ segir hún. Varði fimm „nímenninga“ Ragnheiður var verjandi fimm af ní­ menningunum sem voru ákærðir fyrir mótmæli sín í Gálgahrauni og dæmdi Hæstiréttur Íslands í því máli í maí síðastliðnum. Nímenn­ ingarnir fengu skilorðsbundna dóma til tveggja ára, sem þýðir að ef þeir halda skilorð fellur 100 þúsund króna sektargreiðslan, sem hver og einn þeirra var dæmdur til að greiða í Héraðsdómi Reykjaness, niður. „Allur lemstraður á eftir“ Ragnhildur Jónsdóttir, formaður samtakanna Hraunavina, er einn af nímenningunum sem voru dæmdir. Eiginmaður hennar og elsti sonur hennar eru á meðal tímenninganna sem nú krefjast bóta. „Margir voru svolítið meiddir eftir þetta. Þó að það hafi í sjálfu sér ekki verið neitt ofbeldi gagnvart okkur, þá var verið að bera mann um hraunið og maður var all­ ur lemstraður á eftir,“ segir Ragnhild­ ur. „Maðurinn minn var hálf beraður fyrir framan myndavélar. Buxurnar hans rifnuðu og gleraugun brotnuðu.“ Þakkar þeim sem söfnuðu Hún vill koma á framfæri kæru þakk­ læti frá Hraunavinum til þeirra sem tóku þátt í að safna fyrir málskostn­ aði nímenninganna. „Það voru tvennir tónleikar þar sem allir gáfu vinnu sína og það var myndlistar­ uppboð. Það safnaðist fyrir kostnað­ inum nánast upp á krónu. Við erum mjög þakklát öllum fyrir þann stuðn­ ing, hann var ómetanlegur,“ segir hún en kostnaðurinn nam 150 þús­ und krónum á mann. n n Aðalmeðferð í máli tímenninganna í Gálgahrauni að hefjast Miskabóta- krafa Ómars Í stefnu Ómars Ragnarssonar má lesa um miskabótakröfu hans: „Eins og lýst er hér að framan voru aðgerðir lögreglu alvarlegt brot á réttindum stefnanda og annarra þeirra sem safnast höfðu saman þennan dag til friðsamlegra mótmæla. Gerræðisleg framkoma lögreglu var niðurlægjandi og særandi og hefur hún valdið stefnanda sem er grandvar og heiðvirður borgari miklu tilfinningalegu raski og varanlegum miska. Því er gerð krafa um miskabætur að upphæð kr. 2.000.000.“ Álftanesvegur verður tilbúinn í september Framkvæmdum við Álftanesveg á að ljúka í september. Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri framkvæmda hjá ÍAV, segir verkefnið vera á lokametr- unum. Verið er að ljúka við kafla frá Engidal að nýju hringtorgi sem búið var til. Fyrirtækið fær um 750 milljónir króna fyrir verkið. Það er ekki heildarkostnað- urinn heldur liggur viðbótarkostnaður hjá Vegagerðinni og Garðabæ. Sigurður segir að verkið hafi gengið vel. „Eftir erfiðleika í byrjun með mót- mæli og annað slíkt hefur þetta gengið ágætlega,“ segir hann og nefnir að fyrirtækið hafi verið góðu sambandi við álfana í hrauninu en tveir 60–70 tonna klettar voru fluttir til eins og greint var frá á sínum tíma. Freyr Bjarnason freyr@dv.is „Fordæmalaus Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir Skjólstæðingar hennar krefjast tveggja milljóna króna í bætur, hver og einn. Sigurður Ragnarsson Framkvæmdum lýkur í september. Halda á Ómari Lögreglumenn bera fjölmiðlamanninn Ómar Ragnarsson út í bíl. Mynd SigtRygguR ARi meðFerð á Fólki“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.