Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 14
Helgarblað 28.–31. ágúst 201514 Fréttir Þú leigir hjá okkur sendibíl í stærð sem hentar fyrir þig, með eða án lyftu, og keyrir sjálfur. Hafðu samband í síma 566 5030 Cargobilar.is Ertu að flytja? Vantar þig sEndibíl? Komdu til oKKar ...Eða leigðu lyftu og gErðu við bílinn sjálf/ur auðbrEkku 25 (DalbrEkku mEgin) - s. 445-5562 Við gerum Við bílinn faglegar Viðgerðir Sprenging í fjölda ferðamanna frá Kína n Álíka margir til Íslands í lok júlí og allt árið í fyrra n Kynningarstarf Íslandsstofu skilar árangri Á líka margir Kínverjar höfðu heimsótt Ísland í lok júlí og á öllu síðasta ári. Samtals höfðu um 24.500 kínverskir ferðamenn komið til lands- ins í mánuðinum á meðan saman- lagt komu rúmlega 26 þúsund hing- að í fyrra. Í lok júlí 2014 höfðu tæplega 13.900 Kínverjar komið til Íslands, samkvæmt tölum Ferðamálastofu, og nemur aukningin því tæpum 77 prósentum á milli ára. Á sama tíma í fyrra voru Kínverjar ellefti fjölmenn- asti ferðamannahópurinn á landinu en það sem af er þessu ári er hann sá sjötti fjölmennasti. „Þetta er gríðarlega hraður vöxtur,“ segir Þorleifur Þór Jónsson, sem sér um viðburðarskipulagningu erlendis fyrir Íslandsstofu. Koma Íslandi á kortið í Kína Íslandsstofa hefur lagt töluverða áherslu á kynningarstarf í Kína á ferðum til Íslands. Í apríl síðastliðn- um fengu yfir 300 ferðaþjónustu- aðilar í Kína kynningu á Íslandi og Grænlandi sem áfangastað. „Okkar starf í Kína er fyrst og fremst að koma okkur á kortið hjá kínverskum ferðaskrifstofum og reyna að skapa tengsl þannig að þær skipti beint við íslenska aðila,“ segir Þorleifur Þór og tekur fram að engin markaðssetning sé í gangi gagnvart almenningi. „Það væri óðs manns æði fyrir okkar litla land að standa í því. Við erum fyrst og fremst í því að fá ferðaskrifstofur til að bjóða Ísland sem valkost til sinna viðskiptavina.“ Það hefur gengið vel, eins og of- angreindar tölur sýna. Einnig lýs- ir velgengnin sér í því að ferðaskrif- stofan Iceland Travel, sem er hluti af fyrirtækinu Icelandic Group, hefur opnað skrifstofu í Peking. Vegabréfsáritanir í sendiráðinu Fríverslunarsamningur sem tók gildi á milli Íslands og Kína í fyrra hefur einnig hjálpað til við að auka áhuga Kínverja á landinu. „Hann hjálp- ar verulega til í öllum samskipt- um og liðkar fyrir þótt hann sé fyrst og fremst vörusamningur. Það sem skiptir kannski enn meira máli er sú staðreynd að sendiráð Íslands í Pek- ing er eitt af fáum sendiráðum Ís- lands sem gefur sjálft út vegabréfs- áritanir. Það liðkar verulega fyrir,“ segir Þorleifur. Beint flug til Asíu mikilvægt Ferðamenn frá Kína voru í tíunda sæti yfir þá ferðamenn sem komu til Íslands allt árið í fyrra. Þótt fjöldinn fari ört vaxandi er kínverski ferða- mannamarkaðurinn þó enn einn af þeim smæstu hérlendis. Til saman- burðar höfðu í lok júlí komið rúm- lega 37 þúsund bandarískir ferða- menn til landsins á móti þeim tæplega 7.500 Kínverjum sem hing- að komu. Markaðurinn gæti orðið töluvert viðameiri ef tekið yrði upp beint flug á milli Peking og Íslands, eins og hef- ur verið af og til í umræðunni. „Þetta verður einn af okkar smærri mörk- uðum þangað til við verðum komin með beint Asíuflug,“ segir Þorleifur. Dregur úr ferðalögum í kreppu Óvissuástandið í kínverskum efna- hagsmálum, eftir að stjórn Xi Jin- pings forseta ákvað að lækka gengi júansins um 2%, gæti orðið til þess að eitthvað muni draga úr þeirri aukningu Kínverja sem koma til Ís- lands. Þorleifur segir erfitt að segja til um hvort og þá hvaða áhrif ástandið í Kína muni hafa á ferðir Kínverja til Íslands. „Það þarf að sjá hvað þessi kreppa verður djúp og löng áður en maður getur gert sér einhverja grein fyrir því,“ segir hann. „En auðvitað, eins og í öllum venjulegum samfélögum, eru ferðalög eitt af því sem er fljót- lega skorið niður þegar fer að kreppa verulega að, eins og menn upplifðu á Íslandi eftir hrunið.“ n Freyr Bjarnason freyr@dv.is „Okkar starf í Kína er fyrst og fremst að koma okkur á kortið hjá kínverskum ferða- skrifstofum og reyna að skapa tengsl þannig að þær skipti beint við ís- lenska aðila Þorleifur Þór Jónsson Aukin áhersla hef- ur verið á kínverskan markað undanfarin ár. Erlendir ferðamenn Kínverskum ferðamönnum hefur fjölgað gífurlega að undanförnu. Kínverjar á Íslandi síðastliðin fimm ár Brottfarir Kínverja um Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá 2010 til 2014: 2014: 26.037 2013: 17.597 2012: 14.036 2011: 8.784 2010: 5.194 HEimilD: FErðAmálAstoFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.