Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 2
Helgarblað 28.–31. ágúst 20152 Fréttir
Sársauki minnkar strax
• Kaldur gelsvampur & gel
• Lækkar hita í brunasárum um 6-7 °C
• Gelsvampur helst vel á, dettur ekki af
• Tea Tree & Lavender
- sótthreinsar, róar & deyfir
• Sterílar umbúðir
Virkar á sviða og sársauka af:
sólbruna - skordýrabiti
brenninettlum - húðflúrum
laser og núningsbruna
Fæst í apótekum.
Celsus ehf. www.celsus.is
AbsorBurn®
Kælir brunasár, hratt og lengi
Hlaupaskór ársins
hjá Runners World
Saucony Triumph 12
Verð kr. 24.990,-
Fann illa falinn
fjársjóð sóða
n Rúmdýnur, húsgögn og sorgmæddir bangsar við vinsælan áningarstað
H
vað er það sem fær fólk til
að gera þetta? Því ég held
að engum sé kennt að vera
umhverfissóði,“ segir Tómas
J. Knútsson, kafari, þús-
undþjalasmiður og stofnandi Bláa
hersins, sem sótti 140 kílóa hluta úr
búslóð sem einhver hafði losað sig
við úti í náttúrunni á Suðurnesjum.
Meðal þess sem Tómas hirti voru
fimm rúmdýnur, baunapokastól-
ar, garðhúsgögn og leikfangabangs-
ar sem hann segir að hafi grátið yfir
örlögum sínum.
Vinsæll áningarstaður
„Þetta var við Þórshöfn, á landa-
merkjunum á milli Reykjanesbæjar
og Sandgerðis úti við Ósabotna,“ seg-
ir Tómas aðspurður hvar hann hafi
fundið hinn illa falda fjársjóð um-
hverfissóðanna að þessu sinni. Hann
segir að þetta svæði hafi verið lokað
þegar herinn var hér á landi en síðan
kom Ósabotnavegur þarna á milli og
vinsælt sé að keyra þarna um. „Þarna
eru margar og skemmtilegar nátt-
úruperlur en þetta er fyrst og fremst
vinsæll áningarstaður og ég hef lagt
mig í líma við að hafa það í lagi sem
ber fyrir augu þegar fólk er að keyra
hér um þessi svæði. Þess vegna er
alltaf jafn leiðinlegt þegar fólk fer út
á heiði og hendir rusli,“ segir Tómas
sem fyrst fékk að vita af ruslinu á
Facebook, á vef Sandgerðinga. Hann
hafi ákveðið að rúlla eftir þessu og
sækja þetta á fimmtudagsmorgun
þar sem ljóst var að Sandgerðingar
hefðu sjálfir nóg á sinni könnu þessa
dagana með bæjarhátíð.
Tómas stofnaði Bláa herinn árið
1995 og hafa hann og samtökin síð-
an fjarlægt þúsundir tonna af rusli úr
umhverfinu, aðallega við strendur,
opin svæði og í höfnum.
Eitthvað að í höfðinu á fólki
Hann skilur ekki hvað gerist hjá fólki
sem dettur svona nokkuð í hug. „Það
er eitthvað að í kerfinu sem gerir það
að verkum að fólk er með þessa lausn
í höfðinu; að keyra bara út í móa og
henda þessu þar. Og þetta er ekki
bara vandamál hér á Suðurnesjum,
þetta er víða. Svo má ekki gleyma
því að ef þetta fær að liggja þarna og
ofsaveður gengur yfir þá splundrast
þetta, dreifist um allt og endar úti í
sjó, sem mér finnst alltaf sorglegt.“
Hann segir að sá grunur læð-
ist að honum þegar hann kemur að
sorphaugum sem þessum úti í nátt-
úrunni að þangað hafi fólk sturtað
þessu því einhver förgunargjöld hafi
staðið í því.
„Vonandi förum við að fara að
taka okkur á í þessum efnum því við
verðum að hafa landið okkar í lagi,“
segir umhverfishetjan Tómas að lok-
um. n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
„Vonandi förum við
að fara að taka
okkur á í þessum efnum
því við verðum að hafa
landið okkar í lagi.
Sá mynd og sótti ruslið Tómas
J. Knútsson hefur í tuttugu ár sinnt
hreinsunarstarfi í sjálfboðavinnu með
samtökum sínum Bláa hernum. Hann sá
mynd af ruslinu á Facebook og gekk í málið.
Mynd Úr EinkaSafni
Sorglegt að sjá Hér má sjá hvernig einhver sóði hefur sturtað hluta úr búslóð sinni við veginn
og skilið eftir. Tómas segir 140 kíló af drasli hafa legið þarna í vegkantinum. Mynd TóMaS J. knÚTSSon
Grunaður um
smygl á fólki
Lögreglan á Suðurnesjum er
með serbneskan karlmann í
haldi vegna gruns um að hann
hafi smyglað fólki hingað til
lands. Fréttastofa RÚV greindi
frá þessu í gær, fimmtudag, og
sagði manninn hafa komið hing-
að til lands um liðna helgi ásamt
unglingi sem hann sagði vera
son sinn. Það hafi ekki reynst
rétt en hugsanlegt sé að þeir
séu skyldir. Ekki hafi tekist að fá
skyldleikann staðfestan og mað-
urinn því færður í varðhald á
meðan málið sé til rannsóknar.
Landsvirkjun
hagnast um 8,5
milljarða króna
Landsvirkjun hagnaðist um 63,9
milljónir Bandaríkjadala, jafn-
virði um 8,5 milljarða króna, á
fyrri helmingi ársins. Hagnað-
ur fyrirtækisins á fyrri hluta 2014
nam 34,5 milljónum dala og jó-
kst því um 85% milli ára. Hörður
Arnarson, forstjóri Landsvirkj-
unar, segir í afkomutilkynningu
að rekstur fyrirtækisins hafi al-
mennt gengið vel á fyrri helm-
ingi ársins og bendir hann á að
skuldirnar hafi lækkað um 23
milljarða króna á tímabilinu.
„Blikur eru þó á lofti í ytra um-
hverfi þegar litið er til skemmri
tíma. Álverð hefur lækkað mik-
ið á síðustu mánuðum, sem
hefur neikvæð áhrif á tekjur
Landsvirkjunar. Þá hefur köld
tíð valdið því að innrennsli í lón
Landsvirkjunar hefur verið með
minnsta móti í sumar.“