Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 28.–31. ágúst 2015
Við elskum umslög
- en prentum allt mögulegt
• Nafnspjöld
• Reikninga
• Veggspjöld
• Bréfsefni
• Einblöðunga
• Borðstanda
• Bæklinga
• Markpóst
• Ársskýrslur
Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is
Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is #iamhappyis IamHappy.is
Íslenska lífræna barnafatalínan MÓI fæst eingöngu í I AM HAPPY á Íslandi
I AM HAPPY Barnavöruverslun • Brekkuhúsum 1
www.iamhappy.is
Verðtryggingarmisvægi
aukist um 50 milljarða
n Eiga 285 milljörðum meira af verðtryggðum eignum en skuldum n Vildi gera misvægi óheimilt
V
erðtryggingarmisvægi stóru
viðskiptabankanna hefur
aukist um nærri 50 millj
arða króna á undanförnum
átján mánuðum og var um
mitt þetta ár samtals 285 milljarðar.
Landsbankinn sker sig sem fyrr úr
í þessum efnum en verðtryggðar
eignir bankans – umfram verð
tryggðar skuldir – eru 159 milljarðar
króna, eða liðlega 66% af eiginfjár
grunni.
Í ársbyrjun 2014 lagði meirihluti
sérfræðingahóps um afnám verð
tryggingar á nýjum neytendalánum
það til að fjármálafyrirtækjum yrði
gert skylt að hafa jafnvægi á milli
verðtryggðra eigna og skulda. Við
varandi verðtryggingarmisvægi yrði
þannig óheimilt. Hugmyndin var sú
að ýta undir þá þróun að vægi verð
tryggðra skulda heimilanna myndi
minnka og um leið skapa hvata fyrir
bankana til að bjóða neytendum
aukið framboð af óverðtryggðum
íbúðalánum.
Sumir hafa enn fremur talið að
slíkt viðvarandi misvægi á verð
tryggðum eignum og skuldum fjár
málastofnana geti orsakað kerfis
lægan verðbólguþrýsting þar sem
bankar hagnast til skemmri tíma
þegar verðlag reynist hærra en verð
bólguvæntingar markaðsaðila höfðu
gert ráð fyrir.
Frá því að nefndin setti fram
þessar tillögur sínar hefur verð
tryggingarmisvægi á bókum bank
anna því engu að síður haldið
áfram að aukast. Þar skiptir mestu
að Íslandsbanki, sem var með nán
ast ekkert misvægi á verðtryggð
um eignum og skuldum sínum í
ársbyrjun 2014, er núna með verð
tryggingarójöfnuð upp á 40 millj
arða króna, eða ríflega 20% af eigin
fjárgrunni bankans. Þetta misvægi
hefur þó minnkað um 17 milljarða
í tilfelli Íslandsbanka það sem af er
þessu ári á meðan það hefur nán
ast staðið í stað hjá Arion banka og
Landsbankanum.
Aukin ásókn í verðtryggt
Í fyrrnefndri skýrslu um afnám
verðtryggingar var á það bent að
þrátt fyrir að fjármálafyrirtæki hafi í
sjálfu sér ekki sérstaka hagsmuni af
því hvort þau veiti verðtryggð eða
óverðtryggð lán þá geti þau – við til
teknar kringumstæður – haft hag
af því að eiga meira af verðtryggð
um eignum en skuldum. Verð
tryggingarjöfnuður stóru bankanna
var um hundrað milljarðar í árs
byrjun 2010 og á síðustu fimm árum
hefur hann því nærri þrefaldast.
Sem hlutfall af eiginfjárgrunn allra
bankanna þá er misvægið tæplega
50% borið saman við 30% árið 2010.
Þrátt fyrir að meira en átján mánuðir
séu liðnir frá útgáfu skýrslunnar þá
hefur ekkert frést af því hvort stjórn
völd hafi í hyggju að fara eftir tillög
um nefndarinnar og innleiða slíkar
reglur á grundvelli þess að tryggja
aukinn fjármálastöðugleika.
Helsta skýringin á áfram
haldandi aukningu verðtrygginga
misvægis bankanna, eins og útskýrt
hefur verið í ritum Seðlabankans
um fjármálastöðugleika, er aukning
í veitingu verðtryggðra íbúðalána
og sömuleiðis lækkun verðtryggðra
langtímaskulda bankanna, en þær
eru einkum bundnir verðtryggðir
innlánsreikningar sparifjáreigenda.
Á síðasta ári voru þannig um 64%
allra nýrra íbúðalána verðtryggð.
Aukin eftirspurn eftir verðtryggðum
íbúðalánum hefur haldist í hend
ur við hækkun fasteignaverðs og
hækkun vaxta á óverðtryggðum lán
um.
Ólíkt því sem gildir um gjaldeyris
jöfnuð fjármálafyrirtækja þá hafa
engar reglur verið í gildi um hversu
hátt hlutfall verðtryggingarójafnað
ar má vera af eiginfjárstöðu þeirra.
Samkvæmt reglum Seðlabankans
má gjaldeyrisjöfnuður banka ekki
nema meira en 15% af eiginfjár
grunni þeirra. Sambærilegar reglur
um verðtryggingarmisvægi voru
afnumdar á tíunda áratugnum. Ef
slíkar reglur væru hins vegar í gildi,
sem kvæðu á um að misvægi milli
verðtryggðra eigna og skulda mætti
ekki fara umfram 15% af eigin fé, þá
myndi það þýða að bankarnir þyrftu
að óbreyttu að minnka verðtryggðar
eignir sínar um ríflega 240 milljarða.
Hagnast á verðbólguskoti
Í umræðu um verðtryggingarmis
vægi hefur því stundum verið haldið
fram að það sé beint samband á milli
aukningu í verðbólgu og hagnaðar
bankanna. Þannig myndu bankarnir
– miðað við núverandi 285 milljarða
misvægi – hagnast samtals um tæp
lega þrjá milljarða króna við hverja
prósentustigs aukningu í verðbólgu.
Slíkur útreikningur er aftur á móti
nokkur einföldun enda er þá ekki
tekið tillit til þess að vextir ákvarð
ast meðal annars af væntingum um
verðbólguþróun.
Ef vísitala neysluverðs þróast í
samræmi við verðbólguvæntingar
markaðsaðila þá ættu bankarnir
því að hagnast álíka mikið af óverð
tryggðum eignum og skuldum eins
og verðtryggðum. Við óvænt verð
bólguskot þá geta bankarnir hagnast
talsvert af því að eiga mun meira af
verðtryggðum eignum en skuldum.
Reynist verðbólgan hins vegar und
ir væntingum, eins og hefur gerst
undanfarin misseri, þá tapa bank
arnir á því að vera með slíkt misvægi
á bókum sínum. n
Stóru bankarnir Verðtryggingarmis
vægið hefur aukist úr 239 milljörðum í 285
milljarða frá því í ársbyrjun 2014.
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
159
milljarðar
66% af eigið fé
86
milljarðar
51% af eigið fé 40
milljarðar
21% af eigið fé
Verðtryggingarmisvægi bankanna
Heimild: Árshlutareikningar bankanna á öðrum
fjórðungi 2015.
Landsbankinn Arion banki Íslandsbanki