Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 34
Helgarblað 28.–31. ágúst 201526 Fólk Viðtal
hún var, að ég hygg, starfsmaður fyrir
Vinstri græna. Svo fór hún í framboð
fyrir Borgara hreyfinguna og komst
þannig á þing, en sá flokkur lifði ekki
lengi og þá fór hún að starfa með
Hreyfingunni. Svo bauð hún síð
ast fram fyrir Pírata. Til þess að stýra
landinu af einhverri stefnufestu þarf
auðvitað einhverja kjölfestu. Stóra
spurningin sem menn standa frammi
fyrir með nýja flokka eins og Pírata
er; fyrir hvað standa þeir? Er einhver
kjölfesta í þeim? Mér finnst Píratar að
stærstum hluta óskrifað blað.“
En ertu ekki hissa þegar þú sérð
þessar kannanir?
„Ég neita því ekki og ég held að margir
séu hissa. Þau hafa stokkið upp í fylgi
á mjög skömmum tíma án þess að
þau séu að kynna einhver stefnumál
til sögunnar.“
Haftamálin. Þið kynntuð um-
fangsmikla áætlun um losun hafta
fyrr í sumar. Nú er eins og eitthvert
tómarúm sé í því máli. Hver er stað-
an?
„Það er í sjálfu sér ekkert sem á að
koma á óvart. Nú hvílir á slitabúunum
að vinna sína vinnu. Undirbúa félög
in fyrir gerð nauðasamninga þannig
að þau geti sóst eftir því að fá undan
þágu frá höftunum og lokið skiptum
með stöðugleikaframlagi og nauða
samningi.“ Bjarni vísar því á bug að
margir séu að reyna að hafa áhrif á
vinnuna í tengslum við áform ríkis
stjórnarinnar. Hann segir hlutina
ganga eins og ætlast sé til og útboð
fyrir aflandskrónuhlutann sé næsta
skref sem tekið verði í október eða
nóvember. Hann viðurkennir að
tímapressan sé mikil á slitabúunum.
„Þau þurfa virkilega að nýta tímann
vel og vinna alla þessa skjalavinnu
og taka stórar ákvarðanir til þess að
raunhæft sé að ljúka öllum formleg
heitum fyrir áramót. En það er ekki
vinna sem hvílir þungt á stjórnarráð
inu.“
Sáttur við seðlabankastjóra?
Treystir þú nágranna þínum í Seðla-
bankanum til að klára þetta mál?
„Við höfum átt fínt samstarf um þetta
mál.“
Ertu með góðan seðlabankastjóra?
„Við erum að ná árangri í efnahags
málum og sú staða væri ekki uppi ef
Seðlabankinn nyti ekki trausts.“
Ertu með góðan seðlabankastjóra?
„Ég held að hann sé vel hæfur í starfi.“
Er þetta já?
„Ég er ekki fyrir það að gefa mönn
um í kringum mig einkunn. Ég segi
bara að það sem er að gerast í ís
lensku efnahagslífi myndi ekki gerast
nema Seðlabankinn nyti trausts.“ Um
leið og hann lagar enn einn ganginn
bindið verður honum litið út um
gluggann á Seðlabankann. Við snú
um okkur að öðru.
Þessi ríkisstjórn hefur sætt marg-
víslegri gagnrýni. Ein birtingar-
myndin er uppnefnið – ríkisstjórn
hinna ríku. Hverju svarar þú þessari
nafngift?
„Við höfum lækkað skatta á alla. Við
höfum lækkað skatta á þá tekjulægstu
og við munum halda því áfram um
næstu áramót og þarnæstu. Við lækk
um neðsta skattþrepið og fellum
út miðþrepið. Á sama tíma settum
við tæplega fjörutíu milljarða króna
skatta á fjármálakerfið. Við höfum
farið í umdeilda, en ég leyfi mér að
segja vel heppnaða, aðgerð til að létta
undir með þeim sem áttu erfiðast
með að láta enda ná saman. Ég er að
tala um skuldaleiðréttinguna. Þegar
kjörtímabilinu verður lokið höf
um við tekið tugum milljarða meira
í veiðigjöld af útgerðinni í landinu
heldur en vinstri stjórnin gerði á sínu
kjörtímabili. Þegar þetta allt er lagt
saman þá segi ég bara: Þvílík öfug
mæli. Þvílíkt uppnefni.“
Fer þetta stundum í taugarnar á þér?
„Ég er kominn yfir það að láta
svona hluti fara mikið í taugarnar
á mér. Þetta er hluti af stjórnmála
umræðunni. Finna einhver uppnefni
til þess að klessa á menn og nota og
spila aftur og aftur.“
En þú tekur ekki þátt í þeim leik?
„Nei, ég hef forðast að standa í slíku
orðaskaki. Ég held að til lengri tíma
sé meiri ávinningur að halda sig frá
því. Það er ekki leiðin til að ávinna sér
traust.“
Eitt eftirminnilegasta atvik í síð
ustu kosningabaráttu var þegar Bjarni
Benediktsson kom í formannsspjall í
ríkissjónvarpinu tveimur vikum fyrir
kosningar. Formennska Bjarna hafði
verið mjög á milli tanna fólks og ýms
ir vildu kenna honum um slakt gengi
flokksins. Í þessu viðtali mátti heyra
að Bjarni hafði gælt við hugsunina að
hætta sem formaður flokksins.
Var mjög nálægt því að hætta
Hversu nálægt því varstu að hætta?
Hann réttir sig upp í stólnum og
bindið fer á flug og sveiflast í lausu
lofti. „Þennan dag var ég mjög nálægt
því að hætta. Það sem var erfiðast fyr
ir mig í samtölum við stuðningsmenn
og fjölskyldu var að ræða við mína
nánustu fjölskyldu. Það reyndist mér
langerfiðast. Í gegnum þau samtöl
áttaði ég mig á því að ég þurfti ekki
að taka þessa ákvörðun þennan dag.
Þegar ég mætti í viðtalið var ég búinn
að fara í gegnum það að ég var reiðu
búinn til að ræða þann möguleika að
hætta. Mér leið nákvæmlega þannig
að ég hefði engu að tapa í þessu við
tali. Engu. Það gat alveg verið að ég
væri að fara að hætta og þá hafði ég
engu að tapa hvort eð er. En ef ég
fyndi fyrir stuðningi og löngun til þess
að klára þessar kosningar þá myndi
ég bara gera það. Ég fann það svo hjá
mér innst inni að það var bara ekki í
mínum karakter að labba burt á þess
um tímapunkti. En þó það væri ekki í
mínum karakter þá var mér umhug
að um að vel gat verið að formennska
mín væri að trufla árangur fyrir flokk
inn. Það var aðalatriðið fyrir mig að
hugsa um.“
Varstu búinn að undirbúa þetta
þegar þú komst í viðtalið?
„Mér leið ótrúlega vel þegar ég sett
ist inn í þetta stúdíó. Ég var sáttur
við sjálfan mig á þessum tímapunkti.
Eina sem ég var búinn að undirbúa
var að ég var tilbúinn til að ræða all
ar hliðar mála. Á þessum tíma hafði
Sjálfstæðisflokkurinn verið að tapa
fylgi í viku hverri. Við mældumst sí
fellt verr og á tímabili var flokkurinn
kominn undir tuttugu prósent. Ég
var tilbúinn til að ræða þetta út frá
persónulegri hlið og sem formaður
flokksins, nákvæmlega eins og menn
vildu ræða það. Það má kannski segja
að maður hafi fellt niður ákveðnar
varnir. Ég kom bara til dyranna eins
og ég var klæddur.“
Varstu nakinn?
„Já. Í vissum skilningi.“ Bjarni segir
ekki auðvelt að meta nákvæmlega
hverju þetta breytti fyrir Sjálfstæðis
flokkinn í þessum kosningum. En
niðurstaðan varð hins vegar sú að
flokkurinn fékk nokkuð meira fylgi
en kannanir bentu til. Hann er sann
færður um að viðtalið hafi verið mik
ilvægt til að binda endi á umræðuna
um hvort þyrfti að gera eitthvað í for
ystu flokksins. „Það gat ekki geng
ið lengur að menn væru í alvöru að
ræða að gera skoðanakannanir um
hvort ætti að skipta um formann
þegar voru tvær vikur í kosningar.
Það var algerlega lífsnauðsynlegt fyr
ir okkur til þess að klára kosninga
baráttuna að ljúka þeirri umræðu. Ég
fann það frá félögum mínum að það
varð mikill léttir þegar loftið hafði
verið hreinsað. Þó að þetta hafi ein
hverju bjargað má ekki gleyma því að
við vorum ekki himinlifandi ánægð
með kosningaúrslitin.“
Hanna Birna þarf
endurnýjað umboð
Eftir tæpa tvo mánuði heldur Sjálf
stæðisflokkurinn landsfund. Bjarni
vill áfram vera formaður. Hins vegar
má segja að varaformannskjör muni
draga að sér mikla athygli. Hanna
Birna Kristjánsdóttir er varaformað
ur. Hún baðst lausnar sem ráðherra
á síðasta ári í kjölfar lekamálsins svo
kallaða. Jafnframt tók hún sér hlé frá
þingstörfum þar til í vor. Hún er nú
komin á nýjan leik til þings.
Styður þú Hönnu Birnu til áfram-
haldandi varaformennsku?
„Ég lít þannig á að það sé mikilvægt
fyrir Hönnu Birnu að fá endurnýjað
umboð frá þessum landsfundi. Hún
hefur gefið það út að hún hafi áhuga
á að halda áfram. Ég treysti mér vel til
þess að vinna með henni áfram. Ég
ætla hins vegar ekki að reyna að stýra
því með einhverjum hætti hvernig
fundurinn kemst að niðurstöðu um
svona mál. Því síður að setja einhverj
um stólinn fyrir dyrnar, sem vill reyna
sig. Ég hef margoft sagt það um Hönnu
Birnu að hún getur vel náð sér á strik
aftur í stjórnmálunum, þttó hún hafi
tekið sér hlé á fyrri hluta ársins.“
Eitt af stærstu málum þessar
vikurnar í íslensku samfélagi er inn
flutningsbann á Ísland til Rússlands.
Telur Bjarni koma til greina að draga
okkur út úr því máli með einhverjum
hætti? Hætta að styðja stefnu Evrópu
sambandsins gagnvart Rússlandi
vegna Úkraínu? „Mér fannst afstaða
Íslands komin að fullu fram á vett
vangi NATO, yfirlýsingum sem höfðu
fallið og heimsóknum til Úkraínu og
Rússlands. Ég spurði mig hvort það
væri þörf á að skerpa á okkar afstöðu
með því að styðja efnahagsþvinganir
Evrópusambandsins gagnvart Rúss
landi. Að ætla að draga þann stuðn
ing til baka held ég að sé hreinlega
ekki raunhæfur kostur. Ég hef ekki
gert tillögu um það og efast um að
það sé trúverðugt í þeirri stöðu sem
við erum í núna. Það liti einkennilega
út eftir að Rússar bættu okkur á þenn
an bannlista. Ég hef hins vegar viljað
ræða málið algerlega eins og það bar
að. Mér finnst margir hafa farið al
gerlega út af sporinu í yfirlýsingum
og sumir hafa hreinlega viljað segja
skilið við vestræn lýðræðisríki og taka
undir stjórnarhætti Pútíns. Það er
hálf barnalegt að mála hlutina svona
sterkum litum. Ég á erfitt með að taka
slíka menn alvarlega. Svo sér maður
líka að aðrir reyna að nota þetta mál
til að reka fleyg á milli stjórnarflokk
anna eða til þess að rökstyðja þann
málflutning að menn séu alltaf í sér
hagsmunagæslu fyrir útgerðina. Þetta
er ótrúlega ódýr málflutningur, jafn
vel hlægilegur.“
Hættur eftir tíu ár?
Hvar sérð þú þig eftir tíu ár?
Bindið er lagað. Nánast straujað fast
á skyrtuna með ákveðnum strokum.
„Ég skal segja þér það. Ég mæti á
hverjum degi hérna í vinnuna mjög
meðvitaður um að það eru for
réttindi að manni sé treyst til að vera
hér og taka stórar ákvarðanir. Því ber
að taka mjög alvarlega. Ég reyni að
sinna því eins vel og ég get. Á sama
tíma er ég með það í huga að maður
fær skammtaðan takmarkaðan tíma
í svona hlutverki. Ég skal vera alveg
hreinskilinn. Ég er frekar efins um að
ég verði í stjórnmálum eftir tíu ár. Þá
erum við að tala um árið 2025 og það
myndi þýða að ég væri búinn að vera
22 ár í stjórnmálum. Ég sá mig aldrei
fyrir mér í svo langan tíma sem virkan
í stjórnmálum. En fyrst og fremst von
ast ég eftir því að vera áfram spræk
ur á líkama og sál og geta sinnt ein
hverju skemmtilegu og hafa góðan
tíma til að sinna fjölskyldunni og hafa
hana hjá sér.“
Talandi um að vera sprækur
– hvað finnst þér um gengi karla
liðs Stjörnunnar á Íslandsmótinu í
knattspyrnu? Bjarni er bæði fyrrver
andi leikmaður með Stjörnunni og
formaður stjórnar knattspyrnudeild
ar félagsins, ef einhver hefur gleymt
því. „Vonbrigði. Gríðarlega mikil von
brigði. En hafa ber í huga að sumar
ið sem þeir gáfu okkur í fyrra endist í
mörg ár.“ Það verður líka að gera það.
Hann herðir bindishnútinn. „Nei, það
verður ekkert að gera það, en gleðin í
fyrra var mikil. En vonbrigðin í sum
ar er að þeir eru að spila langt und
ir því sem þeir eiga að geta sýnt. Þeir
geta meira en þetta og andlegi þáttur
inn er að trufla þá. Þarna blandast
saman andlegi þátturinn, óheppni og
meiðsli. En þetta er þroskandi. Þetta
slípar menn til.“ Næsti fundur bíður.
Mættur er borgarstjórinn í Reykjavík.
Væri gaman að taka hann upp. Bjarni
togar í bindið þegar hann labbar út af
skrifstofunni. Bindið er þráðbeint. n
„Ég skal vera alveg
hreinskilinn. Ég
er frekar efins um að ég
verði í stjórnmálum eft-
ir tíu ár. Þá erum við að
tala um árið 2025 og það
myndi þíða að ég væri
búinn að vera 22 ár
í stjórnmálum.
Fjármálaráðherra les DV
Forsíða DV í vikunni fjallaði um
fjötra vaxta og verðtryggingar
sem íslenskir húsnæðiseigend-
ur eru hnepptir í. „Þessu þarf að
breyta.“ MynD ÞorMar Vignir gunnarSSon