Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 4
Helgarblað 28.–31. ágúst 20154 Fréttir
Verðlaunað
fyrir að
byggja stórt
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son forsætisráðherra segir þró-
un skipulagsmála í borginni
uggvænlega.
Þetta segir hann í pistli
á heimasíðu sinni þar sem
hann gagnrýnir meðal annars
þá tilhneigingu að fylla upp
í byggingareiti til þess að há-
marka hagnað þeirra sem
byggja. Hann segir þetta koma
niður á fagurfræði borgarinnar.
Ráðherrann telur einnig
hættulega hvata til staðar þar
sem eigendur húsa og lóða eru
verðlaunaðir fyrir að byggja stórt.
„Allt það versta við skipulags-
nálgun eftirstríðsáranna skýt-
ur nú upp kollinum á ný. Eitt
af því er sá neikvæði hvati sem
skipulagið og
framkvæmd
þess fela í sér.
Skilaboðin eru
þessi: Eigendur
gamalla húsa
sem fjárfesta í
húsunum sínum og
gera þau fallega upp með ærn-
um tilkostnaði, fá ekkert fyrir
það. En eigendur húsa sem láta
þau drabbast niður og eyðileggj-
ast geta vænst þess að fá leyfi
til að rífa þau og byggja ný og
stærri hús í staðinn. Því stærra
sem húsið er, og því ódýrara,
þeim mun meiri verður hagnað-
urinn. Þess vegna eru kríaðir út
eins margir fermetrar og mögu-
legt er og þar sem fæst leyfi fyrir
nýbyggingum er iðulega öll lóð-
in grafin út og stundum jafnvel
grafið undan garði nágrannans
(eins og dæmi eru um). Svo er
byggt alveg að lóðarmörkunum.“
É
g er eingöngu að fara frá
Hvammstanga því ég get ekki
haft barnið mitt lengur í þess-
um skóla,“ segir móðir 14 ára
stúlku sem varð fyrir miklu
einelti í grunnskólanum á Hvamms-
tanga frá fyrsta til áttunda bekkj-
ar. Mæðgurnar sem voru búsettar
þar eru nú fluttar til Reykjavíkur en
móðirin segir að illa hafi gengið að
fá skólayfirvöld og aðra til að bæta
ástandið. Stúlkan hóf nám í nýjum
skóla fyrir stuttu.
DV setti sig í samband við nokkra
foreldra sem eiga börn sem voru í
skólanum og þurftu að fara annað
vegna eineltis. Eru þeir sammála um
að ekki hafi verið tekið vel á eineltis-
málum innan skólans. Bæði fyrr-
verandi og núverandi starfsmenn
skólans taka í sama streng. Enginn
þeirra treysti sér til að koma fram
undir nafni. Sigurður Þór Ágústsson,
skólastjóri grunnskólans á Hvamms-
tanga, segir skólann vera með virka
eineltisáætlun en hann geti ekki tjáð
sig um málefni einstakra nemenda.
„Það hefur verið mikil óánægja
meðal foreldra og starfsfólks varð-
andi hvernig tekið er á eineltismál-
um. Skólastjórinn tekur ekki á nein-
um vanda,“ segir móðir stúlkunnar í
samtali við DV.
Á vegum skólans starfar nefnd
sem skipuð var til að leysa úr ein-
eltismálum. „Eineltisnefndin hefur
ekki gert neitt í máli barnsins míns
heldur hunsað hana í átta ár.“
Hún segir bæjarbúa hafa rætt
málið við sig þegar í ljós kom að
mæðgurnar ætluðu að flytja. „Í vet-
ur fór fólk að tjá sig um þetta því við
vorum á förum. Þá fann ég að ég var
ekki ein í heiminum. Margir bjuggu
yfir sömu reynslu.“
Alvarlegt einelti í sturtuklefanum
„Barnið mitt kom stundum heim úr
skólanum og hafði verið grýtt uppi
við vegg eða kaffært í snjónum. Hún
sagði mér að enginn hefði gripið inn
í, ekki einu sinni skólaliðar. Hún upp-
lifði þá sem áhorfendur eineltisins.
Alvarleg atvik áttu sér einnig stað
í sturtuklefanum í skólasundi þar
sem enginn vörður var til að fylgjast
með. Ég veit að skólastjóranum bár-
ust ábendingar þar um. Hann gerði
ekkert í málunum.“
Hún segir dóttur sína hafa mætt
illa í skólann á liðnum vetri og skóla-
yfirvöld ekkert skipt sér af því. „Það
var bara eins og þau væru fegin.“
„Ég hef reynt að tala við skólayfir-
völd í öll þessi ár, reynt að fá aðstoð
og stöðva eineltið en engin viðbrögð
fengið. Barnið mitt var í skólanum
til 13 ára aldurs og það var aldrei
reynt að gera nokkuð í máli þess.
Hvorki af hálfu skólastjórans né
eineltisnefndarinnar. Skólayfirvöld
brugðust.“
Að lokum hafi hún snúið sér til
sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húna-
þings vestra. „Ég fór til hennar fyrir
páska og hún ætlaði að útvega dóttur
minni hjálp, finna einhvern til að
ganga með henni í skólann og ann-
að. Það var ekki gert og við heyrðum
aldrei í henni.“
Sagði upp störfum vegna óánægju
„Ég hafði unnið í grunnskólanum á
Hvammstanga meira og minna frá
því ég var sextán ára. Nú er ég sextug.
Ég vann undir núverandi skólastjóra
í átta ár en sagði upp í fyrravetur. Mér
þótti vænt um starfið en stemningin
í skólanum var slæm og illa var tekið
á eineltismálum til að mynda,“ seg-
ir fyrrverandi skólaliði sem lét þar af
störfum vegna óánægju.
Hún segir að skólastjóran-
um hafi verið bent á að nemend-
ur væru lagðir í einelti en málunum
aldrei fylgt eftir. „Hann [skólastjór-
inn] lét líka vita af tilteknum málum
og starfsmenn fylgdust þá með. Síð-
an þegar málið kom aftur til hans þá
bara stoppaði það þar. Það átti sér til
dæmis stað mikið einelti í sturtuklef-
um íþróttahússins en þar var enginn
vörður. Skólastjórinn gerði ekkert í
málinu.“ Starfsemi eineltisnefndar
hafi einnig borið lítinn árangur.
Segir eineltisáætlun virka
„Ég get ekki tjáð mig um málefni
einstakra nemenda. Ég get bara
nefnt þær almennu reglur sem við
förum eftir. Við erum með virka ein-
eltisáætlun og erum með eineltis-
nefnd sem tekur á öllum málum.
Verklagsreglur skólans gera ráð fyrir
mistökum og ef menn er ósáttir við
niðurstöður nefnda eða skólastjóra
er hægt að vísa því til fjölskyldusviðs
til úrlausnar,“ segir Sigurður Þór
Ágústsson, skólastjóri grunnskólans
á Hvammstanga.
Ekki náðist í starfsmenn fjöl-
skyldusviðs við vinnslu greinarinn-
ar. n
„Skóla-
yfirvöld
brugðuSt“
n Flutti frá Hvammstanga svo barnið gæti
skipt um skóla n Illa tekið á eineltismálum
Birna Guðmundsdóttir
birna@dv.is
Dóttirin
mætti illa
í skólann
Skólayfirvöld
á Hvamms-
tanga skiptu
sér lítið af.
Grunnskólinn á Hvammstanga
Margir eru óánægðir með hvernig
tekið er á eineltismálum. MynD HunAtHinG.iS
„Þá fann
ég að ég
var ekki ein í
heiminum. Margir
bjuggu yfir sömu
reynslu
Sigurður Þór Ágústsson Segir skólann
vera með virka eineltisáætlun.