Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 33
Helgarblað 28.–31. ágúst 2015 Fólk Viðtal 25 Gamli GluGGinn úr nýi GluGGinn í svo einfalt er það! súðarvoGur 3-5, reykjavík GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is s: 5666630 / GluGGaGerdin.is Sitjum eftir í gamla tímanum „Ég er að vísa til þess að flokk- urinn er ávallt svo sterkt tengd- ur við grunnatvinnuvegina í landinu. Í fyrsta lagi við orku- öflun og orkunýtingu og líka skynsama nýtingu auðlind- anna í hafinu. Menn segja gjarnan að flokkurinn vilji bara virkja meira og fá fleiri orkufrek fyrirtæki til lands- ins. Nú, eða menn segja, flokkurinn vill ekki hlusta á vilja þjóðarinnar í sjávarút- vegsmálum. Ég segi, tökum þessa umræðu en á sama tíma verður flokkurinn að ná betur til kjósenda um önn- ur mál sem jafnvel eru að verða stærri.“ Bjarni nefnir ferðageirann til sögunnar og bendir á að vöxtur hans hafi verið gríðarlegur. En hann horfir lengra og víðar. Hann telur til kvikmynda- gerð, forritaþróun og fleiri vaxtarsprota sem hafa vax- ið hratt og geta orðið öflugir. „Flokkurinn verður að koma betur til skila sýn sinni á nýtingu tækifær- anna á þessum sviðum og fleiri mál- efnasviðum. Umhverfismálin eru þar mikilvæg. Með þessu vil ég breikka umræðuna um Sjálfstæðisflokkinn. Við höfum tekið mjög stíft til varna um stefnu okkar í sjávarútvegsmál- um og orkunýtingarmálum. Það hef- ur orðið til þess að sýn fólks á flokkinn hefur takmarkast við þessa mála- flokka, sem er svo rangt og illa lýsandi fyrir það sem við viljum standa fyrir.“ Hafið þið grafið of djúpar skotgraf- ir í þessum málum? „Menn hafa án efa viljað gera ágrein- ing um auðlindanýtingu á Íslandi við Sjálfstæðis flokkinn. Mér finnst ekki standast nema brot af því sem haldið er fram um flokkinn og stefnu hans í þessum málaflokkum. Það verður að koma sá tímapunktur að við náum sátt um þessi mál og að því erum við svo sem að vinna. Með breytingum á auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fisk- veiðistjórnunarkerfinu og til dæm- is breytingar á eigendastefnu Lands- virkjunar. Allt eru þetta skref í þá átt að taka þessi stóru mál úr daglegri átakaumræðu stjórnmálanna.“ Sitjum eftir í gamla tímanum Ertu að segja að þú ætlir að mýkja Sjálfstæðisflokkinn? „Það sem hefur gerst síðustu ára- tugi er að samfélagið hefur breyst og flokkurinn þarf að breytast samhliða því.“ Hefur hann ekki gert það? „Mér finnst að við sitjum dálítið eft- ir í gamla tímanum. Það stafar held ég að hluta til af því að flokkurinn var við völd í svo langan tíma sam- fleytt.“ Bjarni segir eðlilegt að þegar lífsafkoma þjóðarinnar gekk út á það að nýta sjávarauðlindina hafi stjórnmálin snúist um sjávarútveg- inn. Sama hafi verið upp á teningn- um þegar nýting orkuauðlinda fyr- ir stóriðju hafi verið í brennidepli. Hann rifjar upp að síðustu stóru átök- in á því sviði hafi verið Kárahnjúkar. Horfandi um öxl telur hann að þess- um tveimur meginstoðum í hagkerfi Íslands hafi verið kirfilega komið fyr- ir og því sé rétt að horfa til fleiri þátta. Víkka út umræðuna og í raun að færa Sjálfstæðisflokkinn aðeins til í um- ræðunni. „Það er orðið tímabært að snúa sér að hinum nýju stoðum hag- kerfisins. Nú erum við komin með það öflugt hagkerfi og þróað mennta- kerfi og í raun öflugt samfélag að okk- ar næstu stóru skref eiga að vera inn á ný svið. Verðmætasköpun á nýjum sviðum sem eiga sér takmarkalausa vaxtarmöguleika. Sjálfstæðisflokk- urinn þarf að taka þetta skref með þjóðinni. Ég vil sjá okkur meira af- gerandi í umræðu á þessum sviðum. Ísland mun ekki bara snúast um fisk og ál þó að það séu mikilvægir þætt- ir. Ég vil taka Sjálfstæðisflokkinn inn á þessar nýju lendur og við þurfum að einbeita okkur að því að teikna upp framtíðarsýn á þessum vettvangi. Við getum ekki látið stjórnmála- umræðuna bara snúast um gömlu stoðirnar, hversu mikilvægar sem þær eru.“ Ert þú maðurinn til að taka Sjálf- stæðisflokkinn og nútímavæða hann? Bindið er lagað á nýjan leik. Ekki að það hafi nokkuð þurft, en nú er það mjög gott. „Ég er tregur til að fella dóma um hvað ég get sjálfur gert. Ég treysti mér til þess að vera sá sem leggur í auknum mæli áherslu á þessi mál og ég trúi því að þetta sé rétt fyr- ir samfélagið og um leið nauðsyn- legt skref fyrir Sjálfstæðis flokkinn að beina sjónum sínum að þessum nýju verkefnum. Ég tel líka að þau kynslóða- skipti sem urðu þegar ég var kjörinn formaður séu nauðsynleg og ég treysti mér til að tengja við gamla tím- ann og um leið að tala máli nýrrar kynslóðar.“ Hann hef- ur þann varan á að verkefni stjórnmálamanna á þessu sviði er að skapa regluverk- ið, undirbúa jarðveginn og gera hann frjóan. Hann tek- ur skýrt fram að ekki standi til að gera þetta með handafli. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að fara að stofna þessi fyrir- tæki en markmiðið er að um- hverfið verði aðlaðandi fyrir þá sem vilja fara í þessar nýju greinar.“ Ríkisstjórn með Pírötum? Píratar mælast með yfir þrjá- tíu prósenta fylgi í skoðana- könnunum, mánuð eftir mánuð. Þó svo að flestum stjórnmálamönnum sé illa við „hvað ef“-spurningar, er Bjarni beðinn um að upplýsa, ef kosið yrði nú og úrslitin yrðu á þá leið sem kannanir mæla, hverjum myndi hann fara í ríkisstjórn með? „Þú ert í raun að spyrja mig hvort Píratar séu stjórn- tækur flokkur. Mér finnst enginn geta sett sig í það sæti að dæma aðra úr leik sem hafa sterkt lýðræðislegt umboð. Því er ekki að leyna að mér finnst hafa verið mikið rótleysi í kringum suma í þessum flokki. Ég nefni sem dæmi að Birgitta sást fyrst á þingi þegar „Mikil- vægt fyrir Hönnu Birnu að fá endurnýjað umboð Stjörnumaður Bjarni var leikmað- ur Stjörnunnar og spilaði sem varnarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.