Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 48
Helgarblað 28.–31. ágúst 201540 Menning Project1_Layou t 1 24/11/2011 12:58 Page 1 Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík Fjarðargötu 19, 220 Hafnarfirði, sími 511-7000, www.innrammarinn.is Fjarðargötu 19, Hafnarfirði Velkomin á nýtt rammaverkstæði og verslun Úrval tilbúinna ramma og myndaalbúma Þ að var kominn tími á að Svíar fengju loksins að vera vondu gaurarn- ir í Hollywood-mynd. Flestar aðrar Evrópuþjóðir hafa fengið að sinna hlutverk- inu, meira að segja Íslendingar í Mighty Ducks 2, og þó Dolph Lundgren hafi lagt Apollo Creed í gröfina gerði hann það sem Rússi. Auðvitað er þetta Mission Impossible-mynd, og ekki er allt sem sýnist. Leikkonan Rebecca Ferguson er hálfensk og hálfsænsk og ekki ljóst með hverjum hún stendur, en sænski beinalæknirinn Jens Hultén er í það minnsta hreinræktað illmenni. Þrátt fyrir fríðan hóp aukaleikara er þó Tom Cruise að sjálfsögðu fyrirferðarmestur, virðist hafa jafnað sig eftir skilnaðinn og dvölina í Eyjafirði og er í fantaformi. Og sem hasarmynd er MI:5 nán- ast óaðfinnanleg. Eins og njósnamynd sæmir er komið við í stórborgum á borð við London og Vín, og þeyst um sveitavegi Marokkó. Cruise er sem fyrr í forsvari fyrir IMF-hópinn, sem er því miður ekki Alþjóða gjaldeyrissjóður- inn (áhugavert væri að sjá hann tak- ast á við skuldavanda Grikkja) heldur tekst Tom á við önnur ómöguleg verkefni sem gefa meira tilefni til að vera ber að ofan. Skúrkurinn bendir réttilega á að hetjur eru alltaf að verja núverandi ásigkomulag, en að hann vilji reyna að breyta því. Hvernig hann ætlar að fara að því er ekki alveg ljóst, og við eigum að samþykkja að eftirlitslausar njósnastofn- anir séu best til þess fallnar að bjarga heiminum. Ef ekkert af þessu virkar vitrænt þá hreyf- ist myndin svo hratt að maður tek- ur varla eftir því, og Daniel Craig þarf að hafa sig allan við ef hann ætlar að toppa Tom Cruise í njósnahasarnum í ár. n Næstum betri Bond en Bond Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Mission Impossible: Rogue Nation IMDb 7,8 RottenTomatoes 93% Metacritic 75 Handrit og leikstjórn: Christopher McQu- arrie Aðalhlutverk: Tom Cruise, Rebecca Ferguson og Jeremy Renner. 131 mínútur Riddari götunnar Tom Cruise geysist um á mótorfák í Mission Impossi- ble: Rogue Nation. Í súrrealískum hugarheimi Klang Mundi Vondi er einn stofnenda Klang Games sem gefur út tölvuleikinn ReRunners á næstunni G aldrar tölvuleikjanna byrja að myndast þegar þú ert kominn inn í heim sem þér líður vel í og langar að halda áfram að vera inni í. Þetta eru eins og vel gerðar teiknimyndir, sem eru mjög ríkar í smáatrið- um,“ segir Mundi Vondi, einn stofn- enda tölvuleikjafyrirtækisins Klang Games, sem stefnir á að gefa út sinn fyrsta leik, ReRunners, í lok ársins. DV hitti Munda í Berlín og spjall- aði um útlit og söguheim tölvuleiks- ins, tvívíðu „platform“ fjölspilunar- leik sem er dýpri en fyrst virðist. Afi með tröllatrú á verkefninu Nokkur eftirvænting er eftir tölvuleiknum ReRunners sem stefnt er á að komi út síðar á árinu. Leik- urinn er sá fyrsti frá tölvuleikjafyrir- tækinu Klang Games sem var stofn- að árið 2013 af þremur Íslendingum búsettum í Berlín í Þýskalandi. Ný- lega fjárfesti breska félagið London Venture Capital í fyrirtækinu fyrir tugi milljóna króna. Klang var stofnað af Guðmundi Hallgrímssyni, listamanni og fata- hönnuði, sem er betur þekktur sem Mundi Vondi, auk Ívars Emilsson- ar og Odds Snæs Magnússonar – sem höfðu meðal annars starfað við tölvuleikjaframleiðslu hjá CCP. „Það var æskudraumur hjá mér að gera þetta. Þegar ég var í lista- háskólanum kynntist ég Ívari og Oddi, sem voru þá að vinna hjá CCP, og við fórum að pæla í að búa til einhvern brjálaðan tölvuleik,“ seg- ir Mundi. Fyrsti stuðningsaðilinn var afi hans, Eiríkur Óskarsson. „Ég minntist á þetta við hann á kaffihúsi og hann alveg stökk til og hafði trölla- trú á þessu.“ Eftir mikla útreikninga komust þeir að þeirri niðurstöðu að Berlín væri hentugasti staðurinn fyrir fyrir- tækið, framfærslukostnaður lágur og umhverfi fyrir lítil fyrirtæki spennandi. Hann segir að fljótt hafi þó komið í ljós að fjármagnið dugði skammt í framleiðslu á hinum epíska tölvuleik og þeir þyrftu að byrja á minna verkefni. „Við fórum að skoða snjallsíma-leikjaiðnaðinn, pæla hvað vantaði þar og hvernig við gætum komið þangað inn á ferskan hátt.“ Þá kviknaði hugmyndin að ReRunners. Hoppað á eftir félaganum ReRunners er tvívíður „platform jump-and-run“ tölvuleikur en þá gerð tölvuleikja þekkja margir frá Mario Bros-leikjunum. Í leiknum hleypur þú, hoppar upp og niður framhjá ýmsum hindrunum og safn- ar hlutum, á leið þinni í átt að marki borðsins. En það sem er óvenjulegt við ReRunners er að þrautabrautina þarf maður að hlaupa í kapp við aðra spilara leiksins. „Það helsta sem við erum að koma með nýtt inn er þessi möguleiki á fjöldaspilun. Það er erfitt að framkvæma það á snjallsíma því nettengingin er ekki alltaf hröð og það getur haft neikvæð áhrif á spilun- ina, leikurinn höktir og svo framveg- is. Við leysum þetta með því að taka upptökur af karakterum annarra spilara og tefla þeim fram á móti þín- um karakter þegar þú spilar. Þú ert ekki að keppa við annað fólk í raun- tíma, en þér líður eins og þið séuð að spila samtímis,“ útskýrir Mundi. Klassískt en lifandi útlit Útlitslega vísar leikurinn í grafík gamalla tölvuleikja af sömu tegund, hann byggist á stórum dílum eða greinilegum pixlum. „Við vildum að fólk gæti tengt þetta við klassíska „platform“ leiki. Við vorum að kynna svo mikið af nýjum þáttum inn í þessa leikjategund að við töldum réttast að fara frekar klassíska leið útlitslega. Um leið reynum við að spila með og skapa ferska útgáfu af þessum klassíska pixelstíl. Til dæmis fara hlutir í bakgrunninum úr fókus og búa þannig til svolítið þrívíddar- lega hreyfingu,“ segir Mundi. Hverju vilduð þið reyna að ná fram í útlitinu: „Fyrst og fremst vor- um við að reyna að skapa litríkan og skemmtilegan heim sem er eins lif- andi og mögulegt er. Upphaflega átti útlitið að vera miklu einfaldara en með tímanum þróaðist það og við fórum að bæta við alls konar smá- atriðum. Núna reyni ég að gæða hvern einasta hlut lífi: láta grasið og trén hreyfast í vindinum, láta fiðrildi og fugla út um allt og láta ryk hrist- ast af kassa þegar þú lendir á hon- um. Í sumum leikjum er eins og um- hverfið sé steypt en ekki lifandi. Við vildum að allt í kringum þig myndi bregðast við því sem þú gerir,“ segir Mundi. Hann segir svipuð lögmál gilda um hljóðmyndina sem á að vera lif- andi og fjölbreytt og vega upp á móti hinum einfalda sjónræna stíl. Davíð Magnússon vinnur hljóðin en auk hans koma Gunnar Tynes úr Múm, og Mike Shroud úr Ratatat að gerð tónlistarinnar. Ekki fastur á lestarteinum Mundi segir leikinn eiga að höfða til venjulegs fólks – sem spilar hann á leiðinni í vinnuna, á klósettinu eða hvar sem nokkrar auðar mínútur gef- ast – jafnt sem þeirra sem vilja sökkva sér ofan í söguheiminn og verða nán- ast eins og afreksmenn sem keppast við að verða sem stigahæstir. Hann segir að leikurinn gefi spilurum meira frelsi en flestir snjall- símaleikir. „Þeir byggjast yfirleitt á einfaldara „konsepti“ þar sem þú klárar eitt borð og heldur áfram yfir í það næsta. Þá ert þú eins og á lestar- teinum og getur voðalega lítið stig- ið út af þeim. Við erum að reyna að brjóta þetta upp – hér kemur þú inn í einhvern heim þar sem eru alls konar sögur í gangi og ólík verkefni sem þú getur tekist á við. Þú finnur sérstök kapphlaupshús og ferð þangað inn til að keppa á móti öðrum spilurum. En þar á milli er stór heimur fullur af fólki sem við höfum búið til, fólki sem þú getur talað við, það getur hjálpað þér eða þú keppt við það.“ Súrrealískur hugareimur Klang En hvernig er hægt að lýsa þessum söguheimi? „Í leiknum er konungur sem nefnist King Klang. Hann hefur búið til þennan heim og allir því mjög Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Við vorum að kynna svo mikið af nýjum þáttum inn í þessa leikjategund að við töldum réttast að fara frekar klassíska leið útlitslegaAllir regn- bogans litir Múmínálfar læra litina er bók þar sem Múmínfjölskyldan kennir barninu að þekkja litina. Skemmti- legt bók fyrir ung börn, prýdd stór- um og litríkum myndum. Nýjar bækur Fyrstu orðin Múmínálfar læra orð er ný bók um þess- ar yndislegu verur. Þar getur barnið lært fyrstu orðin í fylgd Múmínsnáð- ans. Stórar og lit- ríkar myndir prýða bókina. Uppgjör við fortíðina Krakkaskrattar er skáldsaga eftir Anne-Cathrine Riebnitzsk. Lisa gegnir her- þjónustu í Afganistan þegar hún fær símtal að heiman. Yngri systir hennar hefur reynt að fyrirfara sér. Á leiðinni heim til Danmerkur rifjar Lisa upp erfiða bernsku sína á sveitabæ á Jótlandi. Bókin hlaut Dönsku bóksalaverðlaunin og Skáldsagnaverðlaun Politiken.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.