Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 23
Umræða 23Helgarblað 28.–31. ágúst 2015 Læsi og pólitískt „agenda“ Illuga É g játa það að ég hef velt því fyr- ir mér hvort menntamálaráð- herra, Illugi Gunnarsson, sé „vel lesinn“ þegar kemur að því að velta upp möguleikum til lestrar- kennslu. Ég starfaði í skóla nokkuð lengi áður en ég settist á þing, bæði sem kennari og náms- og starfsráð- gjafi. Ég hef unnið með nemendum frá 6 ára aldri og upp úr eins og sagt er og því haft tækifæri til að fylgjast með námsframvindu á marga vegu. Ég get tekið undir með Rósu Eggertsdóttur þegar hún talar um að huga þurfi að læsi nemenda frá 5. bekk og upp úr, hvernig nemend- ur lesa og hvaða tól og tæki þeir nýta sér til lesturs. Spyrja má hvað sé mik- ilvægt í nútíma samfélagi. Ég spurði allmarga nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga sem komu til mín í náms- og starfsráðgjöf hvernig þeim líkaði að hafa náms- efnið nærfellt allt á tölvuskjá. Allir, já allir, sem ég spurði voru afar ánægðir og sérstaklega þeir sem áttu við les- blindu að stríða eða annan lestrar- vanda. Við, eldri kynslóðin sem erum – og viljum sum hver –helst allt hafa á blaði fyrir framan okkur eigum oft erfitt með að skilja þetta en þetta er eins og annað breytingum háð. Fjölbreytnin er mikilvæg og sum- ir vilja helst halda á bókinni og finna af henni „prentlyktina“ en aðrir vilja lesa í Kindle eða í iPad eða í tölvunni og það er alveg frábært að hægt sé að mæta öllum þessum þörfum. Ég held að stór hluti ungs fólks sé mun bet- ur læs en mörg okkar sem eldri erum þegar kemur að fjölbreyttum miðlum samtímans og á fleiri en eitt tungumál. Hvar er byggðastefnan? Það hafa margir lagt mikið á sig til þess að auka læsi þjóðarinnar og hefur Miðstöð skólaþróunar Háskól- ans á Akureyri verið þar í broddi fylk- ingar. Því spyr ég mig hvaða pólitíska „agenda“ er í gangi? Illugi Gunnars- son hefur búið til nýja stofnun, Menntamálastofnun, sem hefur tek- ið við verkefnum Námsgagnastofn- unar og Námsmatsstofnunar ásamt verkefnum frá ráðuneytinu. Mikil umræða átti sér stað um þetta verk menntamálaráðherra á Alþingi og lagði ég til að hluti af þeim tíu stöð- um sérfræðinga sem auglýstar voru við hina nýju stofnun á höfuðborgar- svæðinu yrðu við HA. En ekkert var gert með reynslu eða starf starfsfólks Miðstöðvar skólaþróunar HA og engin ástæða þótti til að fjölga störf- um á landsbyggðunum þrátt fyrir að ný stofnun væri sett á laggirnar held- ur á hún að vera á höfuðborgarsvæð- inu en „þjóna allri landsbyggðinni“. Ég vil taka það fram að ég er ekki að gagnrýna allt það fólk sem í þess- um stofnunum var eða er heldur að- ferðarfræði menntamálaráðherra. Því þessi ráðherra tilheyrir sömu ríkis stjórn sem lagði til flutning á Fiskistofu með öllu tilheyrandi eins og við þekkjum en hafði nú tækifæri til að setja nýja stofnun niður t.d. á Akureyri en kaus að gera það ekki. Hver er rót vandans? Illugi Illugi er landsbyggðafjand- samlegur og þessi aðför að Mið- stöð skólaþróunar við HA ásamt því að skerða möguleika 25 ára og eldri nemenda til framhaldsnáms eða of- uráhersla hans á sameiningar fram- haldsskóla á landsbyggðinni er ekki til að styrkja skólastarf almennt. Aðferðarfræði ráðherrans er röng en hann getur staldrað við og velt fyrir sér – hvenær byrjaði læsi að slakna? Er aðferðin sem byggir á að læra einn og einn staf betri en einhverjar aðr- ar? Hvað með alla þá nemendur sem fóru í gegnum þá aðferð og hafa því miður ekki náð góðum tökum á læsi? Hver er rót læsisvandans – eru það eingöngu aðferðir við lestrarkennsl- una eða kemur eitthvað annað til? Eru fleiri tvítyngd börn í grunnskól- um landsins? Eru samræmd próf al- gild og góð mælitæki sem taka á öll- um þeim þáttum sem nemendur nútímans þurfa að kunna? Engin aðferð er yfir gagnrýni hafin en það hefði átt, og á, að vera hlutverk ráðherrans að leita svara við rót vandans en ekki ráðast að starfsfólki og starfsaðferðum Mið- stöðvar skólaþróunar HA með þeim hætti sem hann gerði enda hafa lík- lega fáir sinnt skólaþróun með sam- bærilegum hætti og þar hefur verið gert. n Bjarkey Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna Kjallari Kjarasamningar og húsnæðismál H úsnæðisstefna stjórnvalda snýst um öll heimili lands- ins, ekki bara sum. Hún snýst um barnafjölskylduna á verka- mannakaupi sem hefur flutt aftur og aftur á síðustu árum með tilheyr- andi róti og kostnaði þar sem lang- tímaleiga er varla orð sem þekkist á ís- lenskum leigumarkaði. Um einstæða móður með tvö börn á örorkubótum sem býr í 50 fermetra íbúð í kjallara og hefur ekki efni á að flytja vegna hás leiguverðs. Um námsmann sem þakk- ar fyrir að fá að leigja hluta af bílskúr ættingjans þar sem allt er fullt á stúd- entagörðunum. Um unga parið sem dreymir um að stofna sitt fyrsta heim- ili og veltir fyrir sér hvernig þau eigi að dekka útborgun í lítilli íbúð. Byggjum 2.300 leiguíbúðir Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál í tengslum við kjara- samninga í lok maí sl. kemur fram að ráðist verði í átak með byggingu allt að 2.300 félagslegra leiguíbúða á árunum 2016–2019, þó að hámarki 600 íbúðir á ári. Bygging íbúðanna verður fjár- mögnuð með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og með beinum vaxta- niðurgreiðslum ríkisins sem nema núvirt 30% af stofnkostnaði. Slíkt framlag ríkis og sveitarfélaga auk auk- ins stuðnings með hækkun húsnæð- isbóta á árunum 2016 og 2017 á að leiða til þess að leiga einstaklings með lágar tekjur nemi ekki hærra hlutfalli en 20–25% af tekjum. Miðað verður við að tekjur íbúa verði í lægstu tveim- ur tekjufimmtungum þegar flutt er inn í húsnæðið. Þannig verði tekjulág- um fjölskyldum veittur aðgangur að ódýru og öruggu leiguhúsnæði. Leigumarkaður forsenda séreignar Langflestir taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum í leiguhús- næði. Næsta skref er að kaupa sitt eigið húsnæði og fjármagna kaup- in með sparifé, aðstoð ættingja og lántökum. Forsenda stöðugleika á húsnæðismarkaði og að ungt fólk geti eignast eigið húsnæði, er virkur leigumarkaður þar sem framboð og eftirspurn haldast í hendur og fólk hefur svigrúm og hvata til að spara fyrir húsnæði. Þess vegna skuldbatt ríkisstjórnin sig til að styðja við al- menna leigumarkaðinn með hækk- un húsnæðisbóta á árunum 2016 og 2017. Grunnfjárhæð og frítekju- mörk verða hækkuð með hliðsjón af þeim tillögum sem komnar eru fram. Húsnæðis bætur og frítekju- mörk munu taka mið af fjölda heim- ilismanna. Skattlagningu tekna af leigu íbúða í eigu einstaklinga verður einnig breytt til að lækka leiguverð og auka framboð leiguíbúða á almenna leigumarkaðnum. Komið verður til móts við þá sem kaupa sína fyrstu íbúð með húsnæðis sparnaðarleið. Þannig munu þeir sem hafa sparað tilgreint hámarkshlutfall af tekjum í tiltekinn tíma geta tekið sparnað- inn út skattfrjálst, t.d. þannig að ungu fólki verði heimilt að nýta sér- eignarsparnað sem eiginfjárframlag við kaup á fyrstu íbúð. Lánveitendum verði einnig veitt svigrúm til að horfa til fleiri þátta en niðurstöðu greiðslu- mats við ákvörðun um lántöku. Hagkvæmt húsnæði Óháð því hvort fólk kaupir eða leigir þá skiptir stofnkostnaður húsnæðis miklu um hver húsnæðiskostnað- ur heimilisins verður. Þar koma inn þættir eins og lóðaverð, byggingar- kostnaður og álagning þess sem byggir. Því lofaði ríkisstjórnin að af hálfu hins opinbera verði á allan hátt greitt fyrir að hægt verði að taka upp sem hagkvæmastar aðferðir við íbúðabyggingar til að lækka byggingarkostnað. Endurskoðun á byggingarreglugerð og skipulagslög- um er liður í þessu. Gjaldtaka sveitar- félaga vegna lóða og gatnagerðar- gjalda verður skoðuð með það fyrir augum að lækka byggingarkostnað. Fjármögnun tryggð Unnið hefur verið að frumvörp- um og fjármögnun þessara loforða í samstarfi við aðila vinnumark- aðarins, Samband íslenskra sveitar- félaga, Reykjavíkurborg og hlutað- eigandi ráðuneyta enda yfirlýsing stjórnvalda ein lykilforsenda lang- tímakjarasamninga á vinnumark- aði. Átak í uppbyggingu íbúða skiptir miklu máli núna, enda góð samstaða um það og gert ráð fyrir þessu í fjárlagafrumvarpinu, líkt og fjármálaráðherra upplýsti í nýlegu Morgunblaðsviðtali. Ofangreindar aðgerðir sem ágæt samstaða er um munu stuðla að stöðugleika og auknu öryggi á húsnæðismarkaði. n „Langflestir taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum í leiguhúsnæði. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra Kjallari Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is MMC PAJERO DID 09/2001, ekinn 239 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, leður, toppeintak! Verð 1.690.000. Raðnr.253847 BMW X5 3.0D E70 06/2009, ekinn 161 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, ástandsskoðun til. Verð 5.390.000. Raðnr.253973 TOYOTA LAND CRUISER 120 GX 35“ 05/2006, ekinn 186 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. Verð 4.490.000. Raðnr.286064 LAND ROVER DISCOVERY 4 SE 3,0TDV6 Nýskr. 09/2011, ekinn 69 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, 7 manna, leður, glertoppur. Verð 9.900.000. Raðnr.253954 PEUGEOT 3008 03/2012, ekinn 49 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. Verð 3.180.000. Raðnr.253535 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.