Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 36
Helgarblað 28.–31. ágúst 201528 Fólk Viðtal É g er að taka á móti fjórum mót- leikurum mínum úr Poldark sem verða með mér hérna yfir helgina. Ég trúi varla að það hafi gengið upp að ná þeim öllum til landsins á sama tíma, við erum búin að vera að tala um þetta svo lengi. Þau eru að drepast úr spenningi. Ég er pínu stressuð, aðallega yfir veðrinu. Ég brjálast og tek því afar persónulega ef það verður glatað.“ Heiða ætlar að byrja á að dýfa liðinu í Bláa lónið og njóta svo borg- arinnar í rúman sólarhring áður en leiðin liggur í sumarbústað ömmu hennar í Grímsnesinu. „Svo ætlum við bara að slaka á og njóta. Fara í styttri ferðir, Gullna hringinn og svo- leiðis.“ Þegar Heiða og mótleikarar henn- ar fljúga til London á mánudaginn, fer undirbúningur fyrir næstu Poldark- seríu á fulla ferð. „Hann felst til dæm- is í borðlestri og búningamátun, svo verður þjálfun á hestunum tímafrek.“ Heiða er engin hestakona en var mik- ið á baki í fyrstu þáttaseríunni, enda gerist sagan fyrir tíma vélknúinna ökutækja. „Í fyrra kynntist ég hest- um eiginlega í fyrsta sinn. Ég þurfti að læra allt frá grunni. Í sumar var ég svo send í mat, til þess að kanna hversu mikla þjálfun ég þyrfti fyrir næstu tök- ur. Sumir leikararnir hafa nánast alist upp á hestbaki. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt en ég er alls ekki vön þessu.“ Beint úr Breiðholtinu Heiða ólst upp í Breiðholtinu og er miðjubarnið í þriggja systkina hópi. „Miðjubarnið á víst að vera skrýtn- ast, kannski á það við um mig, ég er að minnsta kosti athyglissjúkust af okkur og fyrirferðarmest. Ég fór í menntaskóla í tvö ár hér heima og vann svo sem fyrirsæta á Indlandi í hálft annað ár. Eskimo ákvað af ein- hverjum ástæðum að opna skrif- stofu þar. Stelpur sem þóttu líklegar til að ná vinsældum þar voru ljósar á hörund með dökkt hár og ljós augu. Ég passaði inn í það útlit og sló til. Við höfðum nóg að gera og þetta gekk vel. Bransinn er stór og mikil auglýs- ingamenning. Peningarnir voru alls ekki aðalhvatinn, frekar að fá að vera þarna og upplifa Indland. Mér þótti svo vænt um að vera þarna, þetta var allt öðruvísi og ótrúlega spennandi.“ Draumur um leiklist Þegar Heiða var lítil stelpa í Breiðholtinu lét hún sig dreyma um að verða leikkona. Hún æfði dans af kappi og var virk í félagslífi í skólan- um. „Ég tók þátt í öllu sem var í boði, en dansinn var alltaf sterkastur. Mið- að við það sem vinir mínir ólust upp við í Bretlandi var mjög lítið í boði fyrir krakka í Breiðholtinu á þessum árum. Eftir því sem ég varð eldri fann ég betur og betur að ég hafði ekki lík- amann í dansinn. Ég var komin með bakvandamál og þoldi æfingarnar illa líkamlega. Ef ástandið er þannig er ekki hægt að verða nógu góð tækni- lega.“ Heiða var ákveðin í að freista gæf- unnar í leiklist eftir menntaskólann og þegar Indlandsævintýrinu lauk flutti hún til London. „Fljótlega komst ég inn í einn af bestu leiklistarskólun- um, Drama Centre London. Nám- ið var þrjú ár og ákaflega strangt. Það hentaði mér vel því ég þarf þetta stranga aðhald, annars fer ég strax að slóra. Ég á fjölda vina úr skólan- um sem eru ekki enn búnir að jafna sig eftir vistina og fannst þetta hræði- legur tími. Ég lít hins vegar á þetta sem bestu ár lífs míns. Ég var í svo ör- uggu umhverfi, stanslaust að reyna nýja hluti og skapa, og stöðugt að fá uppbyggilega gagnrýni. Þegar nám- inu lýkur og þér er sleppt út í heim- inn þá er ekkert svona aðhald leng- ur, einhver fyrir framan þig öllum stundum sem gefur þér viðbrögð á frammistöðuna.“ Ýmsir þekktir leikarar hafa stund- að nám í Drama Centre, þeirra á Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Heiða Rún Sigurðardóttir er að verða tíður gestur á síðum breskra slúð- urblaða. Hún leikur eitt aðalhlutverkanna í sjónvarpsþáttunum Poldark, sem RÚV tekur til sýninga nú í haust, en þættirnir hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda og eru þegar þetta er ritað með einkunnina 8,5 á IMDb. Ragnheiður Eiríksdóttir blaðamaður settist niður yfir kaffi með Heiðu, en hún er þessa dagana í stuttu stoppi á Íslandi. „Stefni hærra“ „Draumurinn væri að koma heim af og til í spennandi verkefni, hvort sem það væri fyrir svið, sjónvarp eða bíó. Frægðin er erfið Heiðu finnst frekar óþægilegt að láta horfa á sig í lestinni – það er einn af fylgifiskum frægðarinnar. MynD ÞoRMaR VigniR gunnaRsson Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins DV óskar eftir hópstjóra í símasölu Umsóknir sendist á atvinna@dv.is Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með að vinna með og stýra fólki, vera úrræðagóður, stundvís, kurteis, samviskusamur, jákvæður og hafa gott vald á íslenskri tungu. Duglegur og góður sölumaður. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan hópstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.