Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 20
Helgarblað 28.–31. ágúst 201520 Umræða Egilsstaðir, Skriðuklaustur, Óbyggðasetur Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja É g var austur á Héraði um síð­ ustu helgi, flaug til Egilsstaða þar sem ég flutti erindi og skoðaði bílasýningu og sat svo fína hreindýraveislu í boði heimamanna, svo var haldið inn eftir Fljótsdalnum og alveg inn í annan botna hans í þann stað sem nú heitir „Óbyggðasetur“ og er frábærlega áhugaverður staður. Veður var blítt og milt og mér sem Íslendingi hefur alltaf þótt eitthvað útlandalegt við Fljótsdalinn, hann er svo grænn og svo öll þessi tré hvert sem litið er, meira að segja „kjarr, tuttugu metra hátt“ eins og Megas söng um Hallormsstað. Þeir sögðu mér að vísu heimamenn að stundum kæmu útlendingar sem hefðu lagt upp í bíltúr inn dalinn til að skoða skóginn, en að þeir hafi svo snúið aftur og ekki þóst hafa fundið neitt slíkt. En þannig er auðvitað hroki fólks í þess kon­ ar löndum þar sem tré eru svo há og standa svo þétt að það sér næst­ um hvergi til sólar, og vonlaust að setja á sig áttir nema með kompás eða háþróuðum vísindum. Ormsteiti Það var hátíðarstemning í Egils­ staðabæ, Ormsteiti, og þar hefur ýmislegt gerst síðan ég kom þang­ að síðast í svipuðum tilgangi. Ís­ lenskir kaupstaðir eða kauptún sem ekki standa við sjó og hafa þá ekki höfn í hjarta bæjarins eru í meiri vandræðum en ella að finna sér sjálfsmynd; að verða eitthvað meira en bara hús sem hafa ver­ ið byggð nálægt hvert öðru eins og fyrir tilviljun. Kannski ættu þannig staðir að byrja á að koma sér upp þessum skylduga klasa af menningarpóstum sem við þekkj­ um úr vestramyndunum: brautar­ stöð, viskíkrá „Saloon“ með gistingu á efri hæð og hestasteini fyrir utan, og svo lögreglustöð. En það verður seint, og vantar ýmis­ legt þannig að svo geti orðið. Og svo er hins að gæta að Egilsstaðir eru svo nýtt byggðarlag. Er ég kom þar fyrir alllöngu sat ég reyndar inni á merkilegu brasilísku kaffi­ húsi sem þar var rekið í þann tíð, í elsta húsi bæjarins að því er mér skildist. Ég spurði hvað það væri gamalt og fékk að vita að það hefði verið byggt nálægt 1950, en það þykir engin ósköp hjá þeim sem mest hafa alið manninn í Reykja­ vík eða maður tali nú ekki um Ísa­ fjörð þar sem elstu hús eru frá því skömmu eftir 1700. En margt hefur verið gert á Egils stöðum, ekki bara bæjarhátíð heldur líka menningarmiðstöð í gamla sláturhúsinu í miðjum bæn­ um, með samkomusal í gömlu frystiklefunum og málverkasýn­ ingu og alls konar fínheitum. Hefði þurft að vera fiðluséní Í hreindýraveislunni um kvöldið stjórnaði sjálfur Magni Ásgeirsson fjöldasöng og gamanmálum ásamt frænda sínum, og lét meira að segja fólk í þessum langa korn­ bragga krækja saman höndum og vagga sér á víxl eins og gert er á þýskum bjórhátíðum. Þó var ekki svo þröngt eins og stundum er á Októberfest í Bæjaralandi að mönnum er ómögulegt að komast á náðhús, en þar syðra eru þeir líka með ræsi undir borðum og kemur sér þá vel að vera í leðurstuttbux­ um. En allir gátu hreyft sig frítt á Ormsteitinu. Þar voru líka fluttir tveir leikþættir, sá fyrri var frum­ saminn eða byggður á þjóðsögu og var reyndar fluttur dálítið eins það væri verið að gera grín um svona áhugateater, og kannski var það raunin. Í hreindýraveislunni var bæði boðið upp á súpu og hrein­ dýrasteik, hún var ljúffeng þótt ég lenti í basli með þunn og stökk plasthnífapör, enda ekki með fín­ hreyfingar eins og fiðluséní. Lognprúður lögurinn Svo var haldið inneftir dalnum, Lögurinn á sínum stað kyrr og sléttur. Í hugann kom gömul vísa sem einhver orti og eignaði Aust­ firðingum og gerði grín að flámæli sem þar mun hafa tíðkast fyrr á tíð: „Lognprúður Lögurinn / læknar allan sefa / hingað leitar högurinn / hérna við ég lefa.“ Reyndar eru ýmis dæmi um flámæli í íslenskum skáldskap, og það hinni dýrustu ljóðlist, eins og sjálfum Passíusálm­ um Hallgríms, sbr.: „ Uppskorið verður eilíft spé / agg og forsmán í helvíte.“ Og svo er gaman að öllu bullinu sem hefur verið ort á þenn­ an hátt, eins og húsganginum sem ég heyrði eitt sinn: „Presturinn í stólinn sté / stóð hann upp og piss­ aðe / óð þá fólkið upp í hné / og ein kelling drukknaðe.“ Ég hef nokkrum sinnum farið þarna um, ekið svona „hring“ um Fljótsdalinn, inneftir öðrumegin og út fyrir handan, en aldrei kom­ ið innar en að Skriðuklaustri, og svo veginn þar eigi allskammt frá upp að Kárahnjúkum. En dalurinn er aldeilis ekki búinn þótt maður sé kominn að Skriðuklaustri, fram í hinn óralanga Fljótsdal innan­ verðan skagar múli og skiptir hon­ um í tvo afdali, sem eru kallaðir Norðurdalur og Suðurdalur, þótt á korti megi sjá að þeir eru aðallega vestar og austar en hinn. Pokahlaup á Skriðuklaustri Það var auðvitað áð á Skriðuklaustri, þessum stórkost­ lega stað þar sem Gunnar skáld Gunnarsson fékk þýskan arkitekt til að teikna fyrir sig sannkallaðan herragarð, og hófst bygging hans 1939. Þetta eru feiknalega mikil hús og glæsileg. En þó var staðurinn að því er mér skilst aldrei reistur nema til hálfs, vinnufólksskálar sumir urðu aldrei byggðir, enda liðin sú forna tíð sem tíðkast hafði þegar skáldið yfirgaf landið áratugum fyrr og venjan var að hafa hjú sem nokkurs konar matvinnunga og senda karlpeninginn jafnvel í verið á útmánuðum. Það var mikill mannfagnaður á staðnum, partur af þeirri menn­ ingarhátíð sem fram fór þessa daga í dalnum, ég sá krakka í poka­ hlaupi, ákaft hvatta af manni með hljóðnema og öflugt hljóðkerfi, sem þó þagnaði jafnan þegar verst gegndi. Svo komu menn með langa rabbabara og það var keppt hver væri lengstur, og svo var farið í nokkurs konar spjótkast með stilk­ ana. Meðfram var kökuhlaðborð og fólk gæddi sér á kaffi og öllu þessu fíniríi í garðskálum og súlnagöng­ um og úti á túni, og einhvers staðar sveif andi Gunnars skálds yfir vötn­ um. Og á svona degi gat maður skil­ ið að þarna vildi hann búa sér ból; hlýjan og náttúrufegurðin er eins og best verður fyrir mannabústaði. Inn í Norðurdal Svo var haldið lengra inneftir, inn í afdalinn Norðurdal, eða norð­ urkvísl Fljótsdalsins. Þangað er fínn vegur og áfram er jafn grænt og búsældarlegt, þó er þetta orðið Skriðuklaustur, bústaður Gunnars Gunnarssonar Og á svona degi gat maður skilið að þarna vildi hann búa sér ból; hlýjan og náttúrufegurðin er eins og best verður fyrir mannabústaði. MyNd SKúLI BjörN GuNNarSSON„ Í hreindýraveisl- unni var bæði boðið upp á súpu og hreindýrasteik, hún var ljúffeng þótt ég lenti í basli með þunn og stökk plasthnífapör, enda ekki með fínhreyfingar eins og fiðluséní. Gunnar Gunnarsson Og einhvers staðar sveif andi Gunnars skálds yfir vötnum. Hreindýr En dýrið reisti makkann og keyrði aftur hausinn svo að fætur bóndans festust undir hornunum, og þannig steypti dýrið sér út í jökulsá og sundreið yfir. Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Fermax mynd- dyrasíma kerfi er bæði fáguð og flott vara á góðu verði sem hentar fyrir hvert heimili. Hægt að fá með eða án myndavélar og nokkur útlit til að velja um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.