Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 49
Helgarblað 28.–31. ágúst 2015 Menning 41 Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði afGrimmd og morð H in sænska Viveca Sten hefur öðlast vinsældir fyrir glæpasögur sem eru yfirleitt nokkuð vel gerðar og læsilegar. Í nótt skaltu deyja er fjórða bókin í Sandhman- seríu hennar þar sem vinirnir lög- fræðingurinn Nóra Linde og rann- sóknarlögreglumaðurinn Thomas Andreasson leysa glæpamál. Bæði glíma þau síðan við vandamál í einka- lífi, en slíkt vesen er ómissandi þáttur norrænna glæpasagna. Komið er að ungum manni látn- um. Hann virðist hafa framið sjálfs- morð en móðir hans er sannfærð um að hann hafi verið myrtur. Rannsókn- in leiðir til bækistöðva sænska hersins á eyjunni Korsö. Dauðsföllin verða síðan fleiri. Eins og í fleiri sögum sín- um skiptir Sten bókinni á milli tíma- skeiða, rannsóknin er í nútímanum en forsagan teygir anga sína til ársins 1976 og snýst um grimma þjálfun innan hersins, áhrif hennar á einstaklinga og kvalalosta yfirmanns. Lýsingarnar á rannsókn- inni og átökunum í einka- lífi aðalpersóna eru kunn- ugleg stef án þess að höfundur sýni áberandi tilþrif. Langbestu kaflar bókarinnar snúa að herþjálfun og ómanneskjulegum kröfum og hörku sem ungir menn eru beittir. Þar er margt afar vel gert og Sten tekst mjög vel að skapa samúð með þeim unga manni sem yfirmaður leggur í grimmilegt einelti með afdrifaríkum afleiðingum. Þegar kemur að lausn morðgátunnar gerist það sem iðu- lega sést í bókum af þessu tagi, lausnin er ekki fullkomlega sannfær- andi og dramatíkin í lokin yfirdrifin. Unnendur glæpasagna ættu þó ekki að þurfa að kvarta og þarna eru kafl- ar sem eru verulega áhrifamiklir. n Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Í nótt skaltu deyja Höfundur: Viveca Sten Þýðandi: Elín Guðmundsdóttir Útgefandi: Ugla 369 blaðsíður „Sten tekst mjög vel að skapa sam- úð með þeim unga manni sem yfirmaður leggur í grimmilegt einelti með afdrifa- ríkum afleiðingum. Í súrrealískum hugarheimi Klang hliðhollir honum til að byrja með. Þetta er rosalega súrrealískur heim- ur þar sem alls konar furðulegar ver- ur búa. Þú getur valið að vera upp- vakningur, gæs, api eða vera sem er bara með eitt auga sem höfuð. King Klang hefur safnað þessum sálum úr myrkrinu að eigin sögn. Það er mjög skýrt til að byrja með að þetta er ein- hvers konar hugarheimur þessa kon- ungs – þú ert afurð hans. Klang virð- ist vera góður til að byrja með en svo kemst maður að því að hann er kannski ekki allur þar sem hann er séður,“ útskýrir Mundi. „Allt breytist þegar galdramaður sem heitir The stranger eða Hinn ókunnungi, brýst inn í heiminn. Hann fær fólk til að vinna með sér og ægilegt stríð myndast. Að lokum er samið um að þeir leysi úr ágreinings- málum sínum með kapphlaupum og bestu hlaupararnir, svokallaðir Re- Runners, muni keppa um ákvarðana- töku í þessum heimi. Til að byrja með ert þú einn af hlaupurum King Klang – þar hefst þín saga.“ Djúpar pælingar í tvívídd Konungur sem þið nefnið Klang (eins og fyrirtækið ykkar) skapar leik úr sínum hugarheimi. Þetta hljóm- ar eins og svolítil „meta“ pæling – að leikurinn vísi í eigið framleiðslu- ferli og spyrji spurninga um eðli tölvuleikja. Er það rétt athugað? „Já. Þarna eru algjörlega „meta“ pælingar. Okkur finnst mikilvægt að kafa ofan í það hvað það er að búa til svona leik og hvað það er notast við þetta „Freemium“ viðskiptamódel, sem hefur haft svolítið vont orð á sér,“ segir Mundi. „Freemium þýðir að leikurinn er frír en hægt sé að versla ýmislegt inni í heim leiksins. Það er alveg hægt að komast í gegnum hann án þess að borga, en fyrir þá sem vilja stytta sér leið geta þeir eytt peningum í það. Við erum alls ekki að fara einhverja hrægammaleið til að plata fólk til að borga. Persónurnar sem þú hittir hafa ólíkar skoðanir á þessu og Klang konungur þarf kannski að svara svo- lítið fyrir þetta í leiknum. Þessar pæl- ingar gefa okkur dýpri ástæður til að klára þetta verkefni. Við erum ekki bara að búa til eitthvert leikfang held- ur líka að kasta fram spurningum og kannski svara einhverjum líka,“ segir Mundi. Þessa dagana eru um fimm hund- ruð manns í forprófunum á leikn- um – svokölluðum Beta-prófunun- um. Þannig reyna framleiðendurnir að finna galla í leiknum og reyna að skilja notkunarmynstur spilaranna. „Svo stefnum við á að prófa að lounce -a honum á afmörkuðum markaði á næstunni, það verður líklega á Fil- ippseyjum til að byrja með.“ n Súrrealískur heimur Spilarar geta valið milli ýmissa furðuvera og att kappi við vini sína í tvívíðum kapphlaupsheimi Klang konungs. „Það var æsku- draumur hjá mér að gera þetta Klang Mundi, Ívar og Oddur stofnuðu fyrirtækið fyrir tveimur árum og nú styttist í að fyrsta sköpunarverk þeirra, ReRunners, komi út. Metsölulisti Eymundsson 19.–25. ágúst 2015 Jussi Adler-Olsen 1 Stúlkan í trénuJussi Adler-Olsen 2 LeynigarðurJohanna Basford 3 Í nótt skaltu deyjaViveca Sten 4 Framúrskarandi vinkona Elena Ferrante 5 Konan í lestinniPaula Hawkins 6 Iceland Small World- lítil Sigurgeir Sigurjónsson 7 NicelandKristján Ingi Einarsson 8 Íslensk-ensk / ensk -íslensk orðabók Laufey Leifsdóttir 9 Gott fólkValur Grettisson 10 Íslensk-dönsk / dönsk-íslensk orða- bók Halldóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.