Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 44
Helgarblað 28.–31. ágúst 201536 Lífsstíll HÓTEL OG GISTIHEIMILI Við leigjum út rúmföt og handklæði fyrir hótel og gistiheimili. Sækjum, þvoum, straujum og sendum. Fáðu verðtilboð! 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is Síðhærðir og sjóðheitir n Lokkaprúðir íslenskir karlmenn ganga lausir n Hárið hefur áhrif Í gegnum aldirnar hefur sítt hár haft táknrænt gildi í ýmiss konar trúarbrögðum og menningu. Karlmaður sem skerðir hvorki hár sitt né skegg er talinn sýna festu og tryggð gagnvart sínum guði sam- kvæmt allnokkrum trúarbrögðum. Samkvæmt jógískum fræðum er sítt hár talið búa yfir undrakrafti og vera lykillinn að innstreymi kosmískrar orku. Hvað svo sem þessu líður er ljóst að síðhærðir karlmenn þykja oft vera vel yfir meðallagi kynþokka- fullir. Hér birtast nokkrir af þeim al- heitustu sem ganga lausir á íslenskri grundu í dag. n Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Ásgeir Andri Guðmundsson (40) Áhættuleikari, lífvörður og ævintýramaður Hann hætti að fara til rakarans strax og hann komst í full- orðinna manna tölu, enda hefur hárið verið aðalsmerki hans í næstum þrjá áratugi. Hann segir að hárið hafi haft mikil áhrif á líf hans og oft forðað honum frá venjulegum og leiðinlegum störfum. „Í hvert skipti sem ég fékk hugmynd um menntun eða starfsframa sagði einhver: „Þá þarftu nú að klippa þig“. Ég hlýddi því aldrei og líklega hefur hárið forðað mér frá alls konar leiðinlegum störfum og aðstæðum.“ Orri Finnbogason (40) Gullsmiður og fyrirsæta Hann er alltaf óaðfinnanlega klæddur, jafnvel smá „goth“ á köflum. Orri er með fallegustu augu í bænum, annað brúnt og hitt blátt – dáleiðandi. Hann segir að það sé jafn skemmtilegt og það sé erfitt að vera með sítt hár. „Ég er ekki með neina brjálaða rútínu varðandi hárið, reyni bara að passa að það breytist ekki í hreiður. Markmiðið með hársöfnuninni er að ná að vera með tvær gráar fléttur niður á rass þegar ég verð gamall.“ Halldór Armand Ásgeirsson (29) Rithöfundur Það er eiginlega svindl að líta svona út, síðhærður, hávaxinn með svan flúraðan á bakið OG heita að auki rómantískasta nafni Íslandssögunnar. Fyrir utan allt þetta er hann framúr skarandi stílisti og með eindæmum hug- myndaríkur. Um síða hárið segir Halldór Arm- and: „Alveg síðan ég var krakki hafa margar af mínum hetjum og fyrirmyndum verið síðhærðar og það hefur aldrei höfðað til mín eða klætt mig vel að vera klipptur í samræmi við opinberar reglugerðir. Sálfræðingur gæti kannski ályktað að hárið á höfði mínu þjóni þeim ómeðvitaða tilgangi að vera mér áminning um hvers konar líf er eftirsóknarvert; frjálslegt, sjálfstætt og kaotískt.“ Þórir Sæmunds- son (34) Leikari Um þessar mundir æfir hann stíft fyrir Hróa hött sem frum- sýndur verður innan tíðar í Þjóðleikhúsinu. Að sjálfsögðu leikur Þórir hinn rómantíska bófa Hróa og bersýnilega hlýtur hárið að hafa skipt sköpum í því vali. Þórir er önnum kafinn en ljósmyndari DV rétt náði að stöðva hann, löðrandi sveittan og nýkom- inn af æfingu, til að smella af mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.