Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 38
Helgarblað 28.–31. ágúst 201530 Sport
stór-
útsala
allt að 70% afsláttur
af vönduðum
útihúsgögnum fyrir
íslenskar aðstæður
Kauptúni 3, 210 Garðabær | S. 771 3800
Opið: mán.-föS. 12-18 OG lau. 12-16
www.signature.is
W
ayne Rooney, fram-
herji Manchester
United, gerði þrennu
fyrir Manchester
United í vikunni gegn
Club Brugge þegar ensku risarnir
tryggðu sér farseðilinn í riðlakeppni
Meistaradeildar Evrópu. Roon-
ey hefur verið harðlega gagnrýnd-
ur fyrir frammistöðu sína í fyrstu
þremur leikjum Manchester United í
deildarkeppninni og margir efast um
að „nían“ sé hans sterkasta staða.
Eflaust telja einhverjir að Rooney
hafi sett „sokk“ upp í þá sem höfðu
gagnrýnt hann. En þrenna gegn Club
Brugge er ekki það sama og þrenna
í ensku úrvalsdeildinni. Þeir Osc-
ar Duarte og Carles Castelletto eru
ekki jafn öflugir og Ashley Williams
og Federico Fernandez sem Roon-
ey mætir á sunnudag þegar United
mætir Swansea.
Stóra verkefni Rooneys bíður
hans í sumar. Ef hann vill að enska
þjóðin líti á hann sem besta leik-
mann Englands fyrr og síðar þarf
að hann lina 50 ára þjáningar ensku
þjóðarinnar og vinna stóran titil fyrir
landsliðið. Þangað til verður Bobby
Charlton í efsta sæti hjá ensku þjóð-
inni. n
Er þrEnna það
sama og þrEnna?
n Er rooney kominn í gang eða var mótspyrnan engin?
Hjörvars Hafliðasonar
Hápressa
B
likastelpur eru svo gott sem
orðnar Íslandsmeistarar. Nú
þegar þrjár umferðir eru eftir
er liðið með 7 stigum meira en
Stjarnan. Liðið þarf aðeins einn sig-
ur til að gulltryggja titilinn. Breiða-
blik er eina liðið sem hefur ekki not-
að neinn erlendan leikmann, heldur
eingöngu spilað á íslenskum leik-
mönnum. Hins vegar hafa Blikar
sótt flesta af heitustu bitunum á ís-
lenska markaðnum og með ólíkind-
um hversu margir leikmenn eru ekki
Blikar í Íslandsmeistaraliðinu miðað
við þá sterku yngri flokka sem Blikar
hafa yfir að ráða.
En enn eina ferðina lýkur Íslands-
mótinu hjá stelpunum snemma. Ég
held að réttast væri að setja upp 8
liða úrvalsdeild og spila þrefalda um-
ferð. Fjölga góðum leikjum og losa
deildina við slökustu liðin. Neðstu
tvö liðin, Afturelding og Þróttur, eru
bæði fallin, Afturelding með 4 stig en
Þróttur með 3 stig að loknum 15 leikj-
um og báðir innbyrðis leikir búnir. Þá
væri hægt að búa til 12 liða 1. deild og
2. deild sömuleiðis. n
Útlendingalausir Blikar með 9 putta á Íslandsbikarnum
Átta liða úrvals-
deild hjá konum
Hvað þýða
tölurnar?
Hvað er að vera sexa á
knattspyrnuvellinum, eða nía?
Við sem vinnum við að tala um leikmenn
gerum það í tölum. En hvað þýða tölurnar?
Ótrúlegur Romero
V
irtasti markmannsþjálfari heims er Frans Hoek
sem starfar hjá Manchester
United. Hann var harðlega
gagnrýndur þegar hann sótti
Argentínumanninn Sergio Romero til
félagsins.
Í þær 450 mínútur sem Sergio Romero hefur spilað
hjá United hefur hann fengið á sig eitt mark. Nú skilur
maður að Romero er aðalmarkvörður besta landsliðs
heims, samkvæmt styrkleikalista FIFA. n
Sex milljarðar
fyrir Stones?
Ég les í enskum
fjölmiðlum að
Chelsea sé tilbú-
ið að borga sex
milljarða króna
fyrir enska mið-
vörðinn Everton
John Stones.
Ef sú sala gengur í gegn þá verð
ég að ráða þann sölumann strax
í vinnu. Hef til sölu 28 tommu
Grundig-sjónvarp, Samsung
Galaxy S2-síma og Billy-hillu úr
Ikea. Ef Stones kostar 6 milljarða
þá vil ég 4 kúlur fyrir þessa hluti!
Lykilleikur
við Kasaka
FC Astana tryggði sér sæti í riðla-
keppni Meistaradeildarinnar í vik-
unni með því að slá Apoel Nicosia
frá Kýpur úr leik. Flestir leikmenn
Astana eru landsliðsmenn frá
Kasakstan en við Íslendingar
mætum þeim í næsta mánuði.
Þó að við Íslendingar ætlum að
fjölmenna til Hollands þá er leik-
urinn á móti Kasakstan fyrir mér
lykilleikurinn. Leikmenn Astana
mæta fullir sjálfstrausts, orðnir
meðlimir í bestu deild í heimi.
Stórt verkefni bíður Þó að Rooney
hafi skorað þrennu gegn Club Brugge
þá er það ekki það sama og þrenna í
ensku úrvalsdeildinni. Hans bíður stórt
verkefni á EM næsta sumar. Mynd ReuteRS
1
2
4 5
6
87 11
9
10
3
Markmaður
Vinstri
bakvörður
Miðvörður
Djúpur miðjumaður
Vinstri
kantmaður
Miðjumaður sem
fer teig í teig
Á milli miðju og fremsta manns
Fremsti maður.
Liggur í öftustu línu
Hægri
kantmaður
Miðvörður
Hægri
bakvörður