Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 45
Helgarblað 28.–31. ágúst 2015 Lífsstíll 37 Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir Rykmoppur og sápuþykkni frá Pioneer Eclipse sem eru hágæða amerískar hreinsi- vörur. Teppahreinsivörur frá HOST Hágæða hreinsivörur – hagaeda.is og marpol.is – Sími: 660 1942 Frábærar þýskar ryksugur frá SEBO Decitex er merki með allar hugsanlegar moppur og klúta í þrifin. UNGER gluggaþvottavörur, allt sem þarf í gluggaþvottErum einnig með: Marpól er með mikið úrval af litlum frábærum gólfþvottavélum Tilboð fyrir hótel og gistiheimili í apríl/maí! Síðhærðir og sjóðheitir n Karlmannlegt, einfalt og eggjandi Guðmundur Óskar Guðmundsson (28) Bassaleikari Hann leikur á bassa í Hjaltalín og hefur með hársveiflum og seiðandi sviðs- framkomu heillað unnendur tónlistar upp úr skónum um nokkurt skeið. Þessi hægláti fjölskyldumaður segir að síða hárið hafi haft mikil áhrif á líf hans. „Síða hárið breytti lífi mínu. Ég þarf bara klippingu einu sinni á ári, og þarf aldrei að gera neitt fyrir hárið á mér, nema kannski passa að það verði ekki of skítugt og ekki of hreint. Gullni meðalvegurinn er lykillinn. Annars set ég bara upp hatt.“ Oliver Sigurjóns- son (20) Fótboltamaður í Breiða- bliki og U-21 landsliði og nemi Þessi ungi Kópavogsbúi lét sig dreyma um sítt hár þegar hann var lítill strákur. Hann hefur lagt samkvæmisdansskóna á hilluna og stundar nú fótboltann af kappi, bæði sem leikmaður og sem þjálfari yngri flokka. „Maður fær margar athugasemd- ir, neikvæðar og jákvæðar, út á hárið. Karlmannsímyndin er sterk í fótboltaheiminum og flestir eru með stutt hár. Það er alltaf gaman þegar fólk hefur skoðun á hárinu mínu, en þegar allt kemur til alls skiptir þeirra skoðun engu máli fyrir mig.“ Birgir Axelsson (37) Skrúðgarðyrkjumeist- ari og mótorhjóla- töffari Þessi maður lítur út eins og hann hafi sloppið út úr Sons of Anarchy-þætti. Hann er líka alvöru mótorhjólatöffari og vinnur oft ber að ofan við að brjóta grjót og þess á milli hjólar hann um á Harley Road King. Birgir lætur lúkkið tala og vill lítið segja um lífið í lík- ama síðhærðs karlmanns. „Það er fjölbreytt, krefst lítils viðhalds og kostnaðar … alltaf flott og karlmannlegt.“ Atli Sigþórsson / Kött Grá Pje (32) Skáld Þetta er hann Atli, hann er hárprúður og með eindæmum kynþokkafullur. Atli er betur þekktur undir listamannsnafninu Kött Grá Pje og er án efa athyglisverðasti rímnasmiður og rappari samtímans. Þeir sem efast um þetta ættu að opna Youtube NÚNA og horfa á hann flytja lagið Messíerfönk. Njótið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.