Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 37
Helgarblað 28.–31. ágúst 2015 Fólk Viðtal 29
meðal eru Colin Firth, Tom Hardy og
Emilia Clarke úr Game of Thrones, og
ekki má gleyma Steinunni Ólínu Þor-
steinsdóttur.
Eftir útskrift tók óvissan við. Heiða
var ung leikkona í borg fullri af ung-
um leikkonum sem hendast í prufur á
milli þess sem þær vinna sem þjónar
á veitingastöðum.
„Ég vann um tíma sem móttöku-
dama á afskaplega fínum einka-
klúbbi. Ég fékk umboðsmann fyrir út-
skrift úr skólanum og var hjá honum
fyrstu tvö árin, þá rifti hann samningi
við mig því honum fannst ekki ganga
nógu vel. Ég fékk annan umboðs-
mann og byrjaði að vinna meira, ég
var orðin afslappaðri og vanari pruf-
unum og fleiri hlutverk buðust sem
hentuðu mér. Ég fékk nokkur gesta-
hlutverk í góðum þáttum og svo stórt
hlutverk í sjónvarpsseríunni Joe, þar
sem ég lék á móti Jean Reno. Tök-
ur fóru fram í París og það var frá-
bær reynsla.“ Eftir þetta gerðist ekkert
í marga mánuði og Heiða var orðin
mjög vonlítil. „Þá kom símtal frá Ís-
landi þar sem mér bauðst hlutverk í
Hrauninu.“ Heiða kom heim í hálft ár
og var dauðfegin. „Ég þurfti virkilega
á því að halda. Það var frábært að geta
flutt heim til mömmu og pabba, safn-
að pening og byrjað að borga niður
skuldirnar mínar.“
Heimilislegt á Íslandi
Heiða heldur áfram og lýsir muninum
á því að vinna á Íslandi og í alþjóðlegu
umhverfi. „Þetta var dálítið stressandi
fyrir mig. Þetta voru allt leikarar sem
ég var búin að fylgjast með frá því að
ég var lítil og bera mikla virðingu fyrir.
Þau voru líka mjög náinn hópur, bæði
leikarar og aðrir sem komu að tökun-
um. Þetta var mikil fjölskyldustemn-
ing. Ég var utanveltu þegar ég kom
fyrst á sett, það vissi enginn hver ég
var eða hvaðan ég kom. Þetta var
samt mjög notalegt.“
Heiða dregur ekki dul á að þegar
kemur að því að fá hlutverk í ís-
lenskum verkefnum skiptir máli fyr-
ir leikara að vera menntaðir á Ís-
landi. „Það er svo mikilvægt að hafa
tengslin og þekkja rétta fólkið. Á Ís-
landi eru hlutirnir ekki í eins föst-
um skorðum og úti varðandi prufur
og val í hlutverk. Smæð samfélagsins
skiptir miklu máli í því samhengi. Ég
get auðvitað ekki talað fyrir aðra leik-
ara eða leikkonur sem hafa lært er-
lendis, en mér finnst eins og þetta sé
að opnast eitthvað örlítið, að nú eig-
um við, sem komum að utan, betri
möguleika.“
Heiðu langar mikið til að vinna
meira á Íslandi. „Það er eitthvað við
það að gera hluti fyrir sitt heimafólk á
sínu móðurmáli. Ég er stoltari af því á
einhvern hátt, jafnvel þó að hlutverkin
úti fái miklu meiri dreifingu. Einhvern
veginn verða íslensku verkefnin stærri
í hausnum á mér því hér er mitt fólk.
Draumurinn væri að koma heim af og
til í spennandi verkefni, hvort sem það
væri fyrir svið, sjónvarp eða bíó.“
Poldark
Hlutverkið í Poldark kom upp í hend-
urnar á Heiðu þegar hún var orðin
frekar vonlítil um atvinnuhorfur sín-
ar. „Ég var komin út eftir Hraunið og
allt var rólegt. Samstarfið við þáver-
andi umboðsmann minn var engan
veginn að ganga upp, ég frétti af alls
konar prufum sem hann trassaði að
senda mig í en voru fyrir hlutverk sem
hefðu hentað mér vel. Hann hafði
sem betur fer samband við mig vegna
Poldark. Ég fór í prufuna heima hjá
konunni sem sá um að velja í hlut-
verk. Hún á ótal marga hunda, meðal
annars einn eldgamlan eineygð-
an Bassett-hund sem lá í körfu við
hliðina á henni á meðan prufan fór
fram. Hundurinn hraut ótrúlega hátt
og ég átti erfitt með að einbeita mér,
gat ekki hætt að horfa á hundinn.
Mér fannst prufan ganga ágætlega
en þetta var mikil truflun og sást ör-
ugglega vel. Það reyndist rétt hugboð
og ég landaði hlutverkinu.“ Serían er
gerð eftir frægri bókaseríu sem fjall-
ar um ástir og örlög í Cornwall. Heiða
varð strax mjög hrifin af sögunni.
„Ég las handritið og gat ekki lagt það
frá mér. Sagan er svo vel skrifuð og
persónurnar vel gerðar.“
Heiða leikur stelpuna sem aðal-
persónan, Ross Poldark, elskar mest
af öllum, Elizabeth Poldark. Þau fá þó
ekki að eigast því hún er gift frænda
hans í þáttunum. Mér leikur forvitni
á að vita hversu mikið frelsi hún sem
leikkona hefur til að glæða persónuna
lífi. „Í tilfelli Elizabeth breytti ég heil-
miklu og víkkaði út persónulegt svið
hennar. Stundum horfi ég til baka og
spái í hvort ég hefði átt að hafa hana
aðeins harðari og kaldlyndari. Hún er
ekkert svakalega hlý til að byrja með
og er þekkt fyrir að vera dálítil tík, en
ég sá hana sem góða manneskju al-
veg frá byrjun. Mér fannst ekki eins
áhugavert að gera hana að metnað-
arfullri tæfu og fannst mikilvægt að
áhorfendur mundu skilja hvernig
Ross getur elskað hana svona mikið.
Ég held að sem leikari taki maður sér
leyfi til að gera það sem maður vill þar
til leikstjórinn segir stopp, eða biður
um að maður fari í aðra átt.“
Hvernig ætli að það sé að vera elsk-
uð af Aidan Turner, þessum mjög svo
kynþokkafulla leikara, þó að það sé í
þykjustunni? Heiða skellihlær og seg-
ir mér að í þáttunum sé ást þeirra svo
forboðin að líkamleg nánd hafi ekki
komið til sögunnar ennþá. „Hingað
til hefur þetta allt verið mjög erfitt og
snúist um augnaráð og svoleiðis. Ekk-
ert kelerí eða kossar. Aidan er frábær
leikari og mjög duglegur og það er
mjög lærdómsríkt að vinna með hon-
um.“
Frægð og slúður
Ég spyr Heiðu hvort það sé ekki risa-
vaxið skref fyrir unga leikkonu að fá
burðarhlutverk í þáttum á BBC. Hún
jánkar því en segir þó að það taki dá-
lítinn tíma að finna fyrir áhrifunum
á feril hennar í leiklistinni. „Auðvit-
að er greinilegt að fólk hefur horft á
þáttinn og séð mig í honum. Ég stefni
alltaf hærra, vil fá stærri hlutverk og
meiri vinnu, en ég er mjög þakklát og
vona að þetta haldi áfram að verða
til góðs. Við erum að byrja tökur á
annarri seríunni, og búið er að semja
um þriðju og fjórðu. Ég er samnings-
bundin og verð að leika í komandi
seríum, nema auðvitað að ég verði
skrifuð út eða látin deyja.“
Heiða segir að það erfiðasta við að
öðlast frægð og frama í kjölfar Poldark-
þáttanna hafi verið það sem snýr að
fjölmiðlum. „Ég hef átt samskipti við
fjölmiðla hér heima í mörg ár, sam-
félagið er lítið, traustið mikið og mér
hefur fundist ég geta sagt það sem mér
í brjósti býr og verið ég sjálf. Þegar sýn-
ing þáttanna hófst fann ég að ég þurfti
að passa mig miklu meira og setja upp
ákveðinn skjöld. Pressan úti notar
hvert einasta smáatriði sem þú lætur
út úr þér. Ég fann að fólk var sólgið í að
heyra slúður úr innsta hring.“
Heiðu finnst vinsældirnar erfiðar
og nýtur þess ekkert sérstaklega að
vera þekkt. „Auðvitað er allt í lagi að
einhver komi upp að mér og segi eitt-
hvað fallegt, en það getur verið óþægi-
legt til dæmis í lest sem er full af fólki
sem glápir á mig. Ég verð eiginlega ör-
lítið vænisjúk í þeim aðstæðum. Mér
fannst líka erfitt að brynja mig gegn
gagnrýni og umræðu í kjölfar þátt-
anna. Í dag eru allir gagnrýnendur og
setja sína skoðun á samfélagsmiðlana.
Í byrjun gat ég ekki annað en skoðað
þetta því ég hafði aldrei verið í svona
stóru verkefni áður. Ég lærði fljótt að
horfa framhjá þessu, einfaldlega til að
halda geðheilsu. Það er líka mikilvægt
að bera sig ekki saman við aðra. Aidan
til dæmis er þekktur fyrir að vera bara
mikið heima hjá sér á Írlandi og fylgj-
ast ekkert með fjölmiðlum – hann vill
ekki sjá þetta og líður best þannig.“
Ætlar ekki í samband
Heiða er einhleyp um þessar
mundir og hefur ekki hug á að
breyta þeirri stöðu á næstunni. „Ég
er að reyna eins og ég get að forð-
ast það. Það hefur svo mikil áhrif
á mig og truflar einbeitinguna.
Vinnan er mjög krefjandi og ég
þarf að vera mikið að heiman og
svona vil ég hafa þetta núna.“ Eftir
að tökum á næstu seríu Poldark
lýkur stefnir Heiða á að freista
gæfunnar í Bandaríkjunum. „Ég
er með umboðsskrifstofu í New
York en mun líklega eyða mestum
tíma í Los Angeles núna. Það er svo
miklu meira af hlutverkum í boði í
Bandaríkjunum og ég er bjartsýn á
að fá eitthvað bitastætt, þó svo að
samkeppnin sé harðari.“
Spínat og fegurð
Heiða er sláandi fögur, og þrátt
fyrir að beita mig hörðu get ég ekki
látið hjá líða að inna hana eftir því
hvort útlitinu fylgi mikil vinna. Þarf
hún að stunda tryllingslega líkams-
þjálfun marga tíma á dag og drekka
spínat í hvert mál?
„Nei,“ segir Heiða og skellir upp
úr, „en ég óska þess oft að ég mundi
breytast í þannig manneskju. Ég
er reyndar með einkaþjálfara en
hitti hann örsjaldan. Ef ég þyrfti að
koma mér í ákveðið form fyrir hlut-
verk mundi ég að sjálfsögðu gera
það því það væri hluti af vinnunni.
Í Poldark er ég alltaf hulin íburðar-
miklum búningum og þarf litlar
áhyggjur að hafa. Ég borða það sem
ég vil og held mér í sömu fatastærð.
Ég hugsa að mér muni líða öðruvísi
í Los Angeles, þar eru allir einhverj-
ir heilsuróbótar. Ég fann fyrir þessu
þegar ég dvaldi í mánuð þar í fyrra,
en ég mun berjast á móti og reyna
að verða ekki ein af þeim. Jennifer
Lawrence sagði einhvern tíma að
hún mundi frekar vilja líta út fyrir að
vera pínu þybbin í sjónvarpi og líta
út eins og venjuleg manneskja í eig-
in persónu, en að vera mjó í sjón-
varpi og eins og vannærður fugl í
raun. Fáum gengur jafnvel og henni
í dag svo ég hugsa oft til hennar.“ Á
þessum nótum endum við spjallið
og Heiða gengur brosandi út í síð-
asta sumardaginn. n
„Ég borða það sem
ég vil og held mér
í sömu fatastærð. Ég
hugsa að mér muni líða
öðruvísi í Los Angeles,
þar eru allir einhverjir
heilsuróbótar.
Heiða og Aidan
Elskendurnir í Poldark
sem þurfa að láta sér
nægja lostafullar augn-
gotur og djúp samtöl.
Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is
ALLAR GERÐIR
LÍMMIÐA
Nánari upplýsingar á
www.pmt.is eða í síma 567 8888