Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 16
Helgarblað 28.–31. ágúst 201516 Fréttir Erlent
E
kkert ríki hefur fleiri hermenn
miðað við höfðatölu,
herskylda varir í allt að tólf
ár, fjölmiðlafrelsi er ekkert,
minnihlutahópar eiga undir
högg að sækja og ríkið er eitt það
fátækasta í heimi. Hér er átt við Erítreu
við austur strönd Afríku. Erítrea er lítið
stærra en Ísland að flatarmáli en íbúar
þess eru rúmar 6,5 milljónir.
Undanfarin misseri hafa þúsundir
íbúa flúið landið. Flóttamanna-
straumurinn frá Sýrlandi hefur vak-
ið verðskuldaða athygli en minna
hefur farið fyrir flóttanum frá Erít-
reu. Flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna áætlar að fimm þúsund
íbúar freisti þess að yfirgefa landið í
hverjum einasta mánuði að meðal-
tali. Margir þeirra leggja í hættulegt
ferðalag yfir Miðjarðarhafið í leit að
betra lífi í Evrópu, ferðalag upp á líf
og dauða. Ólíkt flóttamönnum frá Sýr-
landi eru flóttamenn frá Erítreu ekki
að flýja stríðsástand. En hvað er það
sem Erítreu menn eru að flýja?
Stjórnmálaflokkar bannaðir
Breska blaðið The Guardian fjallaði á
dögunum um flóttamannastrauminn
frá Erítreu. Í umfjöllun blaðsins kom
fram að Erítrea sé eins konar alræðis-
ríki sem er stýrt með harðri hendi af
forsetanum Isais Afwerki sem hefur
verið við völd síðan landið fékk sjálf-
stæði árið 1993. Andað hefur köldu
á milli Erítreu og nágrannaríkisins
Eþíópíu, Erítrea var áður sambands-
ríki innan Eþíópíu og hlaut ríkið sjálf-
stæði eftir blóðugt stríð. Árið 1998 fóru
ríkin aftur í stríð vegna landamæra-
deilu og lauk átökunum árið 2000
með Alsírsáttmálanum svokallaða.
Forsetanum hefur verið tíðrætt
um að Erítreumenn þurfi að vera við
öllu búnir komi aftur til átaka milli
landanna. Stjórnarskrá landsins, sem
samin var árið 1997, hefur ekki verið
lögfest og hefur ógnin af átökum
verið notuð sem réttlæting á því. Eini
stjórnmálaflokkur landsins er flokkur
Afwerkis og eru aðrir stjórnmálaflokkar
bannaðir. Sem fyrr segir er Erítrea eitt
fátækasta ríki heims og er það stór
ástæða þess að íbúar flýja. En hvernig
komið er fram við íbúa er jafnvel enn
stærri ástæða.
Smánarleg laun
Í umfjöllun The Guardian kom fram að
íbúar séu undir hæl stjórnvalda nánast
allt sitt líf. Stjórnvöld hafa fullkomið
vald yfir örlögum þegna sinna. Allir
þegnar, 16 ára og eldri, karlar og
konur, þurfa að gegna herskyldu í
minnst átján mánuði. Dæmi eru um
að herskylda vari þó miklu lengur,
eða í allt að tólf árum. Þegnar þurfa
að sinna ýmsum verkefnum meðan
á herskyldu stendur, til dæmis byggja
vegi eða vinna við aðrar framkvæmdir.
Eftir að herskyldu lýkur geta yfirvöld
þvingað þegna sína til að halda áfram
sé ástæða til.
„Við erum eins og þrælar. Þess vegna
erum við að flýja. Þetta er eins og stórt
fangelsi fyrir okkur,“ segir Kibrom, 24
ára, í viðtali við The Guardian. Kibrom
var kallaður til herskyldu fyrir nokkrum
árum en yfirgaf landið fyrr á árinu.
Þeir sem kallaðir eru til herskyldu fá
greitt fyrir vinnu sína en upphæðin er
smánarleg, nemur um 4.000 til 6.000
krónum á mánuði, og dugar varla nema
rétt fyrir allra helstu nauðsynjum.
„Þetta dugaði mér í örfáa daga. Hina
daga mánaðarins var ég svangur,“
segir Kibrom. Um 3,6 milljónir íbúa
eru á herþjónustualdri í Erítreu, eða
helmingur þjóðarinnar. Ekkert ríki
hefur fleiri hermenn á sínum snærum
ef miðað er við höfðatölu, nema ef vera
skyldi Norður-Kórea.
Þekkja ekki föður sinn
Þeir sem gegna herskyldu búa við afar
takmarkað persónulegt frelsi. Þeim er
komið fyrir á þeim stöðum sem ríkinu
hentar hverju sinni og í eins langan
tíma og ríkinu hentar. Dæmi eru um
að feður séu fjarverandi svo lengi að
börn þeirra þekkja þá ekki þegar þeir
koma aftur.
Þegar herskyldu var komið á í
landinu var hugmyndin sú að kerfið
yrði byggt upp á sambærilegan
hátt og herskyldan í Sviss. Þetta
segir Andebrhan Welde Giorgis,
fyrrverandi bankastjóri Seðlabankans
í Erítreu og fyrrverandi forseti eina
háskóla landsins. Þegar Erítrea
öðlaðist sjálfstæði frá Eþíópíu eftir
áratugalangar deilur var herskyldunni
komið á í öryggisskyni. Hún átti
bara að endast í 18 mánuði og áttu
hermenn að taka þátt í uppbyggingu
landsins sem var í molum eftir
sjálfstæðisbaráttuna. „Þetta kerfi var
síðan misnotað,“ segir Welde Giorgis,
sem eitt sinn var bandamaður Afwerkis
en fór í útlegð árið 2006. Kerfið gerði
það að verkum að hinar dæmigerðu
kjarnafjölskyldur splundruðust. „Ef
þessar fjölskyldur eru ekki til staðar þá
er ekkert dæmigert samfélag til staðar.
Þetta er nútíma þrælkun,“ segir Giorgis
sem skrifaði bók um land sitt, Erítrea at
a Crossroads, sem kom út í fyrra.
Máttir ekki segja nei
The Guardian hefur rætt við fjölmarga
flóttamenn frá Erítreu sem lýsa
erfiðum aðstæðum í heimalandi sínu.
Sumir segjast hafa verið pyntaðir fyrir
litlar sakir meðan á herþjónustunni
stóð. Einn flóttamaður lýsir því
hvernig hann var bundinn á höndum
og fótum – með hendur fyrir aftan
bak. Hendurnar og fæturnir voru
síðan bundin saman og viðkomandi
var látinn hanga þannig svo dögum
skipti. Sofia, flóttamaður sem nú
dvelur í Egyptalandi, segir að fleiri
pyntingaraðferðir hafi verið notaðar.
Ein aðferð hafi verið að blanda saman
innihaldi tepoka við vatn og sykur og
blandan sett á líkama þess sem pynta
átti. Þetta laðaði að flugur og önnur
skordýr.
Allir þeir sem The Guardian
ræddi við eru þó sammála um að
herþjónustan hafi verið eins og
þrælabúðir. Yfirvöld nýti sér hana til
að fá eins ódýrt vinnuafl og hugsast
getur. Fólk hafi verið notað í að sópa
götur, höggva við eða leggja vegi í
óbyggðum landsins. „Í raun voru
engin sérstök verkefni sem lágu fyrir
en þú máttir aldrei segja nei,“ segir
Kibrom.
Kennari á daginn,
vörður á næturnar
Eins og eðlilegt er ríkir ekki mikil
hrifning á þessu kerfi meðal íbúa Erít-
reu. Nema þeim takist að flýja er þetta
það sem bíður margra íbúa lands-
ins. Í umfjöllun The Guardian seg-
ir að mikill minnihluti íbúa lifi örlítið
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
„ErítrEa
Er hElvíti
á jörðu“
n Þess vegna reyna þúsundir að flýja Erítreu
í hverjum mánuði n Íbúar eru í raun þrælar
fyrir yfirvöld n Frjáls fjölmiðlun bönnuð
Forsetinn Isais Afwerki hefur stjórnað
Eritreu með harðri hendi frá því að landið
fékk sjálfstæði árið 1993.
Harðorður Welde Giorgis er fyrrverandi
bandamaður Afwerkis forseta. „Eritrea er
orðin að helvíti á jörðu fyrir fólkið,“ segir
hann.
Erfiðar aðstæður Fjölmargir
Erítreumenn, eða allt að fimm þús-
undum í hverjum einasta mánuði,
reyna að flýja landið. Hér sést bátur
frá líbísku strandgæslunni með
flóttamenn, sem komust ekki yfir til
meginlands Evrópu, innanborðs.
Flóttamenn
með réttindi
Málefni flótta-
manna í Evrópu
hafa verið í
brennidepli á
þessu ári. Hér
sést ungur
Erítreumaður
halda á spjaldi
á mótmælum
í Madrid fyrr í
sumar.