Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 22
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 22 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 28.–31. ágúst 2015 Á milli steins og sleggju Þetta er bara einelti Geir Ólafsson, sem fær ekki að vera með á Sinatra-tónleikum í Hörpu. – DV E itthvað hlaut að lokum að láta undan. Verð á kínverskum hlutabréfamörkuðum hafði hækkað í verði um meira en 100% á innan við einu ári áður en halla tók undan fæti í júní síðast- liðnum. Áhrifanna fór hins vegar ekki að gæta á vestrænum fjármálamörk- uðum fyrr en Sjanghæ-hlutabréfa- vísitalan tók skarpa dýfu í þessari viku – og í kjölfarið varð mikið verðfall í kauphöllum beggja vegna Atlantsála. Þrátt fyrir að verð á kínverska mark- aðinum, sem minnir um margt frem- ur á spilavíti en skipulegan verðbréfa- markað, hafi fallið um meira en 40% á tveimur mánuðum þá er Sjanghæ- vísitalan enn um 50% hærri en í árs- byrjun 2014. Fjárfestar ættu því að gera ráð fyrir að bólan sé ekki tæmd. Íslenski markaðurinn fór ekki varhluta af þeim markaðsóróa sem skapaðist á alþjóðamörkuðum. Hlutabréfavísitalan féll mikið í verði við opnun markaða á mánudag og var lækkunin ein sú mesta frá því að hlutabréfamarkaðurinn hérlendis var endurreistur eftir fall bankakerf- isins 2008. Áhrifin á Ísland – bæði fjármálamarkaði og raunhagkerfið – af frekari þrengingum á kínverska hlutabréfamarkaðinum ættu þó að vera afar takmörkuð. Ef væringarnar á kínverskum verðbréfamörkuðum eru hins vegar fyrirboði um að það sé farið að hægja verulega á vexti kín- verska hagkerfisins, sem er hið næst- stærsta í heiminum, þá mun slík þró- un óhjákvæmilega snerta Ísland og útflutning til okkar helstu viðskipta- landa. Atburðarás síðustu vikna, sem hefur óneitanlega grafið undan trú- verðugleika ráðamanna í Peking, beinir einkum sjónum að þeirri stað- reynd að kínversk yfirvöld geta ekki lengur reitt sig á fjárfestingadrifinn hagvöxt. Ekki verður gengið lengra í þeim leik, sem kínverskir ráðamenn hafa ítrekað gert á undanförnum árum, að ráðast í meiri háttar opin- berar örvunaraðgerðir til að kynda undir útlánaþenslu og fjárfestingu í hagkerfinu. Markaðsöflin þurfa að ráða för í ríkara mæli eigi að takast að vinda ofan af hinu djúpstæða efnahagslega ójafnvægi. Það endur- speglast í því að fjárfesting er nærri helmingur af landsframleiðslu Kína á meðan einkaneyslan er aðeins rétt undir 40%. Liður í þeim aðgerðum er að binda enda á fastgengisstefnu Kína, sem ætti að leiða til gengis- styrkingar kínverska gjaldmiðilsins, og stuðla þannig að aukinni neyslu almennings á kostnað sparnaðar og fjárfestingar. Sú aðlögun – að hagkerfið verði drifið í meira mæli áfram af einkaneyslu í stað fjárfestingar – mun líklega ekki reynast áfalla- laus fyrir Kína. Hún er samt engu að síður nauðsynleg til að forða al- gjöru efnahagshruni. Hættumerk- in hafa lengi verið fyrir allra augum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á að þegar útlán bankakerfis- ins aukast mun meira en sem nem- ur hagvexti þá er það skýr vísbending um ósjálfbæra útlánaþenslu. Í Kína hafa heildarútlán meira en tvöfald- ast á aðeins sex árum og nema langt umfram 200% sem hlutfall af lands- framleiðslu. Hagvöxtur síðustu ára – sem hefur mælst um og yfir 8% á ári – hefur þannig verið knúinn áfram af fjárfestingum sem hafa í sífellt meira mæli farið til óarðbærra verkefna, ekki síst í byggingariðnaði. Án opin- berra stuðningsaðgerða er hætt við því að sá atvinnugeiri standi frammi fyrir hrinu gjaldþrota á komandi misserum og árum. Stjórnvöld í Kína óttast því – og það skiljanlega – að nú þegar hillir undir endalok hins fjárfestinga- drifna hagvaxtarskeiðs þá kunni það að framkalla harða lendingu í efna- hagslífinu samhliða hruni í heildar- eftirspurn. Slíkt myndi þó ekki aðeins hafa efnahagslegar afleiðingar í för með sér heldur gæti einnig sett sjálft pólitískt lögmæti kínverska komm- únistaflokksins í uppnám. Ráða- menn í Peking standa frammi fyrir sinni stærstu áskorun í áratugi. n Vill að stjórnin skipti sér af Björgólfur Thor Björgólfsson er ósáttur við umfjöllun Kastljóssins um sig nýverið og hefur sent Ríkis útvarpinu erindi og krafist afsökunarbeiðni. Því hefur verið hafnað og fylgdi með rökstuðn- ingur Þóru Arnórsdóttur og Helga Seljan úr Kastljósinu. Nýjasta útspil Björgólfs Thors í gær var sérstakt, hann sendi stjórn Ríkisútvarpsins bréf og ít- rekaði kröfu um afsökunarbeiðni. Er fjárfestirinn að ætlast til þess að stjórn RÚV skipti sér af um- fjöllun í Kastljósinu og efnistök- um þar? Hamingja í háskólanum Það gengur oft mikið á innan veggja Háskóla Íslands og reglu- lega berast erjur þaðan inn á borð fjölmiðla. Tveir fræðimenn sem hafa löngum eldað grátt silf- ur eru Hannes Hólmsteinn Giss- urarson og Þórólfur Matthíasson. Sá fyrrnefndi sá í vikunni ástæðu til að undrast umsókn þess síðar- nefnda um embætti sáttasemjara ríkisins. Sagði Hannes að Þórólf- ur væri „mannafæla, alltaf í úfnu skapi“ og því ekki til þess fallinn að vera sáttasemj- ari. Rifjaði Hann- es jafnframt upp þegar Þórólfur hellti sér yfir hann á kaffistofunni í Odda skömmu eftir bankahrun og skipaði honum að segja sig úr bankaráði Seðlabankans. Þórólf- ur hefur ekki enn svarað fyrir sig en hugsar samstarfsmanni sínum vafalaust þegjandi þörfina. Samtrygging stjórnmálamanna Þegar fólk talar um ábyrgð stjórn- málamanna, á það oftast við þá sem fara með völd hverju sinni en sjaldnar þá sem tapa í kosn- ingum. Sumir gætu þó sagt að pólitísk ábyrgð þeirra ætti ekki endilega að vera eitthvað minni, og þá kannski einkum gagnvart flokkssystkinum sínum frekar en almennum kjósendum. Þannig hafa oddvitar Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavíkurborg ít- rekað þurft að hætta, eða hrökkl- ast í burtu, eftir slæma útreið í kosningum síðustu ár og áratugi. Annað gildir hins vegar um Hall- dór Halldórsson, núverandi odd- vita flokksins í borginni, þrátt fyr- ir að flokkurinn hafi aðeins hlotið tæplega 26% fylgi í kosningunum vorið 2014. Þeir sem til þekkja segja skýringuna á því að hann sitji sem fastast augljósa. Halldór er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Meðan hann er borgarfulltrúi fær hann að vera þar í friði, en sjálfstæðismenn ráða miklu í sambandinu og Dag- ur B. Eggertsson nennir ekki að stugga við honum, enda virðist Halldór fara vel í vasa. Var ein- hver að tala um samtryggingu? Öll börn eiga að geta lesið Cornelia Thorsteinsdóttir, sem missti vinnuna eftir að hafa gagnrýnt Byrjendalæsi. – DV Uh nei takk, ég held ég sé of þung Sigga Dögg sem hætti við að kaupa stóla vegna þyngdartakmarkana. – DV Leiðari Hörður Ægisson hordur@dv.is „Stjórnvöld í Kína óttast að nú þegar hillir undir endalok hins fjárfestingadrifna hag- vaxtarskeiðs þá kunni það að framkalla harða lendingu í efnahagslífinu samhliða hruni í heildar- eftirspurn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.