Gripla - 20.12.2016, Qupperneq 127
127
Gunnar HarÐarSon
HauKSBÓK oG aLfrÆÐIrIt MIÐaLDa
I
í alfræðibók nokkurri um miðaldir segir að heitið encyclopaedia hafi
ekki verið til á miðöldum, það sé, líkt og ýmis önnur hugtök um fyrirbæri
fortíðarinnar, síðari tíma uppfinning.1 En þótt heitið hafi ekki verið fundið
upp, að minnsta kosti ekki í núverandi merkingu, er ekki þar með sagt að
hluturinn sem það nefnir hafi ekki verið til. Enda er það svo, að munkar og
fræðaþulir miðalda settu saman – af nánast syndsamlegri áfergju – fjöldann
allan af „alfræðiritum“ og það af býsna ólíkum toga. Það mun reyndar hafa
verið ekki minni maður en sjálfur Ágústínus kirkjufaðir (354–430) sem
lagði grunninn að alfræðistefnu miðalda þegar hann hét á „gull heiðingj-
anna“ sér til fulltingis. Með því átti hann við að kristnum fræðimönnum
væri óhætt að beita hinum ýmsu greinum bóklegrar og verklegrar þekk-
ingar sem finna mætti í ritum svonefndra heiðinna spekinga; þær mætti
jafnvel nota sem hjálpargögn við túlkun Heilagrar ritningar.2 Tilhneigingar
í þessa átt gætir þegar í ritinu Institutiones eftir Cassiodorus (um 490–585),
ráðunaut Þjóðreks Austgotakonungs í Ravenna á ítalíu, er hann samdi
eftir að hann dró sig í hlé til Vivarium-klausturs.3 Af miðaldaritum var
þekktasta samsetning af þessu tagi hið víðfræga Etymologiae sive Origines
1 „Encyclopédies médiévales,“ Dictionnaire du Moyen Âge, ritstj. Claude Gauvard, Alain de
Libera, Michel Zink (París: Presses universitaires de france, 2002). Skv. ritmálssafni
orðabókar Háskólans mun íslenska orðið „alfræði“ hafa verið smíðað á 19. öld. orðið
„all frodr“ (í merkingunni ‘mjög fróður’) kemur fyrir í elsta handriti Konungs skuggsjár frá
því um 1275: „Lattu þer iam micla sœmð at næma sæm at kenna æf þu vilt allfroðr heita,“
Konungs skuggsjá, útg. Ludvig Holm-olsen (oslo: Kjeldeskriftfondet, 1945), 6.
2 Ágústínus, De doctrina Christiana, II, 40, útg. K.H. Bruder (Leipzig: tauchnitz, 1838), 74.
3 Institutiones divinarum et saecularium litterarum, í Cassiodori senatoris Opera omnia, tomus
posterior, Patrologia Latina 70 (París, 1865); fyrri bók Institutiones fjallar einkum um rit
Biblíunnar en sú seinni um lærdómslistirnar sjö. Sjá einnig Cassiodorus: Institutions of
Divine and Secular Learning and On the Soul, e. þýð. James W. Halporn og Mark Vessey
(Liverpool: Liverpool university Press, 2004).
Gripla XXVII (2016): 127–155