Gripla - 20.12.2016, Side 130
GRIPLA130
II
Ekki eru til nein yfirgripsmikil alfræðirit á norrænu frá miðöldum. Það
segir sig kannski sjálft. Á hinn bóginn höfðu norrænir menn aðgang að
alfræðilegri þekkingu á latínu, eins og dæmin sanna. Speculum historiale
var þekkt og notað í Noregi og á íslandi í lok 13. aldar og á 14. öld, Origines
eftir Isidorus er skráð í bókaskrár íslenskra klaustra á miðöldum, til dæmis
Viðeyjarklausturs 1397, og brot úr fyrsta hluta Imago mundi hafa varðveist í
þýðingum í íslenskum handritum auk þess sem stundum er vitnað til ritsins
í sögubókum.10 Þau rit sem nútímafræðimenn kalla „íslensk alfræðirit“ frá
miðöldum eru eiginlega ekki alfræðirit eða „encyklopediur“ því að umfang
þeirra stenst engan veginn samanburð við réttnefnd alfræðirit og efni
þeirra virðist ekki skipað niður með þeim hætti sem að framan er lýst.11
Öllu heldur virðast þau vera einhvers konar samtíningur, safn fróðleiks-
mola af ákveðnu tagi, einkum um náttúrufræði og tímatal: stjörnufræði,
landafræði, steinafræði, dýrafræði, heimsaldrar o.s.frv. Vert er þó að árétta
brotakennt og ófullkomið ásigkomulag þeirra miðaldahandrita íslenskra
sem varðveitt hafa leifar af „alfræðilegri“ þekkingu.
Elsta og ef til vill þekktasta handritsbrotið er GKS 1812 4° sem hefur
reyndar að geyma leifar af þremur handritum frá tólftu, þrettándu og
fjórtándu öld að því er útgefendur þess hafa talið.12 Stefán Karlsson
10 „Jtem Ysidorus ethimologiarum non plenus“ stendur í bókaskrá Viðeyjarklausturs, sjá
Diplomatarium Islandicum: Íslenzkt fornbréfasafn IV, 110; Grímur Hólmsteinsson vísar
í Speculum historiale í Jóns sögu baptista (Postola sögur, útg. C.r. unger, Christiania:
Bentzen, 1874, 894), sbr. ole-Jörgen Johannessen, „Lidt om kilderne til Jóns saga bapt-
ista II,“ Opuscula septentrionalia. Festskrift til Ole Widding, ritstj. Bent Chr. Jacobsen o.fl.
(Kaupmannahöfn: reitzel, 1977); Speculum historiale og Imago mundi eru meðal heimilda í
Stjórn, sbr. Ian J. Kirby, Bible Translation in Old Norse (Genève: Librairie Droz, 1986); um
Imago mundi sjá t.d. Margaret Clunies Ross, Skáldskaparmál: Snorri Sturluson’s ars Poetica
and Medieval Theories of Language (odense: odense university Press, 1987), 157–162, og
Peter Springborg, „Weltbild mit Löwe,“ Cultura classica e cultura germanica settentrionale,
ritstj. Pietro Janni, Diego Poli, Carlo Santini (Macerata: università de Macerata, 1988),
167–219.
11 Margaret Clunies ross hefur bent á hliðstæður milli uppbyggingar Snorra Eddu og upp-
byggingar alfræðirita og miðar þá við alfræðirit af því tagi sem hér eru talin til marks um
ordo rerum (sjá Skáldskaparmál: Snorri Sturluson’s ars Poetica, 151–173).
12 Sbr. inngang Jóns Sigurðssonar að útgáfu prestatalsins í Diplomatarium Islandicum, I
(Copenhagen: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1857–1876), nr. 29, 180–185; Ludvig Larsson,
Äldsta delen af cod. 1812 4to gml. kgl. samling på biblioteket i København (Kaupmannahöfn,
1883).