Gripla - 20.12.2016, Síða 132
GRIPLA132
sínum að ljósprentuðu útgáfunni frá 1960. Það væri mjög blandað að efni
og hefði ekkert kerfisbundið skipulag.18 Jafnframt benti hann á að sum
ritin sem Haukur hefði afritað hefðu bein tengsl við hann persónulega.
Þannig væru ættartölur í Landnámabók sem tengdust honum og einnig
væru ættartengsl milli hans og afkomenda sögupersóna í Eiríks sögu rauða.
Bæði Finnur og Jón sjá því Hauksbók sem afsprengi persónulegra hugð-
arefna skrifarans án þess að neina frekari einingu sé þar að finna. Skýringin
á samsetningu Hauksbókar liggur samkvæmt þessu utan hennar, í áhuga-
málum Hauks sjálfs eins og þau birtast í hinu varðveitta handriti. Það er því
hin huglæga ætlun höfundarins sem segja má að myndi einingu Hauksbókar
samkvæmt þessum sjónarmiðum.
Svipuð viðhorf hafa komið fram í þeirri lýsingu á Hauksbók að hún sé
eins konar persónulegt bókasafn.19 Með því að taka svo til orða er kannski
einkum verið að draga fram andstæðuna milli handrita sem innihalda
efni af einu tilteknu tagi, svo sem konungasögur eða íslendingasögur, og
Hauksbókar, sem hefur að geyma efni af mjög fjölbreytilegum toga. En í
stað þess að líta svo á að það sé einungis hinn huglægi og persónulegi þáttur
sem hafi ráðið ritun Hauksbókar hefur til að mynda Sverrir Jakobsson
túlkað Hauksbók sem fulltrúa heimssýnar íslenskrar yfirstéttar í byrjun
14. aldar; Haukur fellur samkvæmt því í flokk þeirra sem Anna Dorothee
von den Brinken lýsir sem túlkendum og kennurum heimsmyndarinnar
(„Deuter und Lehrer des Weltbildes“).20 Sjálfur hef ég fyrir margt löngu
reynt að sjá verk og störf Hauks ekki bara í samhengi við persónu hans eða
íslenskar aðstæður, heldur við stöðu hans sem hluta af embættismannastétt
norska ríkisins á valdatíma Hákonar háleggs. Haukur var ekki (bara)
18 „there is no systematic arrangement of this material.“ Jón Helgason, inngangur að
Hauksbók: The Arna-Magnæan Manuscripts 371, 4to, 544, 4to and 675, 4to (Kaupmannahöfn:
Munksgaard, 1960), xviii. Lýsing Jóns á efni Hauksbókar er í grófum dráttum þannig: sagn-
fræðirit frá íslandi, sögur sem gerast á íslandi og Grænlandi, sögur sem gerast í Noregi,
fornaldarsögur, þýdd hálfsöguleg verk, blandað alfræðiefni, stærðfræðiritgerð, guðfræði,
einkum af guðrækilegum toga, Eddukvæði (xviii).
19 „In contrast to the practice most frequently encountered in medieval Icelandic MSS, in
which works were collected in a book according to subject matter, Hauksbók from its incep-
tion was an entire private library, which Haukr, with assistance, wrote for himself.“ Gunnar
Harðarson og Stefán Karlsson, „Hauksbók,“ í Medieval Scandinavia: An Encyclopedia, ritstj.
Philip Pulsiano (new York og London: Garland, 1993), 271.
20 Sverrir Jakobsson, Við og veröldin: Heimsmynd Íslendinga 1100–1400 (reykjavík: Há-
skólaútgáfan, 2005), 55; sbr. Sverrir Jakobsson, „Hauksbók and the construction of an
Icelandic world view,“ Saga Book 31 (2007): 22–38.