Gripla - 20.12.2016, Síða 133
133
íslenskur sérvitringur sem skrifaði upp gamlar skruddur í tómstundum,
hann var Gulaþingslögmaður að embætti og riddari að tign, hann sat í rík-
isráði Noregs ásamt konunginum og öðrum ráðgjöfum og tók þar með þátt
í því að stjórna ríkinu. óhjákvæmilegt er annað en að hann hafi, a.m.k. að
einhverju leyti, samið sig að siðum hirðarinnar í háttum og hugsun.21 Þetta
má m.a. sjá í því hvernig hann vinnur dómsúrskurði.22 Þessar nálganir bæta
því hinum félagslega þætti við hinn einstaklingsbundna sem kom fram í
fyrri rannsóknum. Þeim er það þó sameiginlegt að skoða persónu Hauks
sem lykilþátt í greiningu og samhengi handritsins.
En Hauksbók hefur líka verið túlkuð óháð hinum huglægu eða félags-
legu þáttum. Þá er litið svo á að hún sé ekki sprottin úr persónulegum eða
félagslegum jarðvegi heldur sé hún afsprengi evrópskrar lærdómshefðar.
Nú er það að vísu nokkurt álitamál hvort telja eigi Hauksbók beinlínis til
alfræðirita.23 En sé það gert er handritið flokkað sem ákveðin tegund rita
sem þekkt er frá evrópskum miðöldum og lýtur ákveðnum lögmálum (sbr.
umfjöllun um alfræðirit hér að ofan). Samkvæmt því ætti Hauksbók að eiga
sér erlendar hliðstæður. Í samræmi við það hefur rudolf Simek varpað
fram þeirri kenningu að Hauksbók hafi verið sett saman að fyrirmynd
alfræðiritsins Liber floridus eftir Lambert frá Saint Omer, frá fyrri hluta
12. aldar.24 Þessi kenning hefur hlotið nokkurn hljómgrunn.25 Sverrir
Jakobsson hefur á móti dregið fram hliðstæður við íslensk handrit, einkum
21 Gunnar Harðarson, Littérature et spiritualité en Scandinavie médiévale. La traduction norroise
du De arrha animae de Hugues de Saint-Victor. Étude historique et édition critique, Bibliotheca
Victorina V (Paris-turnhout: Brepols, 1995), 163–183; sjá einnig nýlega og nokkru ýtarlegri
grein um sama efni eftir Karl-Gunnar Johansson, „Queen Eufemia, nor wegian Elite and
the Background of the Eufemiavisor,“ í The Eufemiavisor and Courtly Culture: Time, Texts
and Cultural Transfer, ritstj. Olle Ferm, Ingela Hedström, Sofia Loden, Jonatan Pettersson
og Mia Åkestam (Stokkhólmi: Kungl. Vitterhets Historie och antikvitets akademien,
2015), 136–161.
22 Gunnar Harðarson, „old norse Intellectual Culture: appropriation and Innovation,“ í
Intellectual Culture in Medieval Scandinavia c. 1100–1350, ritstj. Stefka Georgieva Eriksen,
Disputatio 28 (turnhout: Brepols, 2016), 35–73, hér 66–67.
23 Margaret Clunies ross og rudolf Simek, „Encyclopedic Literature,“ í Medieval Scandi navia:
An Encyclopedia, ritstj. Philip Pulsiano (new York og London: Garland, 1993), 164–166.
24 Rudolf Simek, Altnordische Kosmographie: Studien und Quellen zu Weltbild und Weltbeschrei-
bung in Norwegen und Island vom 12. bis zum 14. Jahrhundert (Berlín–new York: De Gruyter,
1990).
25 „the extensive parallels between Haukr’s parts of Hauksbók and the Liber floridus make it
plausible that the latter was his model.“ Elizabeth ashman rowe, „Literary, codicological,
and political perspectives on Hauksbók,“ Gripla 19 (2008): 51–76, hér 70.
HauKSBÓ K oG aLfrÆÐ IrIt MIÐaLDa