Gripla - 20.12.2016, Side 137
137
IV
Þótt oft hafi verið farið yfir innihald og samsetningu Hauksbókar er ástæða
til að rifja þau atriði upp, því að alfræðiefni bókarinnar verður að skoða
í samhengi við aðra hluta hennar. Fyrsti hluti Hauksbókar er handritið
AM 371 4°. Það hefur verið skrifað á blöð sem eru nú ívið minni en önnur
blöð Hauksbókar. Stafagerðin líkist þeirri sem sjá má á skjalinu frá 1302.37
Blekið er ýmist svart og skýrt eða brúnt og daufara. Stungið hefur verið
fyrir 33 línum á síðu, en frá þeim línufjölda eru stöku undantekningar.38
Línustrik sjást ekki í handritinu. Engar eigendamerkingar er að finna á
hinum varðveittu blöðum. Þar sem fyrstu og síðustu blöð vantar verður
ekki ráðið af ummerkjum í handritinu hvort 371 hafi verið sjálfstæð bók,
en saga þess og innihald bendi þó til að svo hafi verið. Þessi handritshluti
(Hb2a skv. flokkun Stefáns Karlssonar) hefur að geyma Landnámabók og
Kristni sögu. Hauksbókargerð Landnámu er ein þriggja varðveittra mið-
aldagerða þeirrar bókar; hinar eru Sturlubók, sem Sturla Þórðarson (1214–
1284) ritaði og varðveitt er í uppskrift Jóns Erlendssonar frá 17. öld, og
Melabók sem varðveitt er í handritsbroti frá 13. öld.39 Heitið „Hauksbók“ á
rót að rekja til Landnámugerðarinnar sem í henni er varðveitt, því að Björn
á Skarðsá notaði það til að vísa til þessarar gerðar Landnámabókar og greina
hana þar með frá Sturlubók og Melabók.40 Haukur skrifar sjálfur að hann
hafi samið bók sína upp úr tveimur öðrum, þeirri sem Sturla Þórðarson
ritaði og annarri sem Styrmir fróði Kárason hafði ritað (og Melabók er
heimild um). Styrmir Kárason hinn fróði (um 1170–1245) var m.a. prestur
í Reykholti á dögum Snorra Sturlusonar, lögsögumaður í tvígang og síðast
príor Viðeyjarklausturs. Kristni saga hefur hins vegar ekki varðveist annars
staðar, þó að talið sé að hún hafi fylgt Sturlubók. Hvort af því megi ráða að
upphaflegt samhengi textanna í 371 hafi verið rit á borð við Íslendinga sögu
37 Jón Helgason, inngangur að Hauksbók, v; Stefán Karlsson, „aldur Hauksbókar,“ Stafkrókar,
306 (3.3.2).
38 Stundum eru hálfar línur undir neðstu línu, bl. 15v virðist hafa 34 línur, 30 línur eru á 16rv,
en það er stakt blað, skorið að ofan, og á 17rv, sem einnig er stakt blað, eru 32 línur. Sjá Jón
Helgason, inngangur að Hauksbók, xxiii.
39 Um gerðir Landnámabókar sjá inngang Jakobs Benediktssonar að Íslendingabók–Land-
námabók, Jakob Benediktsson gaf út, Íslenzk fornrit I (reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag,
1968). Sjá einnig Sveinbjörn rafnsson, „Hvað er Landnámabók?“ Saga 46:2 (2008): 179–193,
og rit sem þar er vísað til.
40 Jón Helgason, inngangur að Hauksbók, xxxii.
HauKSBÓ K oG aLfrÆÐ IrIt MIÐaLDa