Gripla - 20.12.2016, Side 140
GRIPLA140
stendur til dæmis setning sem Árni Magnússon hefur ráðið með eftirfar-
andi hætti og skrifað á neðri spássíuna: „þessa bok a teitr Pals son ef hann
skal urentr vera“ – en það er vel mögulegt að þessi eigendaskráning eigi
bara við um fyrstu kverin þrjú í 544, eða jafnvel bara um þriðja kverið og
þá ef til vill líka um kverið (eða kverin) sem staðið hefur fyrir framan það,
en nú er glatað, en ekki nauðsynlega um alla Hauksbók eins og hún hefur
varðveist.47 Auk þess bendir útlit ystu blaðanna, sem eru dekkri og lúnari
en önnur, til þess að þessi kver hafi einhvern tíma verið sjálfstæðar notk-
unareiningar.48 Það er því einungis gefin forsenda að það hafi verið Haukur
Erlendsson sem lét binda þessi blöð saman við hin og sú forsenda byggist á
því að heitið „Hauksbók“ taki til allra kvera í handritunum þremur (en ekki
bara til fyrsta hlutans, AM 371 4°), þ.e.a.s. á því að það hafi verið Haukur
sem hafi látið binda þau saman í eina bók. Þar með eru þessi rök dæmi um
hringrök sem gefa sér sem forsendu það sem sanna skal.
Málið er þó kannski ekki alveg svona einfalt. Á fyrstu tveimur kver-
unum er línufjöldi fremur óreglulegur milli opna, allt frá 30 línum á hvorri
síðu upp í 34 (4v–5r), þó að 30 til 31 lína sé algengast. Samt sem áður er
leturflöturinn nokkuð reglulegur, um það bil 11,5–12 x 18–18,5 cm, en
minni á stöku stað, t.d. 11 x 17 á 14v. Mynstrið bendir til þess að stungið og
strikað hafi verið fyrir línum á einni til tveimur opnum í senn.49 í þriðja
kverinu er leturflöturinn hins vegar öllu stærri eða nær því að vera 12 x
19 og línufjöldinn 34 á síðu á 15v til 18v. Það er ljóst að þetta kver hefur
verið breiðara en hin, enda er skorið alveg inn að leturfleti á ytri spássíum
og hugsanlega hefur eitthvað verið skorið ofan af efri spássíu. Á 20r og
20v–21r eru spássíurnar hins vegar eðlilegri, þrátt fyrir þéttari línur (38
á 20r og 40 á 20v, en 17 á 21r enda er skorið neðan af henni). Sé það rétt
47 Sbr. Jón Helgason í inngangi að Hauksbók, xxvi. Teitur Pálsson kemur við sögu 1344 og var
hirðstjóri 1365 ásamt tveimur öðrum (sbr. Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár, V. bindi
(reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1952), 8.
48 Blöð 1–14 urðu viðskila við 544 um tíma á 19. öld og bárust til Íslands, en komust á sinn stað
aftur. Jón Þorkelsson gaf efni þeirra út í Nokkur blöð úr Hauksbók og brot úr Guðmundarsögu
(reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1865) og gerði í formála grein fyrir innihaldinu.
Sbr. Jón Helgason í inngangi að Hauksbók, xxx.
49 Stærðirnar eru áþekkar í 371 en þar er línufjöldinn reglulegri, 33 á síðu. Annars sker 371 sig
úr fyrir að vera reglulegasti hluti Hauksbókar hvað stærðir og síðuhönnun varðar og það er
auk þess heldur minna en hinir hlutarnir (meðaltalið er 15,7 x 23 cm, en 544 er 15,8 x 24,3,
og 675 er 15,2 x 24; þessar stærðir benda til hlutfallsins 2/3 sem var ekki óalgengt hlutfall
milli breiddar og hæðar skinnbóka á miðöldum).