Gripla - 20.12.2016, Page 141
141
að þessi síðastnefndu blöð hafi frá upphafi fylgt hinum fyrri má draga
þá ályktun að Völuspá hafi verið skrifuð á bl. 20r–21r eftir að kverið sem
þau tilheyra hefur verið sniðið að stærð bókarinnar (og þá líklega eftir að
skorið hefur verið neðan af 21r, því að annars hefði ekki verið þörf á því að
hafa svo margar línur á blöðunum á undan). Rithöndin á þessum tveimur
blöðum hefur verið talin sú sama og er á Wormsbók Snorra Eddu og hún
hefur verið tímasett til 1350, en það kann að benda til þess að búið hafi
verið að laga umrætt kver að öðrum nálægum kverum Hauksbókar um
miðja fjórtándu öld.
Afgangurinn af 544 hefur verið ritaður af Hauki Erlendssyni sjálfum
og einum samverkamanni hans, að því undanskildu að nokkir aðrir hafa
skrifað smábúta í sumum textunum. Vert er þó að árétta að meginhend-
urnar eru aðeins tvær, Hauks og ritara hans. Það er því, eins og áður er
getið, fornskriftarfræðin sem sýnir fram á sérstök tengsl fyrsta og annars
hluta Hauksbókar. Þessir tveir hlutar hafa verið skrifaðir að miklu leyti
með sömu hendi. Auk þess tengjast meginhendurnar tvær í textunum,
sem skrifaðir eru upp í 544, með þeim hætti að þar sem einni sleppir tekur
önnur við í sama texta á sömu síðu (ritarinn tekur við á 80r og Haukur á
99r). Það sýnir að skrifararnir hafa unnið saman að uppskrift viðkomandi
texta í handritinu.
Að alfræðiköflunum undanskildum hefur 544 að geyma allmarga texta
sem skrifaðir eru á kver sem mynda nokkrar aðgreindar handritsein-
ingar. Fyrst er að nefna Trójumanna sögu (bl. 22–33), sem er skrifuð á tvö
kver. Það fyrra er reglulegt átta blaða kver með 33 línum á síðu (eins og
Landnámabók) en það síðara sex blaða kver með 35 línum á síðu; skrif-
arinn hefur því bætt við línum til þess að sagan rúmaðist í kverinu, sem
hún og gerir. Seinna kverið hefur verið endurnýtt eins og Stefán Karlsson
sýndi fram á. Trójumanna sögu lýkur neðst á bl. 33v, en á bl. 34r er skrifað
brot af steinafræði Marbods af rennes á norrænu (Hb1 skv. flokkun
Stefáns Karlssonar), þá koma tvær auðar síður (34v–35r) og svo Cisio Janus
(35v). Þessir tveir textar hafa staðið á blöðum sem hafa verið að hluta til
óskrifuð og verið brotin um til að rúma niðurlag Trójumanna sögu.50 Þessi
kveraskipan sýnir að ætlun skrifarans hefur verið að hafa Trójumanna sögu
sérstaka, en ekki skrifa Breta sögur í beinu framhaldi hennar þó að þær
eigi að fylgja á eftir samkvæmt niðurlagi sögunnar. Það hefði hann vel
50 Stefán Karlsson, „aldur Hauksbókar,“ Stafkrókar, 305 (3.3.1).
HauKSBÓ K oG aLfrÆÐ IrIt MIÐaLDa