Gripla - 20.12.2016, Page 144
GRIPLA144
ritgerð um notkun arabískra talna (bl. 90r–93r). Þessi hluti bókarinnar
er skrifaður á fjögur kver sem hafa hugsanlega verið brotin um, götuð og
strikuð eftir því sem ritun verkanna hefur undið fram. Haukur byrjar að
skrifa fyrsta kverið (77–84) en á 80r skiptir um rithönd og annar skrif-
ari tekur við. Framan af eru 38 línur á blaði, en á 82v eru þær 37, ef til
vill vegna þess að rifnað hefur neðan af blaðinu áður en skrifað var á það.
næstu tvær opnur eru með 37 línum, en aftasta síðan 38 eins og fyrsta
blaðið. Þetta gæti bent til þess að Haukur hafi gatað fyrir línum á fyrstu
blöðunum í kverinu en ritarinn á þeim síðari (og fyrsta og aftasta síða
stungnar út saman). ritarinn heldur áfram með annað kverið (85–92) og
hefur aðeins 35 línur á blaði í öllu kverinu. Sama er uppi á teningnum í
þriðja kverinu (93–100) þar sem eru ýmist 34 eða 33 línur á blaði. Skinnið
á þessu kveri er á köflum keimlíkt því sem notað var í Breta sögur, götótt
og aflagað. Hvort þá staðreynd megi túlka sem vísbendingu um tengsl milli
ritunar þessara tveggja hluta Hauksbókar er ekki gott að segja. Haukur
tekur við á miðju bl. 99r og næsta opna hefur 35 línur og því mögulegt
að hann hafi bætt við tveimur línum á efri spássíunni þegar hann tók við.
Hugsanlegt er að Algorismus hafi átt að nota sem uppfyllingu í síðara kveri
Fóstbræðra sögu, en ritarinn gert ráð fyrir of fáum línum á síðu, svo að hann
hefur þurft að fara yfir á annað kver áður en hann gat byrjað á Eiríks sögu
(í stað þess að byrja hana með nýju kveri). Hvernig sem því er farið er
fjórða kverið, sem Haukur skrifar, með 41 línu á síðu (43 á þeirri öftustu).
í blálokin er Prognostica temporum (bl. 107) sem hugsanlega má líta á sem
uppfyllingarefni. Sökum þess að rithendurnar á þessum kverum taka við
hver af annarri verður að líta svo á að þessi hluti Hauksbókar (Hb2d) myndi
eina handritafræðilega heild þótt efnið sé fjölbreytilegt. Vinnubrögðin við
ritun kveranna benda til þess að þau hafi verið tilreidd eftir því sem verk-
inu miðaði áfram, en ekki búin til skipulega fyrirfram af atvinnuskrifurum
í ritstofu og skinnið er af því tagi sem hæpið er að atvinnumenn hefðu
getað látið sér lynda. Af myndum af handritinu að dæma má sjá leifar af
línustrikun, sem virðist hafa verið gerð með stíl, og götun fyrir línustrik-
uninni á jöðrum blaðanna sem ráða má af laginu að hefur verið gerð með
hníf. Vinnulagið við undirbúning ritunarinnar (stungur eða götun, strikun
lína og afmörkun leturflatar, neðri og ytri spássíur) virðist því vera af
hefðbundnu miðaldatagi, en síðuflöturinn er þó nýttur meira en lög gerðu
ráð fyrir því að víða er skrifað alveg upp undir efri jaðar skinnblaðanna.