Gripla - 20.12.2016, Page 145
145
textarnir sem Haukur skrifar upp ásamt ritara sínum eru einkum
sögulegs og frásagnarlegs eðlis, þó með undantekningum sem lúta að
guðfræði og stærðfræði. Alfræðiefnið, annað en steinafræðin á bl. 34, er
ekki ritað með hendi Hauks. Það er að finna í kverunum þremur í 544 sem
hafa verið löguð að Hauksbók á einhverjum tímapunkti. Hvaða texta hafa
þessi þrjú kver að geyma?
V
Efni þessara þriggja kvera er jafnan flokkað sem „Heimslýsing og helgi-
fræði“ og „Heimspeki og helgifræði“, sem eru þau heiti sem útgefendur
völdu þeim á sínum tíma en segja lítið efnislega um innihald þeirra. Tvö
fyrri kverin hafa að geyma samfellda uppskrift með sömu hendi af safni
stuttra ritgerða sem lúta að heimsfræði, landafræði og guðfræði. Þau mynda
skriftarfræðilega og handritafræðilega heild. Þetta virðast að mestu vera
þýðingar sem rekja má aftur til ísidórs af Sevilla, væntanlega um nokkra
milliliði, og sumir eru auk þess til í öðrum íslenskum alfræðihandritum.
Ef hliðsjón er höfð af flokkun Jóns Helgasonar eru eftirfarandi textar í
handritinu: (a) ritgerð um ár og brunna bæði í Paradís og á jarðkringlunni,
(b) texti um upphaf sagnaritunar sem nefndur er Prologus, (c) annar kafli
um Paradís, (d) landafræðiritgerð. Þá kemur (e) prédikun um falsguði sem
mun vera þýðing úr engilsaxnesku á ræðu Ælfrics, De falsis diis. Eftir það
kemur aftur (f) landfræðileg ritgerð um það hvernig synir nóa skiptu
heiminum á milli sín, og (g) kafli af margháttuðum þjóðum og furðuverum.
Síðan kemur (h) ræða Ælfrics gegn fjölkynngi og á eftir henni (i) fjórir
útdrættir úr Elucidariusi og (j) ræða um Imbrudaga. Þá er (k) stutt ritgerð
um regnbogann og (l) önnur um gang sólar. Í lokin er (m) texti um borgir
og legstaði heilagra manna.55
Þriðja kverið, sem kemur í beinu framhaldi af þessu, er ritað með ann-
arri hendi og hefur að geyma brot úr öðru textasafni, að því er virðist, en
ljóst má vera að eitt kver a.m.k. hefur týnst þar framan af því að textinn á
fyrsta blaðinu í kverinu byrjar í miðju kafi. Þetta kver er skriftarfræðilega
og handritafræðilega óskylt hinum fyrri. Ef aftur er fylgt flokkun Jóns
55 Hér er farið eftir töluliðum í efnisskiptingu Jóns Helgasonar í innganginum að Hauksbók,
xii–xiv.
HauKSBÓ K oG aLfrÆÐ IrIt MIÐaLDa