Gripla - 20.12.2016, Síða 146
GRIPLA146
Helgasonar er fyrsti textinn í kverinu, sá sem upphafið vantar á (a og b),
stytt þýðing á síðasta hluta Disciplina clericalis eftir Petrus Alfonsi.56 Síðan
kemur (c) ritgerðin „af náttúru manns og blóði“ sem fjallar um frumefnin
fjögur og skapgerðirnar fjórar, og þar á eftir (d) frásögn af ferð Seths til
Paradísar. Eftir það er (e) stutt upptalning á tólf heimsósómum, (f) teikn-
ing af Jerúsalem, og loks (g) stuttur kafli um umgengni við fólk í banni og
forboði sem tekinn er úr Summu Godefroids af Trani.57 Þrjú síðastnefndu
atriðin (e, f, g) hafa verið talin seinni tíma viðbætur. Á bl. 20rv og 21r,
sem hafa upphaflega staðið auð, hefur hinn svokallaði Hauksbókartexti
Völuspár verið skrifaður með hendi sem talið er að sé einnig á Wormsbók
Snorra Eddu, eins og áður er getið.58
Samkvæmt þessari lýsingu virðast hér vera á ferðinni tvö textasöfn.
Annað nær yfir fyrri kverin tvö og hefur einkum að geyma landalýsingu
og guðfræði. Það myndar eina sérstaka heild. Hitt stendur í þriðja kverinu
sem inniheldur brot úr Disciplina clericalis ásamt skapgerðarfræðum, auk
fleiri texta, og myndar aðra sérstaka heild sem greinist frá hinni fyrri að
efnislegri gerð, stærð og broti, innihaldi og rithönd. í inngangi sínum að
útgáfu Hauksbókar 1892–96 taldi finnur Jónsson að ekki væri hægt að sjá
neitt kerfi út úr þessari samsetningu.59
Hugum nú að röð textanna í fyrra textasafninu (aM 544 4°, bl. 1–14). Í
alfræðihandritinu AM 194 8° frá árinu 1387 er að finna nokkra sambærilega
texta, þótt þeir séu þar ekki alveg í sömu röð.60 Meðal þess sem greinir á
milli er að Hauksbók, en ekki AM 194 8°, hefur að geyma guðfræðilegt efni,
ræðurnar tvær eftir Ælfric og hómilíuna um Imbrudaga, auk útdráttanna úr
Elucidariusi. Þessir textar rjúfa samhengið í röð alfræðitextanna í kverinu í
Hauksbók á tveimur stöðum. Bæði á undan og eftir fyrri predikun Ælfrics
eru landalýsingar; og svipað mynstur, þó ekki jafn skýrt, kemur fram á
undan síðari predikun Ælfrics og á eftir Imbrudagahómilíunni; á undan
fer efni um furðuþjóðir veraldarinnar en á eftir er umfjöllun um fyrirbæri
56 Sveinbjörn rafnsson, „Sagnastef í íslenskri menningarsögu“, Saga, 30 (1992), 81–121; hér
99–101.
57 Jón Helgason, inngangur að Hauksbók, xiv–xv.
58 Finnur Jónsson, inngangur að Hauksbók (Kaupmannahöfn, 1892–96), xvi.
59 „De udgör brudstykker af tvende excerptsamlinger, hvis indhold dels er enkelte taler, dels
afsnit af större skrifter og afhandlinger og lign. Noget system i disse samlinger lader sig
ikke erkende.“ Hauksbók, útg. Eiríkur Jónsson og finnur Jónsson, cxvi.
60 Alfræði íslenzk I, 3–45.