Gripla - 20.12.2016, Side 150
GRIPLA150
Það mætti jafnvel segja að alfræðilegur hugsunarháttur sé samgróinn lög-
mannsstarfinu, því að þeir sem því sinna þurfa að hafa víðtæka þekkingu
á sem flestum þáttum mannlífs og laga. Þótt kirkjuleg atriði komi fyrir í
handritum sem skrifuð hafa verið af leikmönnum eða fyrir þá er ekki þar
með sagt að handritið endurspegli klerklegan áhuga eða viðhorf. Leikmenn
úr hærri stéttum gengu jafnan til tíða og messu, svo og til skrifta, og hafa
því þurft að hafa einhverja hugmynd um hvað gæti orðið þeim til hjálpræðis.
Guðrækilegir textar á borð við Viðrœðu líkams ok sálar voru vafalaust nýttir
af leikmönnum enda ber orðaforði þeirrar þýðingar og innskotin í hana með
sér að hún hefur verið ætluð leikmönnum og kannski einkum vel stæðum
yfirstéttarmönnum, jafnvel löglærðum, þótt aðrir hafi sjálfsagt getað haft
gagn af slíkum ritum. Með sama hætti voru ýmis 12. aldar guðfræðirit löguð
að veraldlegum lesendahópi á 14. öld, meðal annars Elucidarius, sem var orð-
inn löngu úreltur fyrir lærða guðfræðinga á þeim tíma.65
Hér að ofan hefur verið leitast við að beita handritafræðilegum aðferð-
um sem gagnrýnu tæki til að sannreyna kenningar um það sem kalla mætti
eðli eða jafnvel verufræði Hauksbókar. Niðurstaðan er sú að hvað svo sem
Hauksbók kann að vera þá sé hún að minnsta kosti ekki alfræðirit og eigi
sér ekki fyrirmynd meðal slíkra rita. Á þeim kverum sem kalla mætti „bók
teits Pálssonar“ og á fáeinum endurnýttum blöðum eða í uppfylling-
arefni eru efnisatriði sem finna má í alfræðiritum. En það gerir Hauksbók
í heild ekki að alfræðiriti. Hún tekur hvorki mið af ordo artium né ordo
rerum, né heldur af hexaemera, og ekki er hún í sögulegri tímaröð eins
og Speculum historiale, né hefur hún að geyma lýsingu heimsins, tímatals-
fræði og heimsaldrana sex eins og Imago mundi. Hauksbók er saman sett úr
nokkrum handritum og bæklingum sem bundnir hafa verið saman í eitt á
einhverjum tímapunkti, jafnvel ekki síðar en um miðbik 14. aldar, eins og
uppskriftin af Völuspá bendir til. Í handritinu skiptast nokkuð reglulega á
fræðitextar og sagnatextar og þá niðurskipan efnisins má einnig sjá í þeim
hlutum handritsins sem Haukur Erlendsson hefur skrifað (t.d. steinafræðin
aftan við Trójumanna sögu, Algorismus milli Fóstbræðra sögu og Eiríks sögu).
Sumar handritseiningarnar (t.d. Landnámabók, Trójumanna saga ásamt
Breta sögum, kverin með alfræðitextunum) hafa sennilega verið í umferð
sem sérstök handrit eða bæklingar áður en þær voru bundnar saman í eina
stóra skinnbók. Þáttur tilviljunarinnar í samsetningu hennar getur svo sem
65 Sbr. Yves Lefèvre, L’Elucidarium et les Lucidaires (París: Boccard, 1954), 283–289.