Gripla - 20.12.2016, Qupperneq 157
157
GuÐ BJÖ rG KrIStJÁnSDÓttIr
LÝSINGAR í íSLENSKUM HANDRITUM
Á 15. ÖLD
1. Inngangur
íslensk bókagerð er jafnan talin hafa staðið með mestum blóma á 14.
öld. Um aldamótin 1400 verða þáttaskil til hins verra og handritum hrakar
í útlit og allri gerð.1 Sárafá handrit eru tímasett með vissu til fyrri hluta 15.
aldar og ekki hefur verið bent á markverðar lýsingar frá þeim tíma.2 Plágan
mikla á árunum 1402–1403 er jafnan talin hafa valdið þessari afturför og
einnig sú staðreynd að útflutningur íslenskra handrita til Noregs, sem
hófst um 1260, lagðist af á síðari hluta 14. aldar.3 í íslensku teiknibókinni
aM 673 a III 4to (hér eftir teiknibókin) eru engar myndir frá fyrri hluta
15. aldar og kann það að stafa af þeirri lægð sem varð í listsköpun næstu
áratugina eftir drepsóttina. um miðja 15. öld tekur lýsingum í handritum
að fjölga á ný en bersýnilegt er að myndskreytingum hefur hrakað mjög frá
því sem var á 14. öld.4 Megnið af bókagerð hér á landi kann að hafa flust
1 Ég færi Guðvarði Má Gunnlaugssyni rannsóknardósent sérstakar þakkir fyrir aðstoð, ráð-
leggingar og hvatningu við skrif þessarar greinar.
2 Stefán Karlsson, „Íslensk bókagerð á miðöldum,“ í Íslenska söguþingið 28.–31. maí 1997.
Ráðstefnurit I, ritstj. Guðmundur J. Guðmundsson et al. (reykjavík: Sagnfræðistofnun
Íslands / Sagnfræðingafélag Íslands, 1998), 282 (endurpr. í Stafkrókar, 226). í heilagra
manna sagna handriti í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, Perg. fol. 2 sem Ormur Loftsson
skrifaði á árunum 1425–1445 eru á spássíum fjögurra blaða: 5va, 61ra, 73ra og 85v (á neðri
spássíu) dregnar myndir með rauðu bleki tengdar efni sagnanna. Lives of Saints. Perg. Fol.
Nr. 2 in the Royal Library, Stockholm, útg. Peter foote. Early Icelandic Manuscripts in
facsimile 4 (Kaupmannahöfn: rosenkilde and Bagger, 1962), 8–9, 11. um orm Loftsson
sjá einnig Stefán Karlsson, „Íslensk bókagerð,“ 287.
3 Stefán Karlsson, „Islandsk bogeksport til norge i middelalderen,“ Maal og Minne (1979):
13 (endurpr. í Stafkrókar, 204); Stefán Karlsson, „ritun reykjarfjarðarbókar: Excursus:
Bókagerð bænda,“ Opuscula 4 (1970): 137–138 (endurpr. í Stafkrókar, 324–325); Stefán
Karlsson, „Íslensk bókagerð,“ 282 (endurpr. í Stafkrókar, 226).
4 Þegar lýsingar í lögbókum frá síðari hluta 15. aldar eru bornar saman við Jónsbækur 14.
aldar kemur berlega í ljós hversu kunnáttu og leikni við að myndskreyta bækur hafði hrakað
mikið. um þetta sjá Halldór Hermannsson, „Illuminated Manuscripts of the Jónsbók,“
Islandica 28 (1940): 15.
Gripla XXVII (2016): 157–233